Ólafía Þórunn missti flugið á seinni níu Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. nóvember 2017 19:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er örugg með þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, átti misjafnan dag á þriðja degi CME-mótsins sem er lokamót LPGA-mótaraðarinnar á þessu tímabili en eftir fína spilamennsku framan af komu fjórir skollar á seinni níu holunum. Ólafía er þegar þetta er skrifað í 60-64. sæti þegar þónokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka leik en lokadagur þessa síðasta móts ársins á LPGA-mótaröðinni fer fram á morgun. Ólafía sem hóf þriðja hring á tíundu flöt var að slá vel og langt af teig í dag en innáhöggin og púttin voru að stríða henni. Það kom hinsvegar ekki að sök framan af þar sem hún fékk par á öllum holunum á fyrri níu og var á parinu þegar hringurinn var hálfnaður. Eftir tíunda parið í röð komu tveir skollar á þremur holum og var Ólafía skyndilega komin tveimur höggum yfir parið. Þrjú pör fylgdu því áður en þriðji skollinn leit dagsins ljós á áttundu braut, næst síðustu holu dagsins hjá henni. Hún lauk svo leik á skolla á níundu braut vallarins en þetta var þriðja skiptið í röð sem Ólafía fær skolla á þessari braut sem hefur reynst henni erfið. Hún var líkt og fyrri dagana að slá vel af teig og slá töluvert lengra en á fyrsta degi en hún púttaði 33 sinnum í dag, 5 sinnum oftar en á fyrsta hring. Hún fær tækifæri til að svara fyrir þetta á lokadegi mótsins á morgun en hún vill eflaust bæta upp fyrir spilamennsku dagsins á síðasta hring hennar á þessari sterkustu mótaröð heims á þessu ári. Hún þarf þó ekki að örvænta en eins og áður hefur komið fram á Vísi hefur hún þegar tryggt sér fullan þátttökurétt á mótaröðinni á næsta ári eftir gott nýliðaár á þessari sterkustu mótaröð heims.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, átti misjafnan dag á þriðja degi CME-mótsins sem er lokamót LPGA-mótaraðarinnar á þessu tímabili en eftir fína spilamennsku framan af komu fjórir skollar á seinni níu holunum. Ólafía er þegar þetta er skrifað í 60-64. sæti þegar þónokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka leik en lokadagur þessa síðasta móts ársins á LPGA-mótaröðinni fer fram á morgun. Ólafía sem hóf þriðja hring á tíundu flöt var að slá vel og langt af teig í dag en innáhöggin og púttin voru að stríða henni. Það kom hinsvegar ekki að sök framan af þar sem hún fékk par á öllum holunum á fyrri níu og var á parinu þegar hringurinn var hálfnaður. Eftir tíunda parið í röð komu tveir skollar á þremur holum og var Ólafía skyndilega komin tveimur höggum yfir parið. Þrjú pör fylgdu því áður en þriðji skollinn leit dagsins ljós á áttundu braut, næst síðustu holu dagsins hjá henni. Hún lauk svo leik á skolla á níundu braut vallarins en þetta var þriðja skiptið í röð sem Ólafía fær skolla á þessari braut sem hefur reynst henni erfið. Hún var líkt og fyrri dagana að slá vel af teig og slá töluvert lengra en á fyrsta degi en hún púttaði 33 sinnum í dag, 5 sinnum oftar en á fyrsta hring. Hún fær tækifæri til að svara fyrir þetta á lokadegi mótsins á morgun en hún vill eflaust bæta upp fyrir spilamennsku dagsins á síðasta hring hennar á þessari sterkustu mótaröð heims á þessu ári. Hún þarf þó ekki að örvænta en eins og áður hefur komið fram á Vísi hefur hún þegar tryggt sér fullan þátttökurétt á mótaröðinni á næsta ári eftir gott nýliðaár á þessari sterkustu mótaröð heims.
Golf Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira