Þingmenn Pírata aðstoða 1984 í björgunarstarfinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2017 21:45 Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy eru hluti af teyminu sem 1984 reiðir sig á. Mynd/1984 Þingmenn Pírata, þeir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, hafa aðstoðað vefhýsingafyrirtækið 1984 í því að bjarga því sem bjargað verður eftir kerfishrun hjá fyrirtækinu í síðustu viku.„Þeir eru fyrst og fremst hér vegna þess að þeir eru gríðarlega færir tæknimenn. Þingmennskan skiptir engu máli hér,“ segir Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri 1984 í samtali við Vísi en fyrirtækið birti mynd af þingmönnunum að störfum á skrifstofum 1984 á Twitter. Mörður segir að þeir félagar, sem störfuðu á árum áður hjá 1984, séu í sjálfboðavinnu við björgunarstarfið. Sjö til tólf manns koma að starfinu hjá 1984 um þessar mundir. Fyrirtækið hýsir þúsundir vefja en bilun í vélbúnaði hefur gert það að verkum að fjölmargir íslenskir vefir og póstþjónusta liggur niðri. Unnið hefur verið sleitulaust undanfarna daga að björgunarstarfi. Mörður segir ljóst að mikil vinna sé framundan sem muni taka langan tíma en að vonir standi til að eftir daginn verði helmingur vefsvæða kominn upp að nýju. Ekkert liggur fyrir um hvað olli biluninni en Mörður segir að það sé ekki forgangsatriði eins og er , það mikilvægasta sé að koma hlutunum í lag á nýjan leik. „Við erum ekki að spá í neitt annað en að koma vefsvæðunum, tölvupóstunum og þjónustu upp fyrir okkar notendur. Þegar við erum búnir að því spáum við í öðrum hlutum. Það er ekkert annað sem kemst að núna.“These fine gentlemen are coordinating the rescue effort in @1984ehf HQ currently. Incredibly humbling to see this monumental task tackled in such a professional manner. pic.twitter.com/XKWOkKEiAL— 1984ehf (@1984ehf) November 18, 2017 Tengdar fréttir Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. 16. nóvember 2017 09:44 Bilun hjá 1984: „Gríðarlega alvarlegt mál“ "Það verður rannsóknarefni bæði fyrir okkur og þann sem selur og þjónustar búnaðinn.“ 16. nóvember 2017 13:56 1984 setur upp neyðartölvupóstþjónustu "Hér er bara unnið dag og nótt.“ 17. nóvember 2017 10:34 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Þingmenn Pírata, þeir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, hafa aðstoðað vefhýsingafyrirtækið 1984 í því að bjarga því sem bjargað verður eftir kerfishrun hjá fyrirtækinu í síðustu viku.„Þeir eru fyrst og fremst hér vegna þess að þeir eru gríðarlega færir tæknimenn. Þingmennskan skiptir engu máli hér,“ segir Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri 1984 í samtali við Vísi en fyrirtækið birti mynd af þingmönnunum að störfum á skrifstofum 1984 á Twitter. Mörður segir að þeir félagar, sem störfuðu á árum áður hjá 1984, séu í sjálfboðavinnu við björgunarstarfið. Sjö til tólf manns koma að starfinu hjá 1984 um þessar mundir. Fyrirtækið hýsir þúsundir vefja en bilun í vélbúnaði hefur gert það að verkum að fjölmargir íslenskir vefir og póstþjónusta liggur niðri. Unnið hefur verið sleitulaust undanfarna daga að björgunarstarfi. Mörður segir ljóst að mikil vinna sé framundan sem muni taka langan tíma en að vonir standi til að eftir daginn verði helmingur vefsvæða kominn upp að nýju. Ekkert liggur fyrir um hvað olli biluninni en Mörður segir að það sé ekki forgangsatriði eins og er , það mikilvægasta sé að koma hlutunum í lag á nýjan leik. „Við erum ekki að spá í neitt annað en að koma vefsvæðunum, tölvupóstunum og þjónustu upp fyrir okkar notendur. Þegar við erum búnir að því spáum við í öðrum hlutum. Það er ekkert annað sem kemst að núna.“These fine gentlemen are coordinating the rescue effort in @1984ehf HQ currently. Incredibly humbling to see this monumental task tackled in such a professional manner. pic.twitter.com/XKWOkKEiAL— 1984ehf (@1984ehf) November 18, 2017
Tengdar fréttir Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. 16. nóvember 2017 09:44 Bilun hjá 1984: „Gríðarlega alvarlegt mál“ "Það verður rannsóknarefni bæði fyrir okkur og þann sem selur og þjónustar búnaðinn.“ 16. nóvember 2017 13:56 1984 setur upp neyðartölvupóstþjónustu "Hér er bara unnið dag og nótt.“ 17. nóvember 2017 10:34 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. 16. nóvember 2017 09:44
Bilun hjá 1984: „Gríðarlega alvarlegt mál“ "Það verður rannsóknarefni bæði fyrir okkur og þann sem selur og þjónustar búnaðinn.“ 16. nóvember 2017 13:56