Óttast um heilsuna vegna sóðaskapar í Arnarholti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. nóvember 2017 20:00 Hælisleitendur frá Sómalíu segja aðbúnað hælisleitenda í Arnarholti mjög slæman. Sóðaskapur sé svo mikill að þeir óttist um heilsu sína. Þá líði þeim illa vegna einangrunar en erfitt er að komast þaðan til Reykjavíkur. Útlendingastofnun skoðar hvort bregðast þurfi við. Þeir Mahamud Abib Mahamud og Osman Abdifatah Osman eru hælisleitendur hér á landi og dvelja í Arnarholti, búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar, ásamt rúmlega áttatíu öðrum. Mahamud, sem kemur frá Sómalíu, var nýlega sviptur ríkisborgararétti í Noregi og vísað úr landi eftir 17 ára búsetu þar en norsk yfirvöld báru fyrir sig að hann hafi ekki gefið upp rétt föðurland á umsókn sinni um stöðu flóttamanns þar árið 2000 þegar hann var 14 ára gamall. Nýlega sótti hann um hæli á Íslandi en mál hans hefur vakið talsverða athygli bæði hér á landi og í Noregi. Osman er 18 ára gamall og kemur einnig frá Sómalíu. Nýlega synjun um hæli í Svíþjóð og flúði hingað eftir að hann fékk upplýsingar um að það ætti að senda hann aftur til heimalandsins.„Arnarholt er helvíti á jörðu“ Bæði Osman og Mahamud dvöldu fyrst í búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, áður en þeir voru sendir í Arnarholt á miðvikudaginn. „Ég hef aldrei séð stað sem líkist þessum. Það eru mikil óhreinindi hér. Daginn sem við komum fengum við ekkert til að elda. Eldhúsið var mjög skítugt, mikið af myglusvepp, það tók okkur meira en fimm tíma að þrífa herbergið sem við fengum. Sem heilbrigðisstarfsmaður þekki ég afleiðingar þess að dvelja í slíku rými,“ segir Mahamud. „Þetta er ekki gott fyrir heilsuna og ég er heilsutæpur,“ segir Osman. Þeir segja að þrátt fyrir það að þeir reyni að þrífa séu áttatíu aðrir sem búi í húsinu. Ástandið sé óbærilegt. Búsetuúrræðið í Bæjarhrauni hafi verið allt annað. „Það húsnæði er mjög gott.Það er mjög hreint og gott að búa þar,“ segir Oswan. „Yfirvöld vita ekki hvað er að gerast í Arnarholt. Arnarholt er helvíti á jörðu. Ég hef aldrei séð stað sem líkist þessum stað,“ segir Mahamud. Öryggisvörður er í Arnarholti allan sólarhringinn og hefur eftirlit með því að íbúar fylgi almennum húsreglum. Þeir segja að verðirnir spái lítið sem ekkert í þrifnaði. Mahamud lýsir því að viðmót þeirra sé slæmt ef kvartað er. „Þeir segja að ég sé ókurteis. Þeir segja: Haldir þú áfram að kvarta svona munum við senda skýrslu til Útlendingastofnunar. Þeir hóta mér en ég þekki rétt minn. Ég mun því berjst fyrir mínu.“ Í skriflegu svari frá Útlendingastofnun kemur fram að íbúar sjái sjálfir um þrif á eigin vistarverum og að þeim beri að ganga vel um í sameiginlegum rýmum. Þau rými séu þrifin af þjónustufyrirtæki 3 sinnum í viku. Stofnunin hafi hins vegar fengið kvartanir vegna óþrifnaðar. Aldrei sé hægt að brýna of oft fyrir íbúum hve nauðsynlegt það sé að allir gangi vel um. Stofnunin muni fara yfir það með samstarfsaðilum sínum hvort bregðast þurfi sérstaklega við ábendingunum. „Við erum flóttamenn og verðum að sætta okkur við stöðu okkar. En það eru takmörk fyrir því hvað maður sættir sig við. Þetta viljum við segja þjóðinni.“ Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa frétt. Vísir biður lesendur að vera málefnalegir og sýna kurteisi í athugasemdakerfinu. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Hælisleitendur frá Sómalíu segja aðbúnað hælisleitenda í Arnarholti mjög slæman. Sóðaskapur sé svo mikill að þeir óttist um heilsu sína. Þá líði þeim illa vegna einangrunar en erfitt er að komast þaðan til Reykjavíkur. Útlendingastofnun skoðar hvort bregðast þurfi við. Þeir Mahamud Abib Mahamud og Osman Abdifatah Osman eru hælisleitendur hér á landi og dvelja í Arnarholti, búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar, ásamt rúmlega áttatíu öðrum. Mahamud, sem kemur frá Sómalíu, var nýlega sviptur ríkisborgararétti í Noregi og vísað úr landi eftir 17 ára búsetu þar en norsk yfirvöld báru fyrir sig að hann hafi ekki gefið upp rétt föðurland á umsókn sinni um stöðu flóttamanns þar árið 2000 þegar hann var 14 ára gamall. Nýlega sótti hann um hæli á Íslandi en mál hans hefur vakið talsverða athygli bæði hér á landi og í Noregi. Osman er 18 ára gamall og kemur einnig frá Sómalíu. Nýlega synjun um hæli í Svíþjóð og flúði hingað eftir að hann fékk upplýsingar um að það ætti að senda hann aftur til heimalandsins.„Arnarholt er helvíti á jörðu“ Bæði Osman og Mahamud dvöldu fyrst í búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, áður en þeir voru sendir í Arnarholt á miðvikudaginn. „Ég hef aldrei séð stað sem líkist þessum. Það eru mikil óhreinindi hér. Daginn sem við komum fengum við ekkert til að elda. Eldhúsið var mjög skítugt, mikið af myglusvepp, það tók okkur meira en fimm tíma að þrífa herbergið sem við fengum. Sem heilbrigðisstarfsmaður þekki ég afleiðingar þess að dvelja í slíku rými,“ segir Mahamud. „Þetta er ekki gott fyrir heilsuna og ég er heilsutæpur,“ segir Osman. Þeir segja að þrátt fyrir það að þeir reyni að þrífa séu áttatíu aðrir sem búi í húsinu. Ástandið sé óbærilegt. Búsetuúrræðið í Bæjarhrauni hafi verið allt annað. „Það húsnæði er mjög gott.Það er mjög hreint og gott að búa þar,“ segir Oswan. „Yfirvöld vita ekki hvað er að gerast í Arnarholt. Arnarholt er helvíti á jörðu. Ég hef aldrei séð stað sem líkist þessum stað,“ segir Mahamud. Öryggisvörður er í Arnarholti allan sólarhringinn og hefur eftirlit með því að íbúar fylgi almennum húsreglum. Þeir segja að verðirnir spái lítið sem ekkert í þrifnaði. Mahamud lýsir því að viðmót þeirra sé slæmt ef kvartað er. „Þeir segja að ég sé ókurteis. Þeir segja: Haldir þú áfram að kvarta svona munum við senda skýrslu til Útlendingastofnunar. Þeir hóta mér en ég þekki rétt minn. Ég mun því berjst fyrir mínu.“ Í skriflegu svari frá Útlendingastofnun kemur fram að íbúar sjái sjálfir um þrif á eigin vistarverum og að þeim beri að ganga vel um í sameiginlegum rýmum. Þau rými séu þrifin af þjónustufyrirtæki 3 sinnum í viku. Stofnunin hafi hins vegar fengið kvartanir vegna óþrifnaðar. Aldrei sé hægt að brýna of oft fyrir íbúum hve nauðsynlegt það sé að allir gangi vel um. Stofnunin muni fara yfir það með samstarfsaðilum sínum hvort bregðast þurfi sérstaklega við ábendingunum. „Við erum flóttamenn og verðum að sætta okkur við stöðu okkar. En það eru takmörk fyrir því hvað maður sættir sig við. Þetta viljum við segja þjóðinni.“ Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa frétt. Vísir biður lesendur að vera málefnalegir og sýna kurteisi í athugasemdakerfinu.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira