Brynjar hættir á Facebook Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2017 10:54 Víst er að margir eiga eftir að sakna Brynjars af Facebook, hvar hann hefur látið eitt og annað vaða sem farið hefur fyrir brjóstið á fólki. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óttast að samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Brynjar hefur nú gefið út þá yfirlýsingu að hann sé hættur á Facebook. Víst er að hans á eftir að verða saknað af mörgum en ýmsir fjölmiðlar vaka yfir hverju hans orði á samskiptamiðlum og slá því upp enda þar oft á vísan að róa hvað varðar hneykslan tiltekinna hópa. Ástæðan er sú, að mati Brynjars, að margir þekki kaldhæðni aðeins af afspurn.Fólk þekkir ekki kaldhæðni nema af afspurn Brynjar greinir frá því, í kveðjupistli, að áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum haustið 2012 hafi hann ekki verið á samskiptamiðlum og honum hafi bara liðið „fjandi vel.“ En, honum var tjáð að ekki þýddi að vera í stjórnmálum án þess að vera á Facebook sem væri kjörinn vettvangur til að koma skoðunum sínum á framfæri. „Samskipti á Fésbókinni eru vandmeðfarin. Kímnigáfa og skopskyn fólks er mjög mismunandi og sumir bera lítið skynbragð á kaldhæðni og þekkja bara orðið úr orðabókum. Viðbrögðin geta því verið ansi harkaleg og jafnvel ógeðfelld. Einn góður vinur minn sagði að ég gæti lagað það að mestu með því að læra að nota alla þessa bros-og skeifukarla sem í boði eru. Ég óttast að allir þessir samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Sýnist að fólk sé að mestu hætt að tala saman og einu samskiptin eru þegar verið er að sýna hvort öðru eitthvað í símanum. Kannski ekki skrítið að geðheilbrigðimál sé mesta áskorun stjórnmálanna í nánustu framtíð,“ segir Brynjar.Kveður af heilsufarsástæðum Nú er svo komið, að sögn þingmannsins, að hann ætlar að kveðja og það af heilsufarsástæðum. Hann segir að eiginkona hans muni gleðjast. „Og kannski láta sjá sig aftur á meðal fólks og margir samflokksmenn mínir munu draga úr notkun róandi lyfja ef það er ekki orðið of seint. Kannski mun hin magnaða pólitíska hreyfing Pírata ná áttum. Kraftaverkin gerast. Ég mun örugglega sakna ykkar, kæru vinir en nú bíð ég bara eftir að einhver kenni mér að loka þessum fjanda.“ Stutt er síðan Brynjar birti kveðjupistil sinn og þegar hrannast upp ástar- og saknaðarkveðjur á Facebookvegg hans. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óttast að samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Brynjar hefur nú gefið út þá yfirlýsingu að hann sé hættur á Facebook. Víst er að hans á eftir að verða saknað af mörgum en ýmsir fjölmiðlar vaka yfir hverju hans orði á samskiptamiðlum og slá því upp enda þar oft á vísan að róa hvað varðar hneykslan tiltekinna hópa. Ástæðan er sú, að mati Brynjars, að margir þekki kaldhæðni aðeins af afspurn.Fólk þekkir ekki kaldhæðni nema af afspurn Brynjar greinir frá því, í kveðjupistli, að áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum haustið 2012 hafi hann ekki verið á samskiptamiðlum og honum hafi bara liðið „fjandi vel.“ En, honum var tjáð að ekki þýddi að vera í stjórnmálum án þess að vera á Facebook sem væri kjörinn vettvangur til að koma skoðunum sínum á framfæri. „Samskipti á Fésbókinni eru vandmeðfarin. Kímnigáfa og skopskyn fólks er mjög mismunandi og sumir bera lítið skynbragð á kaldhæðni og þekkja bara orðið úr orðabókum. Viðbrögðin geta því verið ansi harkaleg og jafnvel ógeðfelld. Einn góður vinur minn sagði að ég gæti lagað það að mestu með því að læra að nota alla þessa bros-og skeifukarla sem í boði eru. Ég óttast að allir þessir samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Sýnist að fólk sé að mestu hætt að tala saman og einu samskiptin eru þegar verið er að sýna hvort öðru eitthvað í símanum. Kannski ekki skrítið að geðheilbrigðimál sé mesta áskorun stjórnmálanna í nánustu framtíð,“ segir Brynjar.Kveður af heilsufarsástæðum Nú er svo komið, að sögn þingmannsins, að hann ætlar að kveðja og það af heilsufarsástæðum. Hann segir að eiginkona hans muni gleðjast. „Og kannski láta sjá sig aftur á meðal fólks og margir samflokksmenn mínir munu draga úr notkun róandi lyfja ef það er ekki orðið of seint. Kannski mun hin magnaða pólitíska hreyfing Pírata ná áttum. Kraftaverkin gerast. Ég mun örugglega sakna ykkar, kæru vinir en nú bíð ég bara eftir að einhver kenni mér að loka þessum fjanda.“ Stutt er síðan Brynjar birti kveðjupistil sinn og þegar hrannast upp ástar- og saknaðarkveðjur á Facebookvegg hans.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira