Engir öryggisstaðlar fyrir trampolíngarð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2017 20:00 Trampólíngarðurinn í Kópavogi er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu sem hefur farið í fimm útköll í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ekki er gerð sérstök öryggisúttekt á skemmtigörðum sem þessum við opnun enda kveða reglur ekki á um það. Fréttablaðið og Stöð 2 greindu í gær frá stórauknum fjölda trampolínslysa. Í september og október komu fimmtíu einstaklingar á bráðamóttökuna vegna slíkra slysa samanborið við átta á sama tíma í fyrra. Áverkar eru í sumum tilvikum alvarlegir og má að sögn lækna rekja nokkurn fjölda slysanna til trampolínsgarðs í Kópavogi. Heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar og Kópavogssvæðis fer með eftirlit með garðinum og er hann nú til sérstakrar skoðunar eftir ábendingar frá lögreglu. Fyrirhugað er að fara á vettvang og gera úttekt á svæðinu auk þess að kalla eftir gögnum. Að sögn lögreglu hefur verið farið í fimm útköll vegna slysa í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan.Guðmundur H. EinarssonSkemmtigarðar sem trampolíngarðurinn er flokkaðir sem íþróttahús hjá heilbrigðiseftirlitinu og falla undir reglugerð um hollustuhætti. Fyrir opnun var farið í úttekt á staðnum og athugað hvort frágangur samræmdist 14. gr. reglugerðarinnar en hún kveður að mestu á um hreinlæti en ekki öryggi. Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins segir enga sérstaka öryggisúttekt gerða á svæðum sem þessum enda kveða reglur ekki á um slíkt eftirlit. „Ef það eru til staðlar þá eiga þau að uppfylla staðlana," segir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar og Kópavogssvæðis. Eru til staðlar fyrir svona svæði? „Ég bara get ekki svarað því hér og nú, það er eitt af þessu sem við skoðum. Af því þú nefndir trampolíngarð að þá er þetta fyrsta starfsemin sem við erum með," segir Guðmundur. Þannig það eru engar öryggisprófanir sérstaklega? „Ekki svo mér sé kunnugt. En það getur verið að framleiðandi tækisins hafi mjög góðar leiðbeiningar," segir Guðmundur. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Trampólíngarðurinn í Kópavogi er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu sem hefur farið í fimm útköll í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ekki er gerð sérstök öryggisúttekt á skemmtigörðum sem þessum við opnun enda kveða reglur ekki á um það. Fréttablaðið og Stöð 2 greindu í gær frá stórauknum fjölda trampolínslysa. Í september og október komu fimmtíu einstaklingar á bráðamóttökuna vegna slíkra slysa samanborið við átta á sama tíma í fyrra. Áverkar eru í sumum tilvikum alvarlegir og má að sögn lækna rekja nokkurn fjölda slysanna til trampolínsgarðs í Kópavogi. Heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar og Kópavogssvæðis fer með eftirlit með garðinum og er hann nú til sérstakrar skoðunar eftir ábendingar frá lögreglu. Fyrirhugað er að fara á vettvang og gera úttekt á svæðinu auk þess að kalla eftir gögnum. Að sögn lögreglu hefur verið farið í fimm útköll vegna slysa í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan.Guðmundur H. EinarssonSkemmtigarðar sem trampolíngarðurinn er flokkaðir sem íþróttahús hjá heilbrigðiseftirlitinu og falla undir reglugerð um hollustuhætti. Fyrir opnun var farið í úttekt á staðnum og athugað hvort frágangur samræmdist 14. gr. reglugerðarinnar en hún kveður að mestu á um hreinlæti en ekki öryggi. Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins segir enga sérstaka öryggisúttekt gerða á svæðum sem þessum enda kveða reglur ekki á um slíkt eftirlit. „Ef það eru til staðlar þá eiga þau að uppfylla staðlana," segir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar og Kópavogssvæðis. Eru til staðlar fyrir svona svæði? „Ég bara get ekki svarað því hér og nú, það er eitt af þessu sem við skoðum. Af því þú nefndir trampolíngarð að þá er þetta fyrsta starfsemin sem við erum með," segir Guðmundur. Þannig það eru engar öryggisprófanir sérstaklega? „Ekki svo mér sé kunnugt. En það getur verið að framleiðandi tækisins hafi mjög góðar leiðbeiningar," segir Guðmundur.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira