Gagnrýnendur tvístraðir í afstöðu gagnvart Justice League Birgir Olgeirsson skrifar 15. nóvember 2017 14:29 Justice League segir frá baráttu Batman, Wonder Woman, Cyborg, The Flash og Aquaman við illmennið Steppenwolf. IMDB Stórmyndin Justice League verður frumsýnd hér á landi á föstudag en ytra hafa nokkrir gagnrýnendur birt umsagnir um myndina. Þar fær hún ýmist hrós eða last en búist er við því að flestir áhorfendur eigi eftir að geta notið hennar. Myndin kostaði um 300 milljónir dollara, eða því sem nemur um 30 milljörðum íslenskra króna, og var að að hluta til tekin upp hér á landi um haustið 2016, nánar tiltekið á Djúpavík á Vestfjörðum. Justice League segir frá baráttu Batman, Wonder Woman, Cyborg, The Flash og Aquaman við illmennið Steppenwolf. Myndin er framhald af Batman v Superman: Dawn of Justice þar sem Superman sjálfur fórnaði lífi sínu til að stöðva ófreskjuna Doomsday.IMDBÁ vef Telegraph hafa verið teknar saman umsagnir gagnrýnenda um myndina. Gagnrýnendur í Evrópu telja myndina vera vonbrigði, í Kanada en myndin fær hlýlegri móttökur hjá gagnrýnendum í Bandaríkjunum. Á vef Rotten Tomatoes er vanalega birt einkunn um myndir sem byggð er á fjölda neikvæðra og jákvæðra umsagna, en forsvarsmenn vefsins hafa ákveðið að bíða með að gefa upp einkunnina þar til á morgun, en þá mun Rotten Tomatoes kynna til leiks Facebook-myndbandaröð sem nefnist See It/Skip It (Sjáðu hana/Slepptu henni) þar sem einkunn Justice League verður gefin upp. Gagnrýnendur bresku blaðanna Telegraph, Guardian, Independent og Empire voru óánægðir með þessa Justice League.Hún fær eina stjörnu af fimm frá gagnrýnanda The Telegraph. „Myndin er vandræðaleg áhorfs allan tímann,“ ritar gagnrýnandi Telegraph sem segir sögu myndarinnar innihalda svo stórar gloppur að þær minni helst á Miklagljúfur Bandaríkjanna. „Hluti af þér vill bíða og sjá hvernig þær líta út þegar sólin sest.“Gagnrýnandi The Independent gefur myndinni tvær stjörnur af fimm og segir hana með með barnalegri ofurhetjumyndum sem hafa komið út. Hún sói hæfileikum frábærra leikara og fórni persónusköpun fyrir tölvubrellur og segir gagnrýnandinn myndina vera hörmuleg vonbrigði.Myndin fær tvær stjörnur af fimm frá gagnrýnanda The Guardian sem spyr hvort það sé hreinlega tími til að fá George Clooney aftur í hlutverk Batman til að vega upp á móti leiðindunum sem Ben Affleck býður upp á í hlutverki hetjunnar í Justice League.Jason Momoa og Ben Affleck í Justice League.IMDBGagnrýnandi Empire gefur myndinni tvær stjörnu af fimm og segir hana vera ómerkilega tölvubrellusúpu.Gagnrýnandi Forbes segir myndina veita áhorfendum sem kaupa miða á þessa mynd ánægju. Um sé að ræða tveggja klukkustunda langa mynd sem mun kæta bæði unga sem aldna. Hún minni aðdáendur ofurhetja á hvers vegna þeir heilluðustu af þeim í æsku.Variety segir myndina sem fullnægjandi og að hún skili því sem er ætlast til af henni, auðmeltanlegu léttmeti.Globe and Mail gefur myndinni tvær stjörnu af fimm og segir hana einungis staðfesta það hversu mikill eftirbátur kvikmyndasería DC-Comics er þegar kemur að samanburði við Marvel-myndirnar.IGN segir myndina af sína kosti og galla en að hún skili það mikilli skemmtun að það réttlæti meðmæli.Los Angeles Times segir myndina skila sínu og að hún hafi raunverulega áferð ofurhetjumyndar á sér.The Verge segir myndina vera sundurleita en hafi sína kosti.GameSpot segir myndina vera einfalda en góða, innihalda ágætis brandara og frábær hasaratriði. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Leikstjóri Justice League deilir nýjum myndum af tökustað á Íslandi Á myndunum sem Snyder deilir má sjá leikarann Jason Momoa klæddan sem Arthur Curry, sem gengur einnig undir nafninu Aquaman, á Ströndum. 23. nóvember 2016 23:15 Íslandsferð Leðurblökumannsins í fyrirúmi í nýrri stiklu Ný stikla fyrir kvikmyndina Justice League hefur litið dagsins ljós. 25. mars 2017 18:45 Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi Svo virðist sem að haldið hafi verið partý í gær. 15. október 2016 07:04 Bréfberi ógn við Batmanmynd Aðalvarðstjóri í lögreglunni segir póstburðarmann spilla fyrir Strandamönnum með birtingu mynda af tökustað Hollywoodmyndar í Djúpuvík. Pósturinn segir sér hafa verið skipað að fjarlægja myndir af netinu. 14. október 2016 07:00 Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51 Átti erfitt með sjóinn á Íslandi Ben Affleck hafði gaman af því að sjá Jason Momoa þjást vegna kulda. 7. nóvember 2017 10:15 Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Stórmyndin Justice League verður frumsýnd hér á landi á föstudag en ytra hafa nokkrir gagnrýnendur birt umsagnir um myndina. Þar fær hún ýmist hrós eða last en búist er við því að flestir áhorfendur eigi eftir að geta notið hennar. Myndin kostaði um 300 milljónir dollara, eða því sem nemur um 30 milljörðum íslenskra króna, og var að að hluta til tekin upp hér á landi um haustið 2016, nánar tiltekið á Djúpavík á Vestfjörðum. Justice League segir frá baráttu Batman, Wonder Woman, Cyborg, The Flash og Aquaman við illmennið Steppenwolf. Myndin er framhald af Batman v Superman: Dawn of Justice þar sem Superman sjálfur fórnaði lífi sínu til að stöðva ófreskjuna Doomsday.IMDBÁ vef Telegraph hafa verið teknar saman umsagnir gagnrýnenda um myndina. Gagnrýnendur í Evrópu telja myndina vera vonbrigði, í Kanada en myndin fær hlýlegri móttökur hjá gagnrýnendum í Bandaríkjunum. Á vef Rotten Tomatoes er vanalega birt einkunn um myndir sem byggð er á fjölda neikvæðra og jákvæðra umsagna, en forsvarsmenn vefsins hafa ákveðið að bíða með að gefa upp einkunnina þar til á morgun, en þá mun Rotten Tomatoes kynna til leiks Facebook-myndbandaröð sem nefnist See It/Skip It (Sjáðu hana/Slepptu henni) þar sem einkunn Justice League verður gefin upp. Gagnrýnendur bresku blaðanna Telegraph, Guardian, Independent og Empire voru óánægðir með þessa Justice League.Hún fær eina stjörnu af fimm frá gagnrýnanda The Telegraph. „Myndin er vandræðaleg áhorfs allan tímann,“ ritar gagnrýnandi Telegraph sem segir sögu myndarinnar innihalda svo stórar gloppur að þær minni helst á Miklagljúfur Bandaríkjanna. „Hluti af þér vill bíða og sjá hvernig þær líta út þegar sólin sest.