Neyðarástandi í Frakklandi loks aflýst Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2017 13:16 Neyðarástandi var framlengt sex sinnum frá árinu 2015. Vísir/AFP Um tveimur árum eftir hryðjuverkaárásirnar í París hafa stjórnvöld í Frakklandi loks aflýst neyðarástandi í landinu. 130 manns létu lífið og um 350 særðust í árásunum 2015. Nú þegar búið er að aflýsa neyðarástandi í landinu taka ný hryðjuverkalög gildi sem veita yfirvöldum auknar heimildir til húsleitar og að loka moskum og öðrum bænahúsum þar sem sannað þykir að verið sé að flytja hatursáróður. „Margir óttast að við munum nú sofna á verðinum, en í raun og veru er um að ræða hið gagnsræða,“ segir forsætisráðherrann Édouard Philippe í samtali við Reuters. Búið er að framlengja neyðarástandið sem sett var á sínum tíma sex sinnum. Franskir íhaldsmenn hafa varað við að hin nýju lög gangi ekki nægilega langt og aðrir hafa varað við að lögregla kunni misnota heimildir sínar. Frönsk stjórnvöld fullyrða að heimildir yfirvalda, sem fengust eftir að neyðarástandi var lýst yfir, hafi skilað því að tekist hafi verið að koma í veg fyrir þrjátíu árásir í landinu. Rúmlega áttatíu prósent Frakka styðja hin nýju hryðjuverkalög samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var í síðasta mánuði.La France sortira de l'état d'urgence demain, 1er novembre.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) October 31, 2017 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Um tveimur árum eftir hryðjuverkaárásirnar í París hafa stjórnvöld í Frakklandi loks aflýst neyðarástandi í landinu. 130 manns létu lífið og um 350 særðust í árásunum 2015. Nú þegar búið er að aflýsa neyðarástandi í landinu taka ný hryðjuverkalög gildi sem veita yfirvöldum auknar heimildir til húsleitar og að loka moskum og öðrum bænahúsum þar sem sannað þykir að verið sé að flytja hatursáróður. „Margir óttast að við munum nú sofna á verðinum, en í raun og veru er um að ræða hið gagnsræða,“ segir forsætisráðherrann Édouard Philippe í samtali við Reuters. Búið er að framlengja neyðarástandið sem sett var á sínum tíma sex sinnum. Franskir íhaldsmenn hafa varað við að hin nýju lög gangi ekki nægilega langt og aðrir hafa varað við að lögregla kunni misnota heimildir sínar. Frönsk stjórnvöld fullyrða að heimildir yfirvalda, sem fengust eftir að neyðarástandi var lýst yfir, hafi skilað því að tekist hafi verið að koma í veg fyrir þrjátíu árásir í landinu. Rúmlega áttatíu prósent Frakka styðja hin nýju hryðjuverkalög samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var í síðasta mánuði.La France sortira de l'état d'urgence demain, 1er novembre.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) October 31, 2017
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira