Viðskipti innlent

Skora á íslensk stjórnvöld að hætta brotum á EES-samningi

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 365/Anton Brink
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir íslensk stjórnvöld hafa brotið á EES-samningnum vísvitandi með innflutningstakmörkunum á ferskum búvörum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda í kjölfars niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Lúxemborg um að slíkar takmarkanir séu ólögmætar.

Dómstóllinn telur þetta bann ganga gegn ákvæðum EES-samningsins um frjálst vöruflæði. Íslensk löggjöf felur í sér innflutningstakmarkanir á fersku kjöti, ferskum eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk.

Niðurstaða dómstólsins er í samræmi við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli aðildarfélags Samtaka verslunar og þjónustu gegn íslenska ríkinu. Því máli hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og er niðurstöðu að vænta vorið 2018.

„Þessi niðurstaða EFTA-dómstólsins hefur verið fyrirséð lengi og kemur ekki á óvart. Þegar Alþingi ákvað á sínum tíma að viðhalda innflutningsbanni gagnvart ferskum búvörum var það að brjóta EES-samninginn vísvitandi,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.



„Nú getur íslenska ríkið ekki lengur dregið lappirnar í þessu máli. Það þarf einfaldlega að afnema innflutningsbannið og leyfa innflutning á fersku kjöti, eggjum og mjólkurvörum úr ógerilsneyddri mjólk.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×