Hægriöfgamenn sviptir staðfestingu á Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2017 12:29 Reikningur hvíta þjóðernissinnans Richards Spencers er einn þeirra sem Twitter vottar ekki lengur að tilheyri honum. Vísir/AFP Samfélagsmiðillinn Twitter hefur ákveðið að svipta áberandi boðbera hægriöfgastefnu vottun á miðlinum. Á meðal þeirra sem Twitter veitir ekki lengur staðfestingu er einn skipuleggjenda samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í Bandaríkjunum í sumar sem endaði með óreirðum og dauða mótmælanda. Þekktir einstaklingar geta fengið sérstaka vottun frá Twitter sem staðfestir hver stendur að baki honum. Vottunin birtist sem blár hringur sem hakað er við í forritinu. Hver sem er hefur þó getað fengið slíka vottun frá því í fyrra. Stjórnendur Twitter segja að notendur hafi túlkað vottunina sem stuðning eða viðurkenningu á mikilvægi þeirra einstaklinga sem fá hana. Þess vegna hafi þeir ákveðið að breyta fyrirkomulaginu á henni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þeir hafi tekið vottunina af notendum sem brjóti gegn skilmálum Twitter. Gagnrýnt hefur verið að þekktir öfgamenn hafi fengið vottun af þessu tagi á Twitter. Nú hefur Twitter svipt menn eins og Jason Kessler, sem kom að skipulagningu samkomunnar í Charlottesville í ágúst, og Richard Spencer, leiðtoga hvítra þjóðernissina í Bandaríkjunum, vottuninni. Tommy Robinson, stofnandi Enska þjóðvarðliðsins, hefur einnig misst sína vottun. Skilmálar Twitter kveða á um að notendur geti misst vottun ef þeir kynda undir hatur á grundvelli kynþáttar, þjóðernis, uppruna, kynhneigðar, kyns, kynvitundar, trúar, aldurs, fötlunar eða sjúkdóms. Stjórnendur Twitter segir að einnig sé tekið tillit til hegðunar notenda utan samfélagsmiðilsins. Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Twitter hefur ákveðið að svipta áberandi boðbera hægriöfgastefnu vottun á miðlinum. Á meðal þeirra sem Twitter veitir ekki lengur staðfestingu er einn skipuleggjenda samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í Bandaríkjunum í sumar sem endaði með óreirðum og dauða mótmælanda. Þekktir einstaklingar geta fengið sérstaka vottun frá Twitter sem staðfestir hver stendur að baki honum. Vottunin birtist sem blár hringur sem hakað er við í forritinu. Hver sem er hefur þó getað fengið slíka vottun frá því í fyrra. Stjórnendur Twitter segja að notendur hafi túlkað vottunina sem stuðning eða viðurkenningu á mikilvægi þeirra einstaklinga sem fá hana. Þess vegna hafi þeir ákveðið að breyta fyrirkomulaginu á henni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þeir hafi tekið vottunina af notendum sem brjóti gegn skilmálum Twitter. Gagnrýnt hefur verið að þekktir öfgamenn hafi fengið vottun af þessu tagi á Twitter. Nú hefur Twitter svipt menn eins og Jason Kessler, sem kom að skipulagningu samkomunnar í Charlottesville í ágúst, og Richard Spencer, leiðtoga hvítra þjóðernissina í Bandaríkjunum, vottuninni. Tommy Robinson, stofnandi Enska þjóðvarðliðsins, hefur einnig misst sína vottun. Skilmálar Twitter kveða á um að notendur geti misst vottun ef þeir kynda undir hatur á grundvelli kynþáttar, þjóðernis, uppruna, kynhneigðar, kyns, kynvitundar, trúar, aldurs, fötlunar eða sjúkdóms. Stjórnendur Twitter segir að einnig sé tekið tillit til hegðunar notenda utan samfélagsmiðilsins.
Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira