Hægist hratt á hagvexti í ár vegna minni útflutnings Hörður Ægisson skrifar 16. nóvember 2017 07:30 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. vísir/anton brink Hagvöxtur mun helmingast á þessu ári og verða 3,7 prósent samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans en í spá bankans aðeins þremur mánuðum áður var gert ráð fyrir að vöxturinn yrði 5,2 prósent. Á síðasta ári mældist hagvöxtur á Íslandi 7,4 prósent, sem var mesti vöxtur frá 2007, en nú er útlit fyrir að hann dragist nokkuð hratt saman vegna aukins innflutnings og hægari vaxtar útflutnings. Þar ræður mestu að lengri tíma hefur tekið fyrir sjávarútvegsfyrirtæki að vinna upp framleiðslutap eftir verkfall sjómanna í ársbyrjun og þá hefur dregið hraðar úr vexti þjónustuútflutnings en áætlað var í síðustu spá bankans. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýjasta hefti Peningamála Seðlabanka Íslands sem kom út í gær samhliða því að peningastefnunefnd bankans tilkynnti að vextir yrðu áfram 4,25 prósent. Ákvörðunin var í samræmi við allar birtar spár greinenda en í yfirlýsingu nefndarinnar segir að vísbendingar séu um að „spennan í þjóðarbúskapnum kunni að hafa náð hámarki“. Nefndin bendir á að dregið hafi úr verðhækkunum á húsnæðismarkaði sem aftur muni stuðla að minni verðbólgu haldi sú þróun áfram en á móti fjara áhrif sterks gengis krónunnar.Verðbólga mælist nú 1,9 prósent og hefur verið undir markmiði Seðlabankans samfellt í tæp fjögur ár. Þótt ákvörðun peningastefnunefndarinnar um að halda vöxtum óbreyttum hafi verið viðbúin þá hækkaði ávöxtunarkrafa nokkuð á skuldabréfamarkaði í viðskiptum í gær sem má líklega rekja til þess að miðað við tóninn í yfirlýsingu nefndarinnar telji fjárfestar líkur á að vextir muni lækka minna – og hægar – en áður var búist við. Þá kom einnig fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra að ekki stæði til að gera breytingar alveg á næstunni á innflæðishöftum Seðlabankans en samkvæmt núgildandi reglum þurfa erlendir aðilar sem ætla að fjárfesta í skuldabréfum hér á landi að binda 40 prósent af fjárfestingunni á vaxtalausum reikningum í eitt ár. Mjög hefur dregið úr innflæði fjármagns í ríkisskuldabréf frá því að sú bindiskylda var innleidd sumarið 2016. Gaf Már til kynna að ekki yrðu gerðar breytingar á bindiskyldunni fyrr en afleiðuviðskipti með krónuna hafa verið heimiluð og búið verður að losa að fullu um fjármagnshöftin. Unnið sé að endurskoðun á tæknilegum grunni bindiskyldunnar í Seðlabankanum og tillögum að breytingum á lögum sem varða beitingu hennar. Greiningardeild Arion banka bendir á að það sem veki hvað mesta athygli í uppfærðri þjóðhagsspá sé að Seðlabankinn telji núna að sá mikli viðskiptaafgangur sem hefur verið undanfarin ár fari hratt minnkandi – hann verður fjögur prósent í ár í stað tæpra sex prósenta sem fyrri spá gerði ráð fyrir – og verði orðinn 2,5 prósent af landsframleiðslu eftir tvö ár. Þrátt fyrir þessa þróun þá telur Seðlabankinn engu að síður að svigrúm sé fyrir gengisstyrkingu á komandi árum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hagvöxtur mun helmingast á þessu ári og verða 3,7 prósent samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans en í spá bankans aðeins þremur mánuðum áður var gert ráð fyrir að vöxturinn yrði 5,2 prósent. Á síðasta ári mældist hagvöxtur á Íslandi 7,4 prósent, sem var mesti vöxtur frá 2007, en nú er útlit fyrir að hann dragist nokkuð hratt saman vegna aukins innflutnings og hægari vaxtar útflutnings. Þar ræður mestu að lengri tíma hefur tekið fyrir sjávarútvegsfyrirtæki að vinna upp framleiðslutap eftir verkfall sjómanna í ársbyrjun og þá hefur dregið hraðar úr vexti þjónustuútflutnings en áætlað var í síðustu spá bankans. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýjasta hefti Peningamála Seðlabanka Íslands sem kom út í gær samhliða því að peningastefnunefnd bankans tilkynnti að vextir yrðu áfram 4,25 prósent. Ákvörðunin var í samræmi við allar birtar spár greinenda en í yfirlýsingu nefndarinnar segir að vísbendingar séu um að „spennan í þjóðarbúskapnum kunni að hafa náð hámarki“. Nefndin bendir á að dregið hafi úr verðhækkunum á húsnæðismarkaði sem aftur muni stuðla að minni verðbólgu haldi sú þróun áfram en á móti fjara áhrif sterks gengis krónunnar.Verðbólga mælist nú 1,9 prósent og hefur verið undir markmiði Seðlabankans samfellt í tæp fjögur ár. Þótt ákvörðun peningastefnunefndarinnar um að halda vöxtum óbreyttum hafi verið viðbúin þá hækkaði ávöxtunarkrafa nokkuð á skuldabréfamarkaði í viðskiptum í gær sem má líklega rekja til þess að miðað við tóninn í yfirlýsingu nefndarinnar telji fjárfestar líkur á að vextir muni lækka minna – og hægar – en áður var búist við. Þá kom einnig fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra að ekki stæði til að gera breytingar alveg á næstunni á innflæðishöftum Seðlabankans en samkvæmt núgildandi reglum þurfa erlendir aðilar sem ætla að fjárfesta í skuldabréfum hér á landi að binda 40 prósent af fjárfestingunni á vaxtalausum reikningum í eitt ár. Mjög hefur dregið úr innflæði fjármagns í ríkisskuldabréf frá því að sú bindiskylda var innleidd sumarið 2016. Gaf Már til kynna að ekki yrðu gerðar breytingar á bindiskyldunni fyrr en afleiðuviðskipti með krónuna hafa verið heimiluð og búið verður að losa að fullu um fjármagnshöftin. Unnið sé að endurskoðun á tæknilegum grunni bindiskyldunnar í Seðlabankanum og tillögum að breytingum á lögum sem varða beitingu hennar. Greiningardeild Arion banka bendir á að það sem veki hvað mesta athygli í uppfærðri þjóðhagsspá sé að Seðlabankinn telji núna að sá mikli viðskiptaafgangur sem hefur verið undanfarin ár fari hratt minnkandi – hann verður fjögur prósent í ár í stað tæpra sex prósenta sem fyrri spá gerði ráð fyrir – og verði orðinn 2,5 prósent af landsframleiðslu eftir tvö ár. Þrátt fyrir þessa þróun þá telur Seðlabankinn engu að síður að svigrúm sé fyrir gengisstyrkingu á komandi árum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira