Innlent

Efna til samkeppni um arftaka sjómannsins

Birgir Olgeirsson skrifar
Sjómaðurinn sem prýddi áður gaf sjávarútvegshússins við Skúlagötu í Reykjavík.
Sjómaðurinn sem prýddi áður gaf sjávarútvegshússins við Skúlagötu í Reykjavík. Vísir/Vilhelm
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur í samvinnu við Samtök íslenskra myndlistarmanna undirbúið samkeppni um nýtt listaverk á húsgaflinn á sjávarútvegshúsinu í Reykjavík. Skal verkið vera skírskotun í sögu sjávarútvegs á Íslandi. 

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að margir sjái á eftir veggmyndinni af sjómanninum sem prýddi gaf sjávarútvegshússins og hefur undirbúningur samkeppninnar staðið yfir frá því að málað var yfir hana. 

Verðlaun í samkeppninni eru 250 þúsund krónur og þegar úrslit verða tilkynnt verður haldin sýning á öllum innsendum tillögum á vef ráðuneytisins.

Tillögur skulu sendar á netfangið samkeppni@anr.is fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 18. janúar 2018.

Sjómaðurinn var málaður á húsið í tengslum við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves haustið 2015. Í ágúst síðastliðnum var greint frá því að búið væri að mála yfir sjómanninn. 

Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, rak ítrekað á eftir því að myndin af sjómanninum á húsinu yrði fjarlægð.


Tengdar fréttir

Sjómenn vilja láta mála Hjörleif á vegginn

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, "er ekki sáttur“ við að myndin af sjómanninum á austurvegg Sjávarútvegshússins við Skúlagötu 4 sé horfinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×