“Gagnrýnandi The Independent gefur myndinni tvær stjörnur af fimm og segir hana með með barnalegri ofurhetjumyndum sem hafa komið út. Hún sói hæfileikum frábærra leikara og fórni persónusköpun fyrir tölvubrellur og segir gagnrýnandinn myndina vera hörmuleg vonbrigði.Myndin fær tvær stjörnur af fimm frá gagnrýnanda The Guardian sem spyr hvort það sé hreinlega tími til að fá George Clooney aftur í hlutverk Batman til að vega upp á móti leiðindunum sem Ben Affleck býður upp á í hlutverki hetjunnar í Justice League.Jason Momoa og Ben Affleck í Justice League.IMDBGagnrýnandi Empire gefur myndinni tvær stjörnu af fimm og segir hana vera ómerkilega tölvubrellusúpu.Gagnrýnandi Forbes segir myndina veita áhorfendum sem kaupa miða á þessa mynd ánægju. Um sé að ræða tveggja klukkustunda langa mynd sem mun kæta bæði unga sem aldna. Hún minni aðdáendur ofurhetja á hvers vegna þeir heilluðustu af þeim í æsku.Variety segir myndina sem fullnægjandi og að hún skili því sem er ætlast til af henni, auðmeltanlegu léttmeti.Globe and Mail gefur myndinni tvær stjörnu af fimm og segir hana einungis staðfesta það hversu mikill eftirbátur kvikmyndasería DC-Comics er þegar kemur að samanburði við Marvel-myndirnar.IGN segir myndina af sína kosti og galla en að hún skili það mikilli skemmtun að það réttlæti meðmæli.Los Angeles Times segir myndina skila sínu og að hún hafi raunverulega áferð ofurhetjumyndar á sér.The Verge segir myndina vera sundurleita en hafi sína kosti.GameSpot segir myndina vera einfalda en góða, innihalda ágætis brandara og frábær hasaratriði.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Leikstjóri Justice League deilir nýjum myndum af tökustað á Íslandi Á myndunum sem Snyder deilir má sjá leikarann Jason Momoa klæddan sem Arthur Curry, sem gengur einnig undir nafninu Aquaman, á Ströndum. 23. nóvember 2016 23:15 Íslandsferð Leðurblökumannsins í fyrirúmi í nýrri stiklu Ný stikla fyrir kvikmyndina Justice League hefur litið dagsins ljós. 25. mars 2017 18:45 Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi Svo virðist sem að haldið hafi verið partý í gær. 15. október 2016 07:04 Bréfberi ógn við Batmanmynd Aðalvarðstjóri í lögreglunni segir póstburðarmann spilla fyrir Strandamönnum með birtingu mynda af tökustað Hollywoodmyndar í Djúpuvík. Pósturinn segir sér hafa verið skipað að fjarlægja myndir af netinu. 14. október 2016 07:00 Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51 Átti erfitt með sjóinn á Íslandi Ben Affleck hafði gaman af því að sjá Jason Momoa þjást vegna kulda. 7. nóvember 2017 10:15 Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Leikstjóri Justice League deilir nýjum myndum af tökustað á Íslandi Á myndunum sem Snyder deilir má sjá leikarann Jason Momoa klæddan sem Arthur Curry, sem gengur einnig undir nafninu Aquaman, á Ströndum. 23. nóvember 2016 23:15
Íslandsferð Leðurblökumannsins í fyrirúmi í nýrri stiklu Ný stikla fyrir kvikmyndina Justice League hefur litið dagsins ljós. 25. mars 2017 18:45
Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi Svo virðist sem að haldið hafi verið partý í gær. 15. október 2016 07:04
Bréfberi ógn við Batmanmynd Aðalvarðstjóri í lögreglunni segir póstburðarmann spilla fyrir Strandamönnum með birtingu mynda af tökustað Hollywoodmyndar í Djúpuvík. Pósturinn segir sér hafa verið skipað að fjarlægja myndir af netinu. 14. október 2016 07:00
Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51
Átti erfitt með sjóinn á Íslandi Ben Affleck hafði gaman af því að sjá Jason Momoa þjást vegna kulda. 7. nóvember 2017 10:15
Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30