Áhorfendur kalla eftir brottrekstri sannsöguls fréttaþular Fox Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2017 19:06 Shepard Smith. Vísir/Getty Shepard Smith, fréttaþulur Fox News, gerði áhorfendur Fox reiða í gær með því að fara yfir vinsæla samsæriskenningu um Hillary Clinton og útskýra af hverju hún væri röng. Í leiðinni benti hann á röng ummæli Donald Trump og þingmanna Repúblikanaflokksins. Trump og þingmenn flokksins hafa reynt að nota samsæriskenninguna til þess að fá sérstakan saksóknara skipaðan til að rannsaka Hillary Clinton. Einhverjir áhorfendur hafa stungið upp á því að Smith verði rekinn fyrir greininguna. Umrædd kenning kallast Uranium One, eftir Suðurafrísku námufyrirtæki sem er ekki lengur til. Kenningin hefur verið notuð til að saka Hillary Clinton um að taka við peningum í gegnum góðgerðasamtök sín fyrir að selja fimmtung af úraníumi Bandaríkjanna til Rússlands. Hún hefur reynst langlíf og það þrátt fyrir tilraunir fjölmargra aðila og fjölmiðla til að benda á hið rétta. Það er meðal annars vegna þess að margir þáttastjórnendur Fox hafa ýtt undir kenninguna og um langt skeið.Þar að auki hefur Donald Trump ítrekað talað um málið og líkt því við Watergate-hneykslið. Í frétt Washington Post segir að engum hafi grunað að starfsmaður Fox myndi einnig benda á rangfærslurnar í samsæriskenningunni.Yfirferð Smith má sjá hér að neðan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Smith tekur aðra stefnu en samstarfsmenn sínir hjá Fox. Samstarfsmaður hans, Sean Hannity, hefur til að mynda sagt Smith vera andsnúinn Trump.Varðandi þessa tiltekna kenningu hefur Fox gert henni sérstaklega hátt undir höfði að undanförnu. Tucker Carlson hefur kallað málið „hinn raunverulega Rússa-skandal og einungis nokkrum klukkustundum eftir umfjöllun Smith fjallaði Sean Hannity enn einu sinni um Uranium One. Hannity lofaði áhorfendum sínum að svipta hulunni af samsærinu sagði meðal annars: „Við vitum að lög voru brotin. Við vitum að glæpir voru framdir. Sönnunargögnin eru yfirþyrmandi. Þau eru óvéfengjanleg.“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Shepard Smith, fréttaþulur Fox News, gerði áhorfendur Fox reiða í gær með því að fara yfir vinsæla samsæriskenningu um Hillary Clinton og útskýra af hverju hún væri röng. Í leiðinni benti hann á röng ummæli Donald Trump og þingmanna Repúblikanaflokksins. Trump og þingmenn flokksins hafa reynt að nota samsæriskenninguna til þess að fá sérstakan saksóknara skipaðan til að rannsaka Hillary Clinton. Einhverjir áhorfendur hafa stungið upp á því að Smith verði rekinn fyrir greininguna. Umrædd kenning kallast Uranium One, eftir Suðurafrísku námufyrirtæki sem er ekki lengur til. Kenningin hefur verið notuð til að saka Hillary Clinton um að taka við peningum í gegnum góðgerðasamtök sín fyrir að selja fimmtung af úraníumi Bandaríkjanna til Rússlands. Hún hefur reynst langlíf og það þrátt fyrir tilraunir fjölmargra aðila og fjölmiðla til að benda á hið rétta. Það er meðal annars vegna þess að margir þáttastjórnendur Fox hafa ýtt undir kenninguna og um langt skeið.Þar að auki hefur Donald Trump ítrekað talað um málið og líkt því við Watergate-hneykslið. Í frétt Washington Post segir að engum hafi grunað að starfsmaður Fox myndi einnig benda á rangfærslurnar í samsæriskenningunni.Yfirferð Smith má sjá hér að neðan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Smith tekur aðra stefnu en samstarfsmenn sínir hjá Fox. Samstarfsmaður hans, Sean Hannity, hefur til að mynda sagt Smith vera andsnúinn Trump.Varðandi þessa tiltekna kenningu hefur Fox gert henni sérstaklega hátt undir höfði að undanförnu. Tucker Carlson hefur kallað málið „hinn raunverulega Rússa-skandal og einungis nokkrum klukkustundum eftir umfjöllun Smith fjallaði Sean Hannity enn einu sinni um Uranium One. Hannity lofaði áhorfendum sínum að svipta hulunni af samsærinu sagði meðal annars: „Við vitum að lög voru brotin. Við vitum að glæpir voru framdir. Sönnunargögnin eru yfirþyrmandi. Þau eru óvéfengjanleg.“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira