Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Vigdís Diljá Óskarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 14:39 Frá Jökulsárlóni þar sem slysið varð í ágúst 2015. Vísir/Vilhelm Eiginmaður kanadískrar konu sem lést við Jökulsárlón í ágúst 2015 þegar hjólabátur bakkaði yfir hana náði rétt að forða sjálfum sér undan bátnum. Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Slysið varð þegar ákærði ók bátnum yfir konuna sem lést samstundis. Eiginmaður konunnar og sonur þeirra, sem var með í för á slysdegi, báru báðir vitni í gegnum síma í dag. Fjölskyldan var í þyrluferð í Jökulsárlóni þennan dag. Þau stóðu á stóru malarplani og biðu þess að þyrlan, sem hafði farið til að ná í eldsneyti, kæmi aftur. „Við stöndum þarna þrjú saman og horfum á þyrluna. Þetta er stórt svæði, það var enginn í kringum okkur, engin skilti og engin girðing.“Bakkmyndavélin biluð Báturinn sem ákærði stýrði er svokallaður hjólabátur sem bæði ekur á landi og siglir á sjó. Slysið varð á malarplani þegar ákærði bakkaði bátnum og hugðist í framhaldi sigla á lóninu. Í skýrslutöku ákærða kom fram að hann hefði aldrei orðið var við fólk í kringum bátinn en bakkmyndavél bátsins var biluð þennan dag. Þá á starfsmaður á landi að ganga með bátnum og gæta þess að enginn vegfarandi sé nálægur. Sá starfsmaður sagðist fyrir dómi ekki geta staðfest hvort hann hafi séð allt sem var fyrir aftan bátinn. Eiginmaður konunar sem lést sagði að fjölskyldan hefði staðið framan við þyrluna eftir að hún lenti og beðið eftir að spaðarnir myndu stöðvast. „Allt í einu bakkaði farartæki á okkur. Þetta gerðist svo hratt. Ég og konan mín féllum niður.“ Sonur hjónanna fékk bátinn í sig en féll ekki.Svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis Eiginmaðurinn lýsti því hvernig hann hefði rétt náð að forða sjálfum sér. Hann hafi legið á bakinu og náð að snúa sér þannig að farartækið hafi ekið rétt fram hjá nefinu á honum. ,,Konan mín lá á maganum og beint fyrir aftan dekkið sem fór svo yfir hana. Síðustu orðin hennar voru „Hvað er að gerast? Guð minn góður,“ og svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis.“ Sonur hjónanna hljóp fram fyrir bátinn og gerði skipstjóra viðvart með því að berja í bátinn og hrópa en eins og áður segir lést konan samstundis. Ákærða er gefið að sök að hafa ekki sýnt nægilega aðgæslu þegar hann bakkaði bátnum. Fyrir dómi lýsti ákærði því að hann hefði varla getað sýnt meiri aðgát en hann gerði. Aðalmeðferð málsins heldur áfram í dag og á morgun. Tengdar fréttir Segir kanadísku konuna hafa sýnt af sér vítavert gáleysi Treysti á leiðbeiningar frá starfsmanni á palli sem átti að fylgjast með því sem var fyrir aftan hjólabátinn við Jökulsárlón. 21. september 2017 15:28 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Eiginmaður kanadískrar konu sem lést við Jökulsárlón í ágúst 2015 þegar hjólabátur bakkaði yfir hana náði rétt að forða sjálfum sér undan bátnum. Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Slysið varð þegar ákærði ók bátnum yfir konuna sem lést samstundis. Eiginmaður konunnar og sonur þeirra, sem var með í för á slysdegi, báru báðir vitni í gegnum síma í dag. Fjölskyldan var í þyrluferð í Jökulsárlóni þennan dag. Þau stóðu á stóru malarplani og biðu þess að þyrlan, sem hafði farið til að ná í eldsneyti, kæmi aftur. „Við stöndum þarna þrjú saman og horfum á þyrluna. Þetta er stórt svæði, það var enginn í kringum okkur, engin skilti og engin girðing.“Bakkmyndavélin biluð Báturinn sem ákærði stýrði er svokallaður hjólabátur sem bæði ekur á landi og siglir á sjó. Slysið varð á malarplani þegar ákærði bakkaði bátnum og hugðist í framhaldi sigla á lóninu. Í skýrslutöku ákærða kom fram að hann hefði aldrei orðið var við fólk í kringum bátinn en bakkmyndavél bátsins var biluð þennan dag. Þá á starfsmaður á landi að ganga með bátnum og gæta þess að enginn vegfarandi sé nálægur. Sá starfsmaður sagðist fyrir dómi ekki geta staðfest hvort hann hafi séð allt sem var fyrir aftan bátinn. Eiginmaður konunar sem lést sagði að fjölskyldan hefði staðið framan við þyrluna eftir að hún lenti og beðið eftir að spaðarnir myndu stöðvast. „Allt í einu bakkaði farartæki á okkur. Þetta gerðist svo hratt. Ég og konan mín féllum niður.“ Sonur hjónanna fékk bátinn í sig en féll ekki.Svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis Eiginmaðurinn lýsti því hvernig hann hefði rétt náð að forða sjálfum sér. Hann hafi legið á bakinu og náð að snúa sér þannig að farartækið hafi ekið rétt fram hjá nefinu á honum. ,,Konan mín lá á maganum og beint fyrir aftan dekkið sem fór svo yfir hana. Síðustu orðin hennar voru „Hvað er að gerast? Guð minn góður,“ og svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis.“ Sonur hjónanna hljóp fram fyrir bátinn og gerði skipstjóra viðvart með því að berja í bátinn og hrópa en eins og áður segir lést konan samstundis. Ákærða er gefið að sök að hafa ekki sýnt nægilega aðgæslu þegar hann bakkaði bátnum. Fyrir dómi lýsti ákærði því að hann hefði varla getað sýnt meiri aðgát en hann gerði. Aðalmeðferð málsins heldur áfram í dag og á morgun.
Tengdar fréttir Segir kanadísku konuna hafa sýnt af sér vítavert gáleysi Treysti á leiðbeiningar frá starfsmanni á palli sem átti að fylgjast með því sem var fyrir aftan hjólabátinn við Jökulsárlón. 21. september 2017 15:28 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Segir kanadísku konuna hafa sýnt af sér vítavert gáleysi Treysti á leiðbeiningar frá starfsmanni á palli sem átti að fylgjast með því sem var fyrir aftan hjólabátinn við Jökulsárlón. 21. september 2017 15:28
Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58