Ein í kotinu Helga Birgisdóttir skrifar 15. nóvember 2017 11:00 Aðalsöguhetja nýjustu bókar Kristínar Steinsdóttur, Ekki vera sár, er kennslukonan fyrrverandi og eftirlaunaþeginn Imba sem þarf að horfast í augu við það að lífið hefur ekki farið eins og hún hefði kosið. Hér kveður við nýjan tón samanborið við síðustu skáldsögur Kristínar en Ekki vera sár minnir hins vegar um margt á hina stórgóðu Á eigin vegum frá árinu 2006 og einnig fleiri nýlegar bækur um konur sem komnar eru af allra, allra léttasta skeiði. Hér hef ég ekki síst í huga bækur sem falla í flokk maddömubóka (e. matron literature) en þá er um að ræða bækur um konur á aldrinum 45-65 ára sem standa á krossgötum, og finna sig knúnar til að endurmeta líf sitt. Feminísk þemu eru ekki óalgeng í maddömubókum og boðskapurinn oft sá að konur eiga ekki að bíta á jaxlinn og þegja heldur láta í sér heyra – og það er aldrei of seint að gera það. Um þetta fjallar Ekki vera sár því hvað verður um konu þegar hún er komin á eftirlaun, börnin flogin úr hreiðrinu og eiginmaðurinn – með þúsundaþjalaheilkennið – neitar að koma heim úr sumarbústaðnum? Hvað gerist þegar þessi sama kona hefur, að því er virðist, óendanlegan tíma til að gera upp fortíðina, spá í framtíðina og efast um daginn í dag? Ekki vera sár er lágstemmd bók og ljúft að lesa hana. Textinn líður áfram og lesandinn kynnist Imbu og hennar fólki smám saman, bæði í nútíð og fortíð og skilur betur frá kafla til kafla hvers vegna hún er gripin óþoli yfir lífi sínu og tilveru. Einkum var ég hrifin af því að lesa um barnið og unglinginn Imbu en sú frásögn eykur ekki aðeins skilning lesenda á tilfinningum Imbu heldur spegla fortíð og nútíð hvor aðra á fallegan hátt og varpa ljósi á fleiri persónur. Þess utan er Kristín lagin við að setja sig í spor yngri persóna eins og allir vita sem lesið hafa barnabækur hennar. Bernskuminningarnar eru án efa besti hluti bókarinnar. Persónur bókarinnar afmarkast við ættingja og nánustu vini Imbu. Áhugaverðastir eru faðir aðalsöguhetju og eiginmaður hennar. Faðirinn er sjómaður, ansi blautur, og ræður ekki við ábyrgðina sem því fylgir að vera heimilisfaðir. Imba, sem og aðrir fjölskyldumeðlimir, líður fyrir það og hún ásetur sér að hennar eigin fjölskylda skuli ekki liðast í sundur líka. Þetta er meðal annars ástæða þess að hún hefur lengi setið í óhamingjusömu hjónabandi. Samskipti hjónanna, þeirra Imbu og Jónasar, eru ansi stirð en Jónas er sú persóna sem ég átti hvað erfiðast með að ná tengslum við, fannst hann ekki dreginn nógu skýrum línur. Á hið sama við um börn Imbu en á móti kom að gamlir kærastar og sénsar mynduðu skemmtilegt mótvægi við eiginmanninn og eru jafnframt táknrænir fyrir það hvernig lífið hefði getað orðið.Niðurstaða: Ljúfasta saga og vel þess virði að lesa um konu sem loksins, loksins fer að hugsa um sjálfa sig. Bókmenntir Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Aðalsöguhetja nýjustu bókar Kristínar Steinsdóttur, Ekki vera sár, er kennslukonan fyrrverandi og eftirlaunaþeginn Imba sem þarf að horfast í augu við það að lífið hefur ekki farið eins og hún hefði kosið. Hér kveður við nýjan tón samanborið við síðustu skáldsögur Kristínar en Ekki vera sár minnir hins vegar um margt á hina stórgóðu Á eigin vegum frá árinu 2006 og einnig fleiri nýlegar bækur um konur sem komnar eru af allra, allra léttasta skeiði. Hér hef ég ekki síst í huga bækur sem falla í flokk maddömubóka (e. matron literature) en þá er um að ræða bækur um konur á aldrinum 45-65 ára sem standa á krossgötum, og finna sig knúnar til að endurmeta líf sitt. Feminísk þemu eru ekki óalgeng í maddömubókum og boðskapurinn oft sá að konur eiga ekki að bíta á jaxlinn og þegja heldur láta í sér heyra – og það er aldrei of seint að gera það. Um þetta fjallar Ekki vera sár því hvað verður um konu þegar hún er komin á eftirlaun, börnin flogin úr hreiðrinu og eiginmaðurinn – með þúsundaþjalaheilkennið – neitar að koma heim úr sumarbústaðnum? Hvað gerist þegar þessi sama kona hefur, að því er virðist, óendanlegan tíma til að gera upp fortíðina, spá í framtíðina og efast um daginn í dag? Ekki vera sár er lágstemmd bók og ljúft að lesa hana. Textinn líður áfram og lesandinn kynnist Imbu og hennar fólki smám saman, bæði í nútíð og fortíð og skilur betur frá kafla til kafla hvers vegna hún er gripin óþoli yfir lífi sínu og tilveru. Einkum var ég hrifin af því að lesa um barnið og unglinginn Imbu en sú frásögn eykur ekki aðeins skilning lesenda á tilfinningum Imbu heldur spegla fortíð og nútíð hvor aðra á fallegan hátt og varpa ljósi á fleiri persónur. Þess utan er Kristín lagin við að setja sig í spor yngri persóna eins og allir vita sem lesið hafa barnabækur hennar. Bernskuminningarnar eru án efa besti hluti bókarinnar. Persónur bókarinnar afmarkast við ættingja og nánustu vini Imbu. Áhugaverðastir eru faðir aðalsöguhetju og eiginmaður hennar. Faðirinn er sjómaður, ansi blautur, og ræður ekki við ábyrgðina sem því fylgir að vera heimilisfaðir. Imba, sem og aðrir fjölskyldumeðlimir, líður fyrir það og hún ásetur sér að hennar eigin fjölskylda skuli ekki liðast í sundur líka. Þetta er meðal annars ástæða þess að hún hefur lengi setið í óhamingjusömu hjónabandi. Samskipti hjónanna, þeirra Imbu og Jónasar, eru ansi stirð en Jónas er sú persóna sem ég átti hvað erfiðast með að ná tengslum við, fannst hann ekki dreginn nógu skýrum línur. Á hið sama við um börn Imbu en á móti kom að gamlir kærastar og sénsar mynduðu skemmtilegt mótvægi við eiginmanninn og eru jafnframt táknrænir fyrir það hvernig lífið hefði getað orðið.Niðurstaða: Ljúfasta saga og vel þess virði að lesa um konu sem loksins, loksins fer að hugsa um sjálfa sig.
Bókmenntir Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira