Engir öryggisstaðlar fyrir trampolíngarð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2017 20:00 Trampólíngarðurinn í Kópavogi er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu sem hefur farið í fimm útköll í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ekki er gerð sérstök öryggisúttekt á skemmtigörðum sem þessum við opnun enda kveða reglur ekki á um það. Fréttablaðið og Stöð 2 greindu í gær frá stórauknum fjölda trampolínslysa. Í september og október komu fimmtíu einstaklingar á bráðamóttökuna vegna slíkra slysa samanborið við átta á sama tíma í fyrra. Áverkar eru í sumum tilvikum alvarlegir og má að sögn lækna rekja nokkurn fjölda slysanna til trampolínsgarðs í Kópavogi. Heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar og Kópavogssvæðis fer með eftirlit með garðinum og er hann nú til sérstakrar skoðunar eftir ábendingar frá lögreglu. Fyrirhugað er að fara á vettvang og gera úttekt á svæðinu auk þess að kalla eftir gögnum. Að sögn lögreglu hefur verið farið í fimm útköll vegna slysa í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan.Guðmundur H. EinarssonSkemmtigarðar sem trampolíngarðurinn er flokkaðir sem íþróttahús hjá heilbrigðiseftirlitinu og falla undir reglugerð um hollustuhætti. Fyrir opnun var farið í úttekt á staðnum og athugað hvort frágangur samræmdist 14. gr. reglugerðarinnar en hún kveður að mestu á um hreinlæti en ekki öryggi. Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins segir enga sérstaka öryggisúttekt gerða á svæðum sem þessum enda kveða reglur ekki á um slíkt eftirlit. „Ef það eru til staðlar þá eiga þau að uppfylla staðlana," segir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar og Kópavogssvæðis. Eru til staðlar fyrir svona svæði? „Ég bara get ekki svarað því hér og nú, það er eitt af þessu sem við skoðum. Af því þú nefndir trampolíngarð að þá er þetta fyrsta starfsemin sem við erum með," segir Guðmundur. Þannig það eru engar öryggisprófanir sérstaklega? „Ekki svo mér sé kunnugt. En það getur verið að framleiðandi tækisins hafi mjög góðar leiðbeiningar," segir Guðmundur. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Trampólíngarðurinn í Kópavogi er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu sem hefur farið í fimm útköll í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ekki er gerð sérstök öryggisúttekt á skemmtigörðum sem þessum við opnun enda kveða reglur ekki á um það. Fréttablaðið og Stöð 2 greindu í gær frá stórauknum fjölda trampolínslysa. Í september og október komu fimmtíu einstaklingar á bráðamóttökuna vegna slíkra slysa samanborið við átta á sama tíma í fyrra. Áverkar eru í sumum tilvikum alvarlegir og má að sögn lækna rekja nokkurn fjölda slysanna til trampolínsgarðs í Kópavogi. Heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar og Kópavogssvæðis fer með eftirlit með garðinum og er hann nú til sérstakrar skoðunar eftir ábendingar frá lögreglu. Fyrirhugað er að fara á vettvang og gera úttekt á svæðinu auk þess að kalla eftir gögnum. Að sögn lögreglu hefur verið farið í fimm útköll vegna slysa í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan.Guðmundur H. EinarssonSkemmtigarðar sem trampolíngarðurinn er flokkaðir sem íþróttahús hjá heilbrigðiseftirlitinu og falla undir reglugerð um hollustuhætti. Fyrir opnun var farið í úttekt á staðnum og athugað hvort frágangur samræmdist 14. gr. reglugerðarinnar en hún kveður að mestu á um hreinlæti en ekki öryggi. Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins segir enga sérstaka öryggisúttekt gerða á svæðum sem þessum enda kveða reglur ekki á um slíkt eftirlit. „Ef það eru til staðlar þá eiga þau að uppfylla staðlana," segir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar og Kópavogssvæðis. Eru til staðlar fyrir svona svæði? „Ég bara get ekki svarað því hér og nú, það er eitt af þessu sem við skoðum. Af því þú nefndir trampolíngarð að þá er þetta fyrsta starfsemin sem við erum með," segir Guðmundur. Þannig það eru engar öryggisprófanir sérstaklega? „Ekki svo mér sé kunnugt. En það getur verið að framleiðandi tækisins hafi mjög góðar leiðbeiningar," segir Guðmundur.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira