Sigmundur Davíð segir VG veita Sjálfstæðisflokknum uppreist æru Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. nóvember 2017 10:45 Formaður Miðflokksins segir mögulega ríkisstjórn VG, D og B vera viðbrögð við tapi flokkanna þriggja í kosningum. Vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að með myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna sé síðastnefndi flokkurinn að veita fyrstnefnda flokknum uppreist æru. Hann segir hegðun Sjálfstæðisflokksins í viðræðunum óvenjulegaÞetta skrifar Sigmundur Davíð í pistli á vefsíðu Miðflokksins. Þar segir hann að honum finnist margt sérkennilegt við yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður sem staðið hafa yfir þessa vikuna. Segir hann að sumir flokksmenn flokkanna þriggja hafi róið að því öllum árum að koma á sambærilegri stjórn í stjórnarmyndunarviðræðum fyrir ári síðan, án árangurs. Þá blasi það við að „starfandi formenn flokkanna þriggja þurfa allir á því að halda að komast í ríkisstjórn til að halda velli, þ.e. komast hjá því að verða settir af eða deyja (pólitískt) úr leiðindum.“ Þá þykir honum undarlegt að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sé svo áhugasamur um að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum. „Formaður flokksins þráir nú að komast í ríkisstjórn með fólki sem hefur um langt skeið kallað hann glæpamann og öðrum verri nöfnum. Hann leitast við að koma til valda fólki sem gekk hart fram við að reyna að koma fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra í fangelsi, ásamt fjármálaráðherra flokksins,“ skrifar Sigmundur Davíð og vitnar þar til Landsdómsmálsins. Þá segir Sigmundur Davíð að full ástæða sé til þess að óska Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, til hamingju takist henni að mynda slíka ríkisstjórn, enda hafi hún þá beygt grasrót eigin flokks sem og Sjálfstæðisflokkinn á sama tíma. „Eftir allar hástemmdu yfirlýsingarnar um hið óstjórntæka íhald hefur Vg nú ákveðið að veita Sjálfstæðisflokknum uppreist æru. Af fréttum að dæma virðist Vg auk þess ætla að leyfa formanni Sjálfstæðisflokksins að verða ráðherra í ríkisstjórninni þrátt fyrir fyrri efasemdir þar um,“ skrifar Sigmundur Davíð og bætir við að raunar virðist Bjarni vera farþegi í stjórnarmyndunarviðræðunum. Telur Sigmundur að stjórnarmyndunarviðræður flokkanna þriggja séu afleiðing „grundvallarbreytinga í stjórnmálum hér á landi og víðar“. „Ríkisstjórn mynduð á grundvelli ímyndarstjórnmála verður alltaf ríkisstjórn byggð á hégóma frekar en stefnu, ríkisstjórn um stólana sem menn sitja í en ekki verkefnin sem þeir ætla að vinna að. Slík stjórn er byggð á nálægð við völd en ekki málefnum, hvort sem menn reyna að skýra það með frösum á borð við „breiða skírskotun” eða hreinskilni Bjarna Benediktssonar um „sterka stjórn óháða einstaka málefnum flokkanna“,“ skrifar Sigmundur Davíð sem telur þó líklegt að flokkarnir nái saman og muni mynda ríkisstjórn. Kosningar 2017 Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að með myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna sé síðastnefndi flokkurinn að veita fyrstnefnda flokknum uppreist æru. Hann segir hegðun Sjálfstæðisflokksins í viðræðunum óvenjulegaÞetta skrifar Sigmundur Davíð í pistli á vefsíðu Miðflokksins. Þar segir hann að honum finnist margt sérkennilegt við yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður sem staðið hafa yfir þessa vikuna. Segir hann að sumir flokksmenn flokkanna þriggja hafi róið að því öllum árum að koma á sambærilegri stjórn í stjórnarmyndunarviðræðum fyrir ári síðan, án árangurs. Þá blasi það við að „starfandi formenn flokkanna þriggja þurfa allir á því að halda að komast í ríkisstjórn til að halda velli, þ.e. komast hjá því að verða settir af eða deyja (pólitískt) úr leiðindum.“ Þá þykir honum undarlegt að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sé svo áhugasamur um að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum. „Formaður flokksins þráir nú að komast í ríkisstjórn með fólki sem hefur um langt skeið kallað hann glæpamann og öðrum verri nöfnum. Hann leitast við að koma til valda fólki sem gekk hart fram við að reyna að koma fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra í fangelsi, ásamt fjármálaráðherra flokksins,“ skrifar Sigmundur Davíð og vitnar þar til Landsdómsmálsins. Þá segir Sigmundur Davíð að full ástæða sé til þess að óska Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, til hamingju takist henni að mynda slíka ríkisstjórn, enda hafi hún þá beygt grasrót eigin flokks sem og Sjálfstæðisflokkinn á sama tíma. „Eftir allar hástemmdu yfirlýsingarnar um hið óstjórntæka íhald hefur Vg nú ákveðið að veita Sjálfstæðisflokknum uppreist æru. Af fréttum að dæma virðist Vg auk þess ætla að leyfa formanni Sjálfstæðisflokksins að verða ráðherra í ríkisstjórninni þrátt fyrir fyrri efasemdir þar um,“ skrifar Sigmundur Davíð og bætir við að raunar virðist Bjarni vera farþegi í stjórnarmyndunarviðræðunum. Telur Sigmundur að stjórnarmyndunarviðræður flokkanna þriggja séu afleiðing „grundvallarbreytinga í stjórnmálum hér á landi og víðar“. „Ríkisstjórn mynduð á grundvelli ímyndarstjórnmála verður alltaf ríkisstjórn byggð á hégóma frekar en stefnu, ríkisstjórn um stólana sem menn sitja í en ekki verkefnin sem þeir ætla að vinna að. Slík stjórn er byggð á nálægð við völd en ekki málefnum, hvort sem menn reyna að skýra það með frösum á borð við „breiða skírskotun” eða hreinskilni Bjarna Benediktssonar um „sterka stjórn óháða einstaka málefnum flokkanna“,“ skrifar Sigmundur Davíð sem telur þó líklegt að flokkarnir nái saman og muni mynda ríkisstjórn.
Kosningar 2017 Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Sjá meira