Már: Þurfum að sjá hvernig „hið endanlega evrusvæði lítur út“ áður en við skoðum það aftur Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. nóvember 2017 12:15 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/Anton Brink Peningastefna með sveigjanlegu gengi virkar miklu betur núna en þegar gjaldmiðlaskýrsla Seðlabankans kom út árið 2012. Þá hafa þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans lagað marga galla sjálfstæðrar peningastefnu. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir ekki tímabært að skoða á ný kosti aðildar að evrusvæðinu á meðan kerfisvandamál svæðisins eru óleyst. Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs Íslands fór fram í Gamla bíói í morgun en á fundinum fór Már Guðmundsson seðlabankastjóri yfir peningastefnuna og ástand og horfur í efnahagsmálum hér á landi.Flestir kvarta undan krónunni Á fundinum voru spiluð viðtöl við stjórnendur fyrirtækja í viðskiptalífinu um peningastefnuna. Tónninn í málflutningi þeirra var mjög kunnuglegur og í raun endurtekið efni. Flestir þeirra kvörtuðu undan óstöðugleika sem fylgir íslensku krónunni. Erfitt væri að gera viðskiptaáætlanir fram í tímann og sveiflurnar sköpuðu ýmis rekstrartengd vandamál. Margir þeirra kölluðu beint eða óbeint eftir upptöku annars gjaldmiðils eða fastgengisstefnu. Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda var þó á því að íslenska krónan með sjálfstæðri peningastefnu hentaði best. Már Guðmundsson seðlabankastjóri fór yfir í sínu erindi hvað hefði breyst síðan skýrsla Seðlabanka Íslands um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum kom út haustið 2012. „Við vissum að sá möguleiki væri fyrir að hendi að þær umbætur sem ráðist yrði í við framkvæmd peningastefnunnar myndu leiða til þess að peningastefnan myndi virka betur. Við vissum líka að við næðum verðbólguvæntingum niður í verðbólgumarkmið þá myndi hún líka byrja að virka betur. Það sem hefur gerst er að það voru bæði hér höft sem drógu úr fjármagnshreyfingum. Við erum líka með virk innstreymishöft núna sem gera það að verkum að það sem hér áður fyrr var að valda því að gengið var að sveiflast mjög mikið, án þess að það skýrðist af innlendum efnahagsaðstæðum, voru óstöðugar fjármagnshreyfingar inn og út úr landinu. Það hefur dregið úr því og þess vegna næst þessi niðurstaða að sveigjanlegt gengi virkar mun betur,“ segir Már. Sömu valkostir bestir núna líkt og þá Már segir að staðan sé ennþá sú að tveir valkostir séu skynsamlegastir líkt og þegar skýrslan kom út. Króna með sjálfstæðri peningastefnu eða upptaka evru með aðild að Evrópska myntbandalaginu. „Ég held að það hafi ekkert breyst frá þessari gjaldmiðlaskýrslu, það voru þessir tveir kostir. Varðandi hinn kostinn, aðild að evrusvæðinu, þá komu fram gallar á evrusvæðinu sem unnið er að því að bæta og þá kannski skánar það. Staðan þar er auðvitað að batna en það breytir því ekki að það eru ákveðnir kostir eins og aðgangur að miklu stærri fjármagnsmarkaði án gengisáhættu, aðgangur að sameiginlegu fjárhagslegu öryggisneti með ECB (Evrópska seðlabankann) sem lánveitanda til þrautavara og svo framvegis. En eins og er þýðir ekki mikið að fara að skoða það því ég myndi telja að við vildum sjá hvernig hið endanlega evrusvæði lítur út áður en við förum í mikla skoðun á því aftur eins og við gerðum 2012,“ segir Már. Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Peningastefna með sveigjanlegu gengi virkar miklu betur núna en þegar gjaldmiðlaskýrsla Seðlabankans kom út árið 2012. Þá hafa þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans lagað marga galla sjálfstæðrar peningastefnu. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir ekki tímabært að skoða á ný kosti aðildar að evrusvæðinu á meðan kerfisvandamál svæðisins eru óleyst. Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs Íslands fór fram í Gamla bíói í morgun en á fundinum fór Már Guðmundsson seðlabankastjóri yfir peningastefnuna og ástand og horfur í efnahagsmálum hér á landi.Flestir kvarta undan krónunni Á fundinum voru spiluð viðtöl við stjórnendur fyrirtækja í viðskiptalífinu um peningastefnuna. Tónninn í málflutningi þeirra var mjög kunnuglegur og í raun endurtekið efni. Flestir þeirra kvörtuðu undan óstöðugleika sem fylgir íslensku krónunni. Erfitt væri að gera viðskiptaáætlanir fram í tímann og sveiflurnar sköpuðu ýmis rekstrartengd vandamál. Margir þeirra kölluðu beint eða óbeint eftir upptöku annars gjaldmiðils eða fastgengisstefnu. Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda var þó á því að íslenska krónan með sjálfstæðri peningastefnu hentaði best. Már Guðmundsson seðlabankastjóri fór yfir í sínu erindi hvað hefði breyst síðan skýrsla Seðlabanka Íslands um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum kom út haustið 2012. „Við vissum að sá möguleiki væri fyrir að hendi að þær umbætur sem ráðist yrði í við framkvæmd peningastefnunnar myndu leiða til þess að peningastefnan myndi virka betur. Við vissum líka að við næðum verðbólguvæntingum niður í verðbólgumarkmið þá myndi hún líka byrja að virka betur. Það sem hefur gerst er að það voru bæði hér höft sem drógu úr fjármagnshreyfingum. Við erum líka með virk innstreymishöft núna sem gera það að verkum að það sem hér áður fyrr var að valda því að gengið var að sveiflast mjög mikið, án þess að það skýrðist af innlendum efnahagsaðstæðum, voru óstöðugar fjármagnshreyfingar inn og út úr landinu. Það hefur dregið úr því og þess vegna næst þessi niðurstaða að sveigjanlegt gengi virkar mun betur,“ segir Már. Sömu valkostir bestir núna líkt og þá Már segir að staðan sé ennþá sú að tveir valkostir séu skynsamlegastir líkt og þegar skýrslan kom út. Króna með sjálfstæðri peningastefnu eða upptaka evru með aðild að Evrópska myntbandalaginu. „Ég held að það hafi ekkert breyst frá þessari gjaldmiðlaskýrslu, það voru þessir tveir kostir. Varðandi hinn kostinn, aðild að evrusvæðinu, þá komu fram gallar á evrusvæðinu sem unnið er að því að bæta og þá kannski skánar það. Staðan þar er auðvitað að batna en það breytir því ekki að það eru ákveðnir kostir eins og aðgangur að miklu stærri fjármagnsmarkaði án gengisáhættu, aðgangur að sameiginlegu fjárhagslegu öryggisneti með ECB (Evrópska seðlabankann) sem lánveitanda til þrautavara og svo framvegis. En eins og er þýðir ekki mikið að fara að skoða það því ég myndi telja að við vildum sjá hvernig hið endanlega evrusvæði lítur út áður en við förum í mikla skoðun á því aftur eins og við gerðum 2012,“ segir Már.
Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira