Erlent

Komið að úrslitaviðræðum í Zimbabwe

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Robert Mugabe, forseti Simbabve, ásamt lífvarðasveit sinni.
Robert Mugabe, forseti Simbabve, ásamt lífvarðasveit sinni. Vísir/EPA
Ráðherrar úr ríkisstjórn Suður-Afríku eru mættir til Harare í Zimbabwe. Ætla þeir að reyna að miðla málum milli Robert Mugabe, forseta Zimbabwe, og herforingjunum sem tekið hafa yfir stjórn landsins.

Búist er við því að ráðherrarnir muni freista þess að koma á samkomulagi á milli Mugabe og herforingjanna um framtíðarstjórn landsins, sem og framtíð Mugabe, sem haldið er í stofufangelsi. Hann hefur stýrt ríkinu í 37 ár og er 93 ára gamall.

Í frétt BBC segir að Mugabe vilji ekki segja af sér sem forseti og hann telji sig vera lögmætan leiðtoga ríkisins. Afríkusambandið segir að það muni ekki viðurkenna valdaránið í Zimbabwe og það hafi boðið hernum að stíga til baka og leyfa Mugabe að setjast aftur á valdastól.

Mikil spenna hefur verið í landinu frá því að Mugabe rak í byrjun mánaðar varaforsetann og bandamann sinn til margra ára, Emmerson Mnangagwa, úr embætti. Talið er að Mugabe hafi með brottrekstri Mnangagwa reynt að greiða leið eiginkonu sinnar, hinnar 52 ára Grace Mugabe, þannig að hún gæti tekið við völdum í landinu síðar meir.

Stjórnarflokkurinn í Simbabve, Zanu PF, hefur greint frá því að Mnangagwa hafi tekið við embætti forseta landsins til bráðabirgða eftir að herinn setti Mugabe í stofufangelsi. 


Tengdar fréttir

Segja yfirtökuna ekki vera valdarán

Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×