Saga Reykjavíkurhafnar samofin sögu þjóðarinnar í heila öld Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2017 20:00 Um þessar mundir er þess minnst með ýmsum uppákomum að hundrað ár eru liðin frá því að byggingu Reykjavíkurhafnar lauk. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir höfnina hafa gegnt gríðarlega miklu hlutverki í sögu borgarinnar og þjóðarinnar allrar. Starfsemin við Reykjavíkurhöfn hefur auðvitað breyst og þróast mikið á þeim hundrað árum sem liðin eru frá því hún var byggð. Við höfnina hefur yfirleitt verið mjög öflugur sjávarútvegur og þar hafa margar að bestu minningum þjóðarinnar orðið til eins og þegar Halldór Laxness kom heim með nóbelsverðlaunin og handritin komu til Íslands í gegnum Reykjavíkurhöfn. Þá má ekki gleyma ferðaþjónustunni sem hreiðrað hefur um sig í gömlu höfninni innan um slippinn og aðra fisktengda starfsemi. Um þessar mundir er haldið upp á það með ýmsum hætti að öld er liðin frá því byggingu Reykjavíkurhafnar lauk, meðal annars með ljósmyndasýningu í Ráðhúsinu þar sem Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sá um að velja myndirnar. En höfnin hefur spilað stórt hlutverk í sögu borgarinnar og varð til þess að öll heildsala flyst til Reykjavíkur og þar er öllum varningi umskipað til annarra hafna. „Þetta verður líka til þess að öll stærri fiskiskipaútgerð verður frá Reykjavíkurhöfn. Það voru þrír af hverjum fjórum togurum fram í seinna stríð gerðir út frá Reykjavík. Þannig að hún átti gríðar mikinn þátt í þessari miklu aukningu mannfjölda hér í Reykjavík,“ segir Guðjón. Og þar með yfirburðastöðu borgarinnar gagnvart öðrum bæjum. Þá er saga þjóðarinnar samofin sögu hafnarinnar. „Ég tala nú ekki um á stríðsárunum. Það má segja að hernámið. Það má eiginlega segja að hernámið hafi farið fram í Reykjavíkurhöfn. Þetta var eina höfnin sem gat tekið á móti miklu herliði, hergögnum og birgðum og öllu mögulegu á stuttum tíma,“ segir Guðjón. Þá hefur alls konar þjónustustarfsemi blómstrað við höfnina síðast liðinn hundrað ár og gerir enn. Þá fóru vörur og farþegaflutningar um höfnin, líka í upphafi flugs því flugbátar lentu við höfnina. Þannig að hún var náttúrlega lykilatriði í raun og veru fyrir allt mannlíf hér,“ segir sagnfræðingurinn. Gísli Gíslason, forstjóri Faxaflóahafna, er sannfærður um að gamla höfnin gegni mikilvægu hlutverki í framtíðinni. „Og Reykjavík er ein af stærstu verstöðum landsins og þannig viljum við hafa það áfram. Í raun eina höfuðborgin í Evrópu sem er með fiskvinnslu inni í miðjum bæ,“ segir Gísli. Ferðaþjónustan eigi örugglega enn eftir að vaxa í návígi við höfnina en áfram þurfi að þjóna smærri og stærri útgerðir. Ef ég væri staddur 1913 og væri að líta til næstu 100 ára þá hefði ég sennilega verið mjög lélegur spámaður. Því þróunin hefur verið miklu hraðari ég ég held að menn hefðu látið sér í grun renna. Þannig að ef ég horfi til næstu 100 ára segi ég bara að höfnin á eftir að vera blómleg áfram,“ segir Gísli Gíslason. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Um þessar mundir er þess minnst með ýmsum uppákomum að hundrað ár eru liðin frá því að byggingu Reykjavíkurhafnar lauk. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir höfnina hafa gegnt gríðarlega miklu hlutverki í sögu borgarinnar og þjóðarinnar allrar. Starfsemin við Reykjavíkurhöfn hefur auðvitað breyst og þróast mikið á þeim hundrað árum sem liðin eru frá því hún var byggð. Við höfnina hefur yfirleitt verið mjög öflugur sjávarútvegur og þar hafa margar að bestu minningum þjóðarinnar orðið til eins og þegar Halldór Laxness kom heim með nóbelsverðlaunin og handritin komu til Íslands í gegnum Reykjavíkurhöfn. Þá má ekki gleyma ferðaþjónustunni sem hreiðrað hefur um sig í gömlu höfninni innan um slippinn og aðra fisktengda starfsemi. Um þessar mundir er haldið upp á það með ýmsum hætti að öld er liðin frá því byggingu Reykjavíkurhafnar lauk, meðal annars með ljósmyndasýningu í Ráðhúsinu þar sem Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sá um að velja myndirnar. En höfnin hefur spilað stórt hlutverk í sögu borgarinnar og varð til þess að öll heildsala flyst til Reykjavíkur og þar er öllum varningi umskipað til annarra hafna. „Þetta verður líka til þess að öll stærri fiskiskipaútgerð verður frá Reykjavíkurhöfn. Það voru þrír af hverjum fjórum togurum fram í seinna stríð gerðir út frá Reykjavík. Þannig að hún átti gríðar mikinn þátt í þessari miklu aukningu mannfjölda hér í Reykjavík,“ segir Guðjón. Og þar með yfirburðastöðu borgarinnar gagnvart öðrum bæjum. Þá er saga þjóðarinnar samofin sögu hafnarinnar. „Ég tala nú ekki um á stríðsárunum. Það má segja að hernámið. Það má eiginlega segja að hernámið hafi farið fram í Reykjavíkurhöfn. Þetta var eina höfnin sem gat tekið á móti miklu herliði, hergögnum og birgðum og öllu mögulegu á stuttum tíma,“ segir Guðjón. Þá hefur alls konar þjónustustarfsemi blómstrað við höfnina síðast liðinn hundrað ár og gerir enn. Þá fóru vörur og farþegaflutningar um höfnin, líka í upphafi flugs því flugbátar lentu við höfnina. Þannig að hún var náttúrlega lykilatriði í raun og veru fyrir allt mannlíf hér,“ segir sagnfræðingurinn. Gísli Gíslason, forstjóri Faxaflóahafna, er sannfærður um að gamla höfnin gegni mikilvægu hlutverki í framtíðinni. „Og Reykjavík er ein af stærstu verstöðum landsins og þannig viljum við hafa það áfram. Í raun eina höfuðborgin í Evrópu sem er með fiskvinnslu inni í miðjum bæ,“ segir Gísli. Ferðaþjónustan eigi örugglega enn eftir að vaxa í návígi við höfnina en áfram þurfi að þjóna smærri og stærri útgerðir. Ef ég væri staddur 1913 og væri að líta til næstu 100 ára þá hefði ég sennilega verið mjög lélegur spámaður. Því þróunin hefur verið miklu hraðari ég ég held að menn hefðu látið sér í grun renna. Þannig að ef ég horfi til næstu 100 ára segi ég bara að höfnin á eftir að vera blómleg áfram,“ segir Gísli Gíslason.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira