Læknirinn, kýrin og kálfurinn Árni Stefán Árnason skrifar 31. október 2017 10:00 Það vekur ætíð undrun mína, sem dýraverndarsinna og dýralögfræðings, þegar þjónar heilbrigðisstéttarinnar, læknir í þessu tilviki, sem hlotið hefur viðurnefnið „Læknirinn í eldhúsinu“ gerir sér far um, á víðlesnum miðlum, að hvetja neytendur til neyslu afurða úr dýraríkinu. Margoft hefur verið sýnt fram á, með rökum, að slíkt henti lýðheilsu miður vel. Umræddur læknir, Ragnar Freyr, hefur getið sér frægðar fyrir að vera flinkur í eldhúsinu og virðist hafa fastmótaðar hugmyndir um misskilið ágæti neyslu afurða út dýraríkinu. T.d. hefur verið sýnt fram á gagnsleysi mjólkur fyrir mannslíkamann, sem læknirinn vinsæli rómar þó mjög. Hann hefur rangt fyrir sér. Þá hefur verið sýnt fram á skaðsemi rauðs kjöts og unninna kjötvara, sem ristilkrabbameinsvaldandi. Með þessu háttalagi sínu, hvetur læknirinn auk þess til illrar meðferðar dýra, en alkunna er að í mjólkurframleiðslu felst dulið dýraníð, eitt það versta, sem kunnugt er um. Í því felst annars vegar að kýr eru sæddar ár eftir ár í þeim tilgangi að ala kálfa í þeim tilgangi að líkami þeirra fari, að framleiða mjólk fyrir kálfinn þeirra. Að loknum burði er kálfurinn tekinn af móður sinni. Fullt er til af vitnisburði um að þau öskri, í bókstaflegri merkingu, eftir hvort öðru í langan tíma eftir aðskilnaðinn. Þetta er ill meðferð á dýrum og þetta styður læknirinn eða er fáfróður um. Mjólkurkýrin er látin þræla sér út við þetta ár eftir ár og lifir miklu skemur en við náttúrulegar aðstæður. Þegar nytin minkar lendir hún í sláturhúsinu. Því keti virðist læknirinn taka fagnandi, í eldhúsi sínu. Ég botna ekkert í því að lýðheilsupostuli skuli birtast á skjám landsmanna og boða ófögnuð, sem þennan og þiggja laun fyrir. Launalaus gefur hann sig ekki í þetta verkefni mjólkur og ketframleiðenda – það er á hreinu. Margur verður af aurum api! Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Það vekur ætíð undrun mína, sem dýraverndarsinna og dýralögfræðings, þegar þjónar heilbrigðisstéttarinnar, læknir í þessu tilviki, sem hlotið hefur viðurnefnið „Læknirinn í eldhúsinu“ gerir sér far um, á víðlesnum miðlum, að hvetja neytendur til neyslu afurða úr dýraríkinu. Margoft hefur verið sýnt fram á, með rökum, að slíkt henti lýðheilsu miður vel. Umræddur læknir, Ragnar Freyr, hefur getið sér frægðar fyrir að vera flinkur í eldhúsinu og virðist hafa fastmótaðar hugmyndir um misskilið ágæti neyslu afurða út dýraríkinu. T.d. hefur verið sýnt fram á gagnsleysi mjólkur fyrir mannslíkamann, sem læknirinn vinsæli rómar þó mjög. Hann hefur rangt fyrir sér. Þá hefur verið sýnt fram á skaðsemi rauðs kjöts og unninna kjötvara, sem ristilkrabbameinsvaldandi. Með þessu háttalagi sínu, hvetur læknirinn auk þess til illrar meðferðar dýra, en alkunna er að í mjólkurframleiðslu felst dulið dýraníð, eitt það versta, sem kunnugt er um. Í því felst annars vegar að kýr eru sæddar ár eftir ár í þeim tilgangi að ala kálfa í þeim tilgangi að líkami þeirra fari, að framleiða mjólk fyrir kálfinn þeirra. Að loknum burði er kálfurinn tekinn af móður sinni. Fullt er til af vitnisburði um að þau öskri, í bókstaflegri merkingu, eftir hvort öðru í langan tíma eftir aðskilnaðinn. Þetta er ill meðferð á dýrum og þetta styður læknirinn eða er fáfróður um. Mjólkurkýrin er látin þræla sér út við þetta ár eftir ár og lifir miklu skemur en við náttúrulegar aðstæður. Þegar nytin minkar lendir hún í sláturhúsinu. Því keti virðist læknirinn taka fagnandi, í eldhúsi sínu. Ég botna ekkert í því að lýðheilsupostuli skuli birtast á skjám landsmanna og boða ófögnuð, sem þennan og þiggja laun fyrir. Launalaus gefur hann sig ekki í þetta verkefni mjólkur og ketframleiðenda – það er á hreinu. Margur verður af aurum api! Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar