Aðal umræðuefnið á kaffistofum landsins þessa dagana er stjórnarmyndun VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, það er alveg sama hvert maður fer alltaf er spurt hvernig líst þér svo á samstarf þessara þriggja flokka? Ég hef ávallt haft það að leiðarljósi að skoða vel fyrirliggjandi gögn áður en ég tek upplýsta ákvörðun og því get ég ekki svarað þessari spurningu fyrr en stjórnarsáttmáli þessara flokka liggur fyrir.
En ég er hugsi, hugsi yfir því hvernig andstæðingar í pólitík geti allt í einu orðið sáttir, án nokkurra breytinga á stefnumálum og ákveðið síðan í sameiningu að kanna hvort að flötur sé fyrir samstarfi í ríkisstjórn. Ef við skoðum stefnuskrár þessara þriggja flokka og berum þær saman, þá kemur í ljós að það er mun fleira sem sundrar þá en sameinar og því verður æ forvitnara að sjá stjórnarsáttmálann, það er að segja ef af honum verður. Ég get einfaldlega ekki beðið.
Þegar ég hugsa um niðurstöður nýafstaðinna kosninga þá finnst mér eins og að fólk hafi gleymt því af hverju kosið var fyrr en áætlað var. Ástæðan er sú að þau skilaboð sem við fengum frá kjósendum voru þau að breytingar eigi að víkja fyrir stöðnun og að frjálslyndi eigi að láta í minni pokann fyrir íhaldssemi. En hvað er það sem veldur því að við fáum þessar niðurstöður er það rík flokkshollusta kjósenda, trú á loforðaflaum margra stjórnmálaflokka eða einfaldlega sú gamla hugsun „það breytist aldrei neitt, sama hvað ég kýs“?
Ég tel að ástæðan sé samblanda af öllum þessum þáttum. Til dæmis ef við trúum á að breytingar geti orðið á samfélagi okkar þá verðum við að vera framsýn og stuðla að nýbreytni í stað flokkshollustu, leggja traust á sum loforð en taka rökfasta umræðu um önnur og hætta að hugsa neikvætt um breytingar því allt er jú hægt ef að viljinn er fyrir hendi.
Við skulum samt vona að sama hvaða ríkisstjórn tekur við, þá mun hún setja almannahagsmuni í öndvegi og breytingar í forgang sem þjóna almenningi, því að með þessu hugarfari er hægt að gera Ísland að landi tækifæranna fyrir komandi kynslóðir.

Hugsum til framtíðar
Skoðun

Valkostir í varnarmálum
Tryggvi Hjaltason skrifar

Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi
Hannes Jónsson skrifar

Rænum frá börnum og flestum skítsama
Björn Ólafsson skrifar

Með opinn faðminn í 75 ár
Guðni Tómasson skrifar

Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði
Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar

Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku
Sigvaldi Einarsson skrifar

Lokum.is
Alma Hafsteinsdóttir skrifar

Að komast frá mömmu og pabba
Ingibjörg Isaksen skrifar

Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Upp með olnbogana!
Eliza Reid skrifar

Að missa sjón þó augun virki
Inga María Ólafsdóttir skrifar

Flosi – sannur fyrirliði
Hannes S. Jónsson skrifar

Því miður, atkvæði þitt fannst ekki
Oddgeir Georgsson skrifar

Stigið fram af festu?
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Óður til Grænlands
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR
Sólveig Guðjónsdóttir skrifar

Skrifræðismartröð í Hæðargarði
Dóra Magnúsdóttir skrifar

Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins
Högni Elfar Gylfason skrifar

Fáni okkar allra...
Eva Þorsteinsdóttir skrifar

Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun
Óli Jón Jónsson skrifar

Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram
Guðmundur Björnsson skrifar

Föstum saman, Ramadan og langafasta
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Auðhumla í Hamraborg
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor
Kristín Heimisdóttir skrifar

Mannlegi rektorinn Silja Bára
Arnar Pálsson skrifar

Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það
Drífa Snædal skrifar

Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk
Bjarni Már Magnússon skrifar

Ó-frjósemi eða val
Matthildur Björnsdóttir skrifar