Emil Pálsson, miðjumaður FH, og Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji Stjörnunnar, eru báðir á reynslu hjá Sandefjord í Noregi en þeir mættu á æfingu hjá liðinu í morgun.
Emil, sem skoraði eitt mark í 17 leikjum í Pepsi-deildinni fyrir FH í sumar, er samningslaus en hann hefur verið sterklega orðaður við Breiðablik hér heima. Fleiri lið hafa þó áhuga á honum, samkvæmt heimildum Vísis.
Hólmbert Aron átti sitt besta tímabil á ferlinum í sumar en hann skoraði ellefu mörk í 19 leikjum fyrir Stjörnuna sem hafnaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar á eftir Val. Hólmbert hafði mest skorað tíu mörk fyrir Fram árið 2013.
Framherjinn stóri og stæðilegi á enn þá tvö ár eftir af samningi sínum við Stjörnuna og þyrfti Sandefjord því að kaupa hann en það getur fengið Emil Pálsson án greiðslu.
Sandefjord er í ellefta sæti norsku úrvalsdeildarinnar, sjo stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Ingvar Jónsson, fyrrverandi markvörður Stjörnunnar, ver mark liðsins.
Emil og Hólmbert á reynslu hjá Sandefjord
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn