Myndi seint titla sig sem draugabana í símaskránni Guðný Hrönn skrifar 17. nóvember 2017 10:15 Jóhanna Gísladóttir, sóknarprestur í Langholtskirkju, hefur nokkrum sinnum aðstoðað fólk sem var í vandræðum með draugagang heima hjá sér. VÍSIR/ANTON BRINK „Það kemur reglulega fyrir að ég er beðin um að blessa heimili svokallaðri húsblessun og þá oftast í tengslum við flutninga í nýtt húsnæði, skírn barns eða önnur tímamót. Að beðið sé um blessun eða einhvers konar athöfn vegna þeirrar vissu eða tilfinningar að eitthvað illt sé á staðnum er töluvert óalgengari bón en kemur þó upp einstaka sinnum,“ útskýrir presturinn Jóhanna Gísladóttir sem hefur heimsótt nokkur heimili í gegnum tíðina og farið með húsblessun þar sem húsráðandi taldi draugagang vera á heimilinu. Aðspurð hvernig slík athöfn fari fram segir hún það fara eftir eðli vandans en best þykir henni að setjast niður með þeim sem leitar til hennar og hlusta á viðkomandi segja frá. „Stundum nægir fyrirbæn og blessun en oftar þá geng ég í hvert herbergi þar sem við biðjum fyrir nálægð Guðs, blessum rýmið og fólkið sem þar býr. Kveikjum svo á kertum og þökkum Guði fyrir að vera til staðar fyrir okkur, fyrir að veita okkur frið og umvefja okkur elsku,“ útskýrir Jóhanna.„Fólk er oftar en ekki með sterkar skoðanir á því til hvers það ætlast af prestinum við þessar aðstæður og ég reyni að koma til móts við það innan skynsemismarka.“ „Ég legg þó alltaf áherslu á það við fólk í upphafi að ég geti verið því innan handar í því er snýr að einhvers konar helgi- og bænastund en ég er ekki andasæringamanneskja.“ „Ég hef í það minnsta aldrei þurft að koma oftar en einu sinni í hvert hús sem segir mér líklega að annaðhvort var ég algerlega gagnslaus og fólkið leitaði annað, eða vel tókst til og ég gat fært ábúendum einhvern frið í hjarta,“ segir Jóhanna þegar hún er spurð út í hvort alltaf hafi tekist vel til þegar fólk hefur beðið hana um að blessa heimili sitt vegna reimleika. „Viðbrögðin hafa alltaf verið góð og fólk þakklátt fyrir að hlustað sé á það. Oft er þetta eitthvað sem er búið að hvíla á því í einhvern tíma og það er alltaf frelsandi að viðra sínar áhyggjur í samtali við aðra. Ég lít svo á að mitt hlutverk sem prestur í aðstæðum, þar sem fólki líður illa og upplifir að eitthvað utanaðkomandi sé að valda því skaða, sé að reyna að tengja það við almættið, við þennan góða kraft frá Guði sem umlykur okkur öll en við eigum stundum erfitt með að tengja við þegar okkur líður illa. Ég myndi því seint titla mig draugabana í símaskránni en vil trúa því að aðkoma mín að þessum málum sé í versta falli skaðlaus og í besta falli veiti hugarró.” Hefur ekki sjálf orðið vör við draugagangSpurð út í hvort hún sjálf trúi á drauga segir Jóhanna: „Ég held að það sé margt við handanheiminn og líf eftir dauðann sem við vitum ekki og eigum ef til vill ekki að vita. Mér finnst það ekki vera mitt að segja af eða á um upplifun fólks þótt ég sjálf trúi ekki á drauga. Ég trúi því hins vegar að manneskjur séu misnæmar fyrir umhverfinu og áreitinu allt í kring og fari stundum óhefðbundnar leiðir í leit að hugarró.” Jóhanna varði miklum tíma hjá ömmu sinni í æsku og amma hennar sagði henni ýmsar skemmtilegar og forvitnilegar sögur. „Hún talaði við blómálfana sína á hverjum degi og trúði að hinir látnu dveldust meðal okkar. Hún sagði mér ófáar sögur fyrir svefninn af fjósadraugnum sem olli miklum usla í hennar heimasveit fyrir norðan og ég er sannfærð um að amma upplifði þetta. En ég hef enga þörf sjálf fyrir að gera upp við mig hvort þessar sögur eigi allar við rök að styðjast. Það er svo margt sem má bara liggja á milli hluta.” Jóhanna hefur sjálf aldrei orðið vör við draugagang, ekki á þeim heimilum sem hún hefur verið beðin um að blessa né annars staðar.„En ég viðurkenni að ef ég er ein að vinna í kirkjunni seint um kvöld þá stendur mér ekki alltaf á sama. Líklega þó vegna þess að ég er svo svakalega myrkfælin frekar en að einhver nærvera að handan sé til staðar.“ Innt eftir því hvort það sé hennar upplifun að fólk sé feimið við að ræða allt sem snýr að draugum og ójarðneskum fyrirbrigðum segir Jóhanna: „Það virðist vera sterk tilfinning hjá öllum kynslóðum að vilja í það minnsta ekki útiloka möguleikann á því að hinir látnu geti haft afskipti af hinum lifandi. Það er ekki mikið rými í samfélaginu okkar í dag fyrir umræðu um það sem við getum ekki séð eða snert en það er ekki þar með sagt að það sé ekki til staðar.“ Skemmtileg samtöl við fermingarbörn„Í mínu starfi er það frekar eldri kynslóðin sem ræðir við mig um upplifun sína af draugagangi, oft eitthvað úr æsku eða frá yngri árum. En það er ekki þar með sagt að unga fólkið ræði þetta ekki en það notar oft annan orðaforða. Veigrar sér kannski frekar við að skilgreina það nánar hvað það skynjar. Svo er það auðvitað svo, að í umræðu um Guð eða æðri mátt sem er algóður, þá kemur oft spurningin um hið illa og hvernig eða hvort það geti haft áhrif á okkur.“ Jóhanna hefur starfað mikið í æskulýðsstarfi kirkjunnar í gegnum tíðina og í því starfi hafa sprottið upp ýmis skemmtileg samtöl. „Skemmtilegustu samtöl sem ég hef átt um slík málefni eru við fermingarbörnin ár eftir ár, þau eru svo hugsandi um allt milli himins og jarðar og þora að spyrja um það sem fullorðið fólk ræðir síður.“ Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
„Það kemur reglulega fyrir að ég er beðin um að blessa heimili svokallaðri húsblessun og þá oftast í tengslum við flutninga í nýtt húsnæði, skírn barns eða önnur tímamót. Að beðið sé um blessun eða einhvers konar athöfn vegna þeirrar vissu eða tilfinningar að eitthvað illt sé á staðnum er töluvert óalgengari bón en kemur þó upp einstaka sinnum,“ útskýrir presturinn Jóhanna Gísladóttir sem hefur heimsótt nokkur heimili í gegnum tíðina og farið með húsblessun þar sem húsráðandi taldi draugagang vera á heimilinu. Aðspurð hvernig slík athöfn fari fram segir hún það fara eftir eðli vandans en best þykir henni að setjast niður með þeim sem leitar til hennar og hlusta á viðkomandi segja frá. „Stundum nægir fyrirbæn og blessun en oftar þá geng ég í hvert herbergi þar sem við biðjum fyrir nálægð Guðs, blessum rýmið og fólkið sem þar býr. Kveikjum svo á kertum og þökkum Guði fyrir að vera til staðar fyrir okkur, fyrir að veita okkur frið og umvefja okkur elsku,“ útskýrir Jóhanna.„Fólk er oftar en ekki með sterkar skoðanir á því til hvers það ætlast af prestinum við þessar aðstæður og ég reyni að koma til móts við það innan skynsemismarka.“ „Ég legg þó alltaf áherslu á það við fólk í upphafi að ég geti verið því innan handar í því er snýr að einhvers konar helgi- og bænastund en ég er ekki andasæringamanneskja.“ „Ég hef í það minnsta aldrei þurft að koma oftar en einu sinni í hvert hús sem segir mér líklega að annaðhvort var ég algerlega gagnslaus og fólkið leitaði annað, eða vel tókst til og ég gat fært ábúendum einhvern frið í hjarta,“ segir Jóhanna þegar hún er spurð út í hvort alltaf hafi tekist vel til þegar fólk hefur beðið hana um að blessa heimili sitt vegna reimleika. „Viðbrögðin hafa alltaf verið góð og fólk þakklátt fyrir að hlustað sé á það. Oft er þetta eitthvað sem er búið að hvíla á því í einhvern tíma og það er alltaf frelsandi að viðra sínar áhyggjur í samtali við aðra. Ég lít svo á að mitt hlutverk sem prestur í aðstæðum, þar sem fólki líður illa og upplifir að eitthvað utanaðkomandi sé að valda því skaða, sé að reyna að tengja það við almættið, við þennan góða kraft frá Guði sem umlykur okkur öll en við eigum stundum erfitt með að tengja við þegar okkur líður illa. Ég myndi því seint titla mig draugabana í símaskránni en vil trúa því að aðkoma mín að þessum málum sé í versta falli skaðlaus og í besta falli veiti hugarró.” Hefur ekki sjálf orðið vör við draugagangSpurð út í hvort hún sjálf trúi á drauga segir Jóhanna: „Ég held að það sé margt við handanheiminn og líf eftir dauðann sem við vitum ekki og eigum ef til vill ekki að vita. Mér finnst það ekki vera mitt að segja af eða á um upplifun fólks þótt ég sjálf trúi ekki á drauga. Ég trúi því hins vegar að manneskjur séu misnæmar fyrir umhverfinu og áreitinu allt í kring og fari stundum óhefðbundnar leiðir í leit að hugarró.” Jóhanna varði miklum tíma hjá ömmu sinni í æsku og amma hennar sagði henni ýmsar skemmtilegar og forvitnilegar sögur. „Hún talaði við blómálfana sína á hverjum degi og trúði að hinir látnu dveldust meðal okkar. Hún sagði mér ófáar sögur fyrir svefninn af fjósadraugnum sem olli miklum usla í hennar heimasveit fyrir norðan og ég er sannfærð um að amma upplifði þetta. En ég hef enga þörf sjálf fyrir að gera upp við mig hvort þessar sögur eigi allar við rök að styðjast. Það er svo margt sem má bara liggja á milli hluta.” Jóhanna hefur sjálf aldrei orðið vör við draugagang, ekki á þeim heimilum sem hún hefur verið beðin um að blessa né annars staðar.„En ég viðurkenni að ef ég er ein að vinna í kirkjunni seint um kvöld þá stendur mér ekki alltaf á sama. Líklega þó vegna þess að ég er svo svakalega myrkfælin frekar en að einhver nærvera að handan sé til staðar.“ Innt eftir því hvort það sé hennar upplifun að fólk sé feimið við að ræða allt sem snýr að draugum og ójarðneskum fyrirbrigðum segir Jóhanna: „Það virðist vera sterk tilfinning hjá öllum kynslóðum að vilja í það minnsta ekki útiloka möguleikann á því að hinir látnu geti haft afskipti af hinum lifandi. Það er ekki mikið rými í samfélaginu okkar í dag fyrir umræðu um það sem við getum ekki séð eða snert en það er ekki þar með sagt að það sé ekki til staðar.“ Skemmtileg samtöl við fermingarbörn„Í mínu starfi er það frekar eldri kynslóðin sem ræðir við mig um upplifun sína af draugagangi, oft eitthvað úr æsku eða frá yngri árum. En það er ekki þar með sagt að unga fólkið ræði þetta ekki en það notar oft annan orðaforða. Veigrar sér kannski frekar við að skilgreina það nánar hvað það skynjar. Svo er það auðvitað svo, að í umræðu um Guð eða æðri mátt sem er algóður, þá kemur oft spurningin um hið illa og hvernig eða hvort það geti haft áhrif á okkur.“ Jóhanna hefur starfað mikið í æskulýðsstarfi kirkjunnar í gegnum tíðina og í því starfi hafa sprottið upp ýmis skemmtileg samtöl. „Skemmtilegustu samtöl sem ég hef átt um slík málefni eru við fermingarbörnin ár eftir ár, þau eru svo hugsandi um allt milli himins og jarðar og þora að spyrja um það sem fullorðið fólk ræðir síður.“
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira