Bilun hjá 1984: „Gríðarlega alvarlegt mál“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2017 13:56 Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri 1984. Vísir „Við erum langstærsta vefhýsingafyrirtækið á landinu og þetta er því gríðarlega alvarlegt mál,“ segir Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri vefhýsingarfyrirtækisins 1984, sem hefur glímt við alvarlega bilun í dag og í gær. Fyrirtækið hýsir þúsundir vefja en bilun í vélbúnaði hefur gert það að verkum að fjölmargir íslenskir vefir og póstþjónusta liggur niðri. Mörður segir starfsmenn fyrirtækisins vinna sleitulaust að því að setja upp vefsvæði og tölvupóst viðskiptavina fyrirtækisins úr afritum. „Og við munum ekki una okkur hvíldar fyrr en það er í höfn.“ Spurður um orsök bilunarinnar segir hann þau ekki liggja fyrir. „ Það verður rannsóknarefni bæði fyrir okkur og þann sem selur og þjónustar búnaðinn. Við verðum að finna svör við því en það gæti tekið tíma. Okkar meginmarkmið þessa stundina er að tryggja hagsmuni okkar viðskiptavina, að þeir geti notað tölvupóst og vefi sína.“ Hann segir að ekki sé búið að útiloka tölvuárás, þó að það verði að teljast ólíklegt að hans sögn þessa stundina að árás hafi orsakað þessa bilun. „ En það er í sjálfu sér ekkert ómögulegt, það er allt opið.“ Aðspurður segir hann að það muni liggja betur fyrir síðar í dag hvenær sér fyrir endann á viðgerð og að reksturinn komist í samt lag. Meðal fyrirtækja og félagasamtaka sem hýsa vefsíður sínar hjá 1984 eru Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Exton, Kraftur, MustSee.is, Kop.is, Lumex.is, islenskheimili.is, Skessuhorn og Eiríkur Jónsson. Þá eiga fjölmargir einstaklingar í vandræðum og komast ekki í tölvupóstinn sinn. Tengdar fréttir Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. 16. nóvember 2017 09:44 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Við erum langstærsta vefhýsingafyrirtækið á landinu og þetta er því gríðarlega alvarlegt mál,“ segir Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri vefhýsingarfyrirtækisins 1984, sem hefur glímt við alvarlega bilun í dag og í gær. Fyrirtækið hýsir þúsundir vefja en bilun í vélbúnaði hefur gert það að verkum að fjölmargir íslenskir vefir og póstþjónusta liggur niðri. Mörður segir starfsmenn fyrirtækisins vinna sleitulaust að því að setja upp vefsvæði og tölvupóst viðskiptavina fyrirtækisins úr afritum. „Og við munum ekki una okkur hvíldar fyrr en það er í höfn.“ Spurður um orsök bilunarinnar segir hann þau ekki liggja fyrir. „ Það verður rannsóknarefni bæði fyrir okkur og þann sem selur og þjónustar búnaðinn. Við verðum að finna svör við því en það gæti tekið tíma. Okkar meginmarkmið þessa stundina er að tryggja hagsmuni okkar viðskiptavina, að þeir geti notað tölvupóst og vefi sína.“ Hann segir að ekki sé búið að útiloka tölvuárás, þó að það verði að teljast ólíklegt að hans sögn þessa stundina að árás hafi orsakað þessa bilun. „ En það er í sjálfu sér ekkert ómögulegt, það er allt opið.“ Aðspurður segir hann að það muni liggja betur fyrir síðar í dag hvenær sér fyrir endann á viðgerð og að reksturinn komist í samt lag. Meðal fyrirtækja og félagasamtaka sem hýsa vefsíður sínar hjá 1984 eru Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Exton, Kraftur, MustSee.is, Kop.is, Lumex.is, islenskheimili.is, Skessuhorn og Eiríkur Jónsson. Þá eiga fjölmargir einstaklingar í vandræðum og komast ekki í tölvupóstinn sinn.
Tengdar fréttir Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. 16. nóvember 2017 09:44 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. 16. nóvember 2017 09:44