Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Vigdís Diljá Óskarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 14:39 Frá Jökulsárlóni þar sem slysið varð í ágúst 2015. Vísir/Vilhelm Eiginmaður kanadískrar konu sem lést við Jökulsárlón í ágúst 2015 þegar hjólabátur bakkaði yfir hana náði rétt að forða sjálfum sér undan bátnum. Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Slysið varð þegar ákærði ók bátnum yfir konuna sem lést samstundis. Eiginmaður konunnar og sonur þeirra, sem var með í för á slysdegi, báru báðir vitni í gegnum síma í dag. Fjölskyldan var í þyrluferð í Jökulsárlóni þennan dag. Þau stóðu á stóru malarplani og biðu þess að þyrlan, sem hafði farið til að ná í eldsneyti, kæmi aftur. „Við stöndum þarna þrjú saman og horfum á þyrluna. Þetta er stórt svæði, það var enginn í kringum okkur, engin skilti og engin girðing.“Bakkmyndavélin biluð Báturinn sem ákærði stýrði er svokallaður hjólabátur sem bæði ekur á landi og siglir á sjó. Slysið varð á malarplani þegar ákærði bakkaði bátnum og hugðist í framhaldi sigla á lóninu. Í skýrslutöku ákærða kom fram að hann hefði aldrei orðið var við fólk í kringum bátinn en bakkmyndavél bátsins var biluð þennan dag. Þá á starfsmaður á landi að ganga með bátnum og gæta þess að enginn vegfarandi sé nálægur. Sá starfsmaður sagðist fyrir dómi ekki geta staðfest hvort hann hafi séð allt sem var fyrir aftan bátinn. Eiginmaður konunar sem lést sagði að fjölskyldan hefði staðið framan við þyrluna eftir að hún lenti og beðið eftir að spaðarnir myndu stöðvast. „Allt í einu bakkaði farartæki á okkur. Þetta gerðist svo hratt. Ég og konan mín féllum niður.“ Sonur hjónanna fékk bátinn í sig en féll ekki.Svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis Eiginmaðurinn lýsti því hvernig hann hefði rétt náð að forða sjálfum sér. Hann hafi legið á bakinu og náð að snúa sér þannig að farartækið hafi ekið rétt fram hjá nefinu á honum. ,,Konan mín lá á maganum og beint fyrir aftan dekkið sem fór svo yfir hana. Síðustu orðin hennar voru „Hvað er að gerast? Guð minn góður,“ og svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis.“ Sonur hjónanna hljóp fram fyrir bátinn og gerði skipstjóra viðvart með því að berja í bátinn og hrópa en eins og áður segir lést konan samstundis. Ákærða er gefið að sök að hafa ekki sýnt nægilega aðgæslu þegar hann bakkaði bátnum. Fyrir dómi lýsti ákærði því að hann hefði varla getað sýnt meiri aðgát en hann gerði. Aðalmeðferð málsins heldur áfram í dag og á morgun. Tengdar fréttir Segir kanadísku konuna hafa sýnt af sér vítavert gáleysi Treysti á leiðbeiningar frá starfsmanni á palli sem átti að fylgjast með því sem var fyrir aftan hjólabátinn við Jökulsárlón. 21. september 2017 15:28 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Eiginmaður kanadískrar konu sem lést við Jökulsárlón í ágúst 2015 þegar hjólabátur bakkaði yfir hana náði rétt að forða sjálfum sér undan bátnum. Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Slysið varð þegar ákærði ók bátnum yfir konuna sem lést samstundis. Eiginmaður konunnar og sonur þeirra, sem var með í för á slysdegi, báru báðir vitni í gegnum síma í dag. Fjölskyldan var í þyrluferð í Jökulsárlóni þennan dag. Þau stóðu á stóru malarplani og biðu þess að þyrlan, sem hafði farið til að ná í eldsneyti, kæmi aftur. „Við stöndum þarna þrjú saman og horfum á þyrluna. Þetta er stórt svæði, það var enginn í kringum okkur, engin skilti og engin girðing.“Bakkmyndavélin biluð Báturinn sem ákærði stýrði er svokallaður hjólabátur sem bæði ekur á landi og siglir á sjó. Slysið varð á malarplani þegar ákærði bakkaði bátnum og hugðist í framhaldi sigla á lóninu. Í skýrslutöku ákærða kom fram að hann hefði aldrei orðið var við fólk í kringum bátinn en bakkmyndavél bátsins var biluð þennan dag. Þá á starfsmaður á landi að ganga með bátnum og gæta þess að enginn vegfarandi sé nálægur. Sá starfsmaður sagðist fyrir dómi ekki geta staðfest hvort hann hafi séð allt sem var fyrir aftan bátinn. Eiginmaður konunar sem lést sagði að fjölskyldan hefði staðið framan við þyrluna eftir að hún lenti og beðið eftir að spaðarnir myndu stöðvast. „Allt í einu bakkaði farartæki á okkur. Þetta gerðist svo hratt. Ég og konan mín féllum niður.“ Sonur hjónanna fékk bátinn í sig en féll ekki.Svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis Eiginmaðurinn lýsti því hvernig hann hefði rétt náð að forða sjálfum sér. Hann hafi legið á bakinu og náð að snúa sér þannig að farartækið hafi ekið rétt fram hjá nefinu á honum. ,,Konan mín lá á maganum og beint fyrir aftan dekkið sem fór svo yfir hana. Síðustu orðin hennar voru „Hvað er að gerast? Guð minn góður,“ og svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis.“ Sonur hjónanna hljóp fram fyrir bátinn og gerði skipstjóra viðvart með því að berja í bátinn og hrópa en eins og áður segir lést konan samstundis. Ákærða er gefið að sök að hafa ekki sýnt nægilega aðgæslu þegar hann bakkaði bátnum. Fyrir dómi lýsti ákærði því að hann hefði varla getað sýnt meiri aðgát en hann gerði. Aðalmeðferð málsins heldur áfram í dag og á morgun.
Tengdar fréttir Segir kanadísku konuna hafa sýnt af sér vítavert gáleysi Treysti á leiðbeiningar frá starfsmanni á palli sem átti að fylgjast með því sem var fyrir aftan hjólabátinn við Jökulsárlón. 21. september 2017 15:28 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Segir kanadísku konuna hafa sýnt af sér vítavert gáleysi Treysti á leiðbeiningar frá starfsmanni á palli sem átti að fylgjast með því sem var fyrir aftan hjólabátinn við Jökulsárlón. 21. september 2017 15:28
Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent