Erlent

Íslendingar í Simbabve beðnir um að láta vita af sér

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Herinn lokaði af öllum götum sem leiddu að skrifstofu forsetans.
Herinn lokaði af öllum götum sem leiddu að skrifstofu forsetans. Vísir/Getty
Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga sem kunna að vera í Zimbabwe að láta ættingja og vini vita af sér. Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðuneytisins.

Þar segir að fólk skuli hafa samband við borgaraþjónustu ráðuneytisins ef aðstoðar er þörf í síma 545-9900. Sænska sendiráðið í Harare mun aðstoða alla norræna ríkisborgara sem þurfa á aðstoð að halda.

Herinn í Simbabve tók í nótt yfir ríkisfjölmiðil landsins og hafa heyrst skothljóð og sprengingar í höfuðborginni Harare. Hershöfðingi birtist á skjám Simbabvemanna þar sem hann fullyrti að valdarán standi ekki yfir og að forsetinn og fjölskylda hans væri örugg.

Robert Mugabe, forseti Simbabve frá árinu 1980, er nú í haldi og heill á húfi samkvæmt Twitter-síðu valdaflokksins Zanu PF.


Tengdar fréttir

Segja yfirtökuna ekki vera valdarán

Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×