Lítil verðbólga hér ekki merkileg í alþjóðlegu samhengi Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. nóvember 2017 18:30 Vísir/Vilhelm Verðbólga á Íslandi hefur verið undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabanka Íslands í vel á fjórða ár. Hins hafa mörg önnur ríki búið við miklu lengra verðstöðugleikatímabil. Alþjóðlega er verðbólga mjög lág og gengur fyrirbærið undir heitinu týnda verðbólgan. Lág verðbólga hér á landi á síðustu árum skýrist að miklu leyti af alþjóðlegum áhrifum. Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs Íslands fór fram í Gamla bíói í morgun en á fundinum fór Már Guðmundsson seðlabankastjóri yfir peningastefnuna og ástand og horfur í efnahagsmálum hér á landi.Verðbólga á Íslandi hefur verið undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans í tæplega fjögur ár en hún fór undir markmiðið í febrúar 2014 og hefur haldist þar síðan. Margir telja að þetta sé eitthvað séríslenskt fyrirbæri og endurspegli aðeins góðan árangur okkar í hagstjórn en er það svo? Már fjallaði í erindi sínu um týndu verðbólguna en það er alþjóðlegt fyrirbæri sem felst í því að verðbólga hefur verið alþjóðlega mjög lág lengi. Ástralía, Chíle, Ísrael, Kanada, Noregur og Nýja-Sjáland sem öll styðjast við verðbólgumarkmið eru talsvert undir sínum markmiðum og hafa verið lengi. Tékkland er sex prósentustigum yfir markmiði og Svíþjóð er á pari. Flesta þessara ríkja sem styðjast við verðbólgumarkmið hafa verið miklu lengur undir verðbólgumarkmiði en við Íslendingar. Lág verðbólga er semsagt alþjóðlegt fyrirbæri. En hvað skýrir hana? „Þetta er alþjóðavæðingin, meiri hreyfanleiki á vinnuafli yfir landamæri. Þetta eru alþjóðlegar virðiskeðjur. Þetta er aukin samkeppni alþjóðlega, óbeinar hótanir frá vinnuafli í öðrum ríkjum, nýmarkaðsríkjum og annað slíkt og þess vegna sjáum við þessa týndu verðbólgu úti um allt,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hagfræðingurinn Nouriel Roubini, prófessor við New York-háskóla, skrifaði grein fyrr í haust þar sem hann reynir að útskýra ástæður týndu verðbólgunnar. Roubini segir, líkt og Már hér framar, að ástæðurnar séu margþættar. Alþjóðavæðingin hafi tryggt flæði á ódýrri vöru og þjónustu frá Kína og öðrum nýmarkaðsríkjum. Veikari stéttarfélög og lakari samningsstaða launafólks hafi flatt út Phillips-kúrfuna svokölluðu, sem sýnir sambandið milli atvinnuleysis og verðbólgu og er almennt neikvætt. Þá hafi verð á olíu og annarri hrávöru haldist lágt eða verið í verðfalli og að auki nefnir hann tækninýjungar til sögunnar sem hafi lækkað verð á vörum og þjónustu. Sjá grein Roubinis hér. Tengdar fréttir Már: Þurfum að sjá hvernig „hið endanlega evrusvæði lítur út“ áður en við skoðum það aftur Peningastefna með sveigjanlegu gengi virkar miklu betur núna en þegar gjaldmiðlaskýrsla Seðlabankans kom út árið 2012. Þá hafa þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans lagað marga galla sjálfstæðrar peningastefnu. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir ekki tímabært að skoða á ný kosti aðildar að evrusvæðinu á meðan kerfisvandamál svæðisins eru óleyst. 16. nóvember 2017 12:15 Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Verðbólga á Íslandi hefur verið undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabanka Íslands í vel á fjórða ár. Hins hafa mörg önnur ríki búið við miklu lengra verðstöðugleikatímabil. Alþjóðlega er verðbólga mjög lág og gengur fyrirbærið undir heitinu týnda verðbólgan. Lág verðbólga hér á landi á síðustu árum skýrist að miklu leyti af alþjóðlegum áhrifum. Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs Íslands fór fram í Gamla bíói í morgun en á fundinum fór Már Guðmundsson seðlabankastjóri yfir peningastefnuna og ástand og horfur í efnahagsmálum hér á landi.Verðbólga á Íslandi hefur verið undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans í tæplega fjögur ár en hún fór undir markmiðið í febrúar 2014 og hefur haldist þar síðan. Margir telja að þetta sé eitthvað séríslenskt fyrirbæri og endurspegli aðeins góðan árangur okkar í hagstjórn en er það svo? Már fjallaði í erindi sínu um týndu verðbólguna en það er alþjóðlegt fyrirbæri sem felst í því að verðbólga hefur verið alþjóðlega mjög lág lengi. Ástralía, Chíle, Ísrael, Kanada, Noregur og Nýja-Sjáland sem öll styðjast við verðbólgumarkmið eru talsvert undir sínum markmiðum og hafa verið lengi. Tékkland er sex prósentustigum yfir markmiði og Svíþjóð er á pari. Flesta þessara ríkja sem styðjast við verðbólgumarkmið hafa verið miklu lengur undir verðbólgumarkmiði en við Íslendingar. Lág verðbólga er semsagt alþjóðlegt fyrirbæri. En hvað skýrir hana? „Þetta er alþjóðavæðingin, meiri hreyfanleiki á vinnuafli yfir landamæri. Þetta eru alþjóðlegar virðiskeðjur. Þetta er aukin samkeppni alþjóðlega, óbeinar hótanir frá vinnuafli í öðrum ríkjum, nýmarkaðsríkjum og annað slíkt og þess vegna sjáum við þessa týndu verðbólgu úti um allt,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hagfræðingurinn Nouriel Roubini, prófessor við New York-háskóla, skrifaði grein fyrr í haust þar sem hann reynir að útskýra ástæður týndu verðbólgunnar. Roubini segir, líkt og Már hér framar, að ástæðurnar séu margþættar. Alþjóðavæðingin hafi tryggt flæði á ódýrri vöru og þjónustu frá Kína og öðrum nýmarkaðsríkjum. Veikari stéttarfélög og lakari samningsstaða launafólks hafi flatt út Phillips-kúrfuna svokölluðu, sem sýnir sambandið milli atvinnuleysis og verðbólgu og er almennt neikvætt. Þá hafi verð á olíu og annarri hrávöru haldist lágt eða verið í verðfalli og að auki nefnir hann tækninýjungar til sögunnar sem hafi lækkað verð á vörum og þjónustu. Sjá grein Roubinis hér.
Tengdar fréttir Már: Þurfum að sjá hvernig „hið endanlega evrusvæði lítur út“ áður en við skoðum það aftur Peningastefna með sveigjanlegu gengi virkar miklu betur núna en þegar gjaldmiðlaskýrsla Seðlabankans kom út árið 2012. Þá hafa þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans lagað marga galla sjálfstæðrar peningastefnu. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir ekki tímabært að skoða á ný kosti aðildar að evrusvæðinu á meðan kerfisvandamál svæðisins eru óleyst. 16. nóvember 2017 12:15 Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Már: Þurfum að sjá hvernig „hið endanlega evrusvæði lítur út“ áður en við skoðum það aftur Peningastefna með sveigjanlegu gengi virkar miklu betur núna en þegar gjaldmiðlaskýrsla Seðlabankans kom út árið 2012. Þá hafa þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans lagað marga galla sjálfstæðrar peningastefnu. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir ekki tímabært að skoða á ný kosti aðildar að evrusvæðinu á meðan kerfisvandamál svæðisins eru óleyst. 16. nóvember 2017 12:15