Innlent

Vélarnar ræstar fyrir norðan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Úr stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar.
Úr stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar. Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Sautjánda aflstöð Landsvirkjunar að Þeistareykjum var gangsett í gær við hátíðlega athöfn. Um er að ræða þriðju jarðvarmastöð fyrirtækisins, en fyrir eru Kröflustöð og gamla gufustöðin í Bjarnarflagi. Þeistareykjastöð er fyrsta jarðvarmastöðin sem Landsvirkjun byggir frá grunni.

Þeistareykjastöð verður 90 megawött. Í tilkynningu frá Landsvirkjun kemur fram að stöðin er reist í tveimur 45 megawatta áföngum og var vélasamstæða 1 gangsett í dag og tengd við flutningskerfi Landsnets. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, gangsettu virkjunina í sameiningu.

Upphaf byggingaframkvæmda við virkjunina var á vormánuðum 2015. 

Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem rætt var við iðnaðarráðherra og forstjóra Landsvirkjunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×