Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sveinn Arnarsson skrifar 14. nóvember 2017 05:00 Úr Grensáskirkju. vísir/gva Fimm konur hafa kært sr. Ólaf Jóhannsson, sóknarprest í Grensáskirkju, til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Sendu þær bréf til Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, og las hún bréfið upphátt á kirkjuþingi í gær.Þyrí Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna.Konurnar fimm eru allar tengdar kirkjunni nánum böndum og voru í störfum fyrir kirkjuna þegar meint brot voru framin. Konurnar eru Anna Sigríður Helgadóttir, söngkona og fyrrverandi tónlistarstjóri Fríkirkjunnar í Reykjavík, Elín Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Útfararstofu kirkjugarðanna, Guðbjörg Ingólfsdóttir, starfsmaður Kirkjuhúss, sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra með starfsstöð í Grensáskirkju, og Rósa Kristjánsdóttir, djákni og deildarstjóri sálgæslu á Landspítala. Í bréfinu segjast þær bera fullt traust til úrskurðarnefndar kirkjunnar og vilja að sinni bíða með að tjá sig efnislega um málið. Vilja konurnar leggja áherslu á að kirkjan eigi að vera öruggur griðastaður þar sem ofbeldi er ekki liðið og að þessu ofbeldi muni linna. Greinargerð lögmanns sr. Ólafs var birt í fjölmiðlum um helgina. Vilja konurnar fimm meina að gert sé afar lítið úr þeim meintu brotum sem sr. Ólafur er sakaður um. „Í yfirlýsingu lögmanns sr. Ólafs, sem birt hefur verið í fjölmiðlum, hefur því verið haldið fram að atferli hans hafi ekki verið kynferðisleg áreitni, heldur koss á kinn. Brotin sem hann er kærður fyrir eru mun alvarlegri,“ segir í bréfi Þyríar Steingrímsdóttur, lögmanns kvennanna. „Umbjóðendur mínir harma að sr. Ólafur hafi farið til fjölmiðla og veitt villandi og um margt ranga mynd af málinu.“ Á forsíðu Fréttablaðsins þann 21. september var sagt frá því að sr. Ólafur hafi verið sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Mál gegn honum hafi verið rakið fyrir úrskurðarnefnd kirkjunnar árið 2010. Ólafur neitaði í þeirri frétt að um kynferðislega áreitni hefði verið að ræða. Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32 Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fimm konur hafa kært sr. Ólaf Jóhannsson, sóknarprest í Grensáskirkju, til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Sendu þær bréf til Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, og las hún bréfið upphátt á kirkjuþingi í gær.Þyrí Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna.Konurnar fimm eru allar tengdar kirkjunni nánum böndum og voru í störfum fyrir kirkjuna þegar meint brot voru framin. Konurnar eru Anna Sigríður Helgadóttir, söngkona og fyrrverandi tónlistarstjóri Fríkirkjunnar í Reykjavík, Elín Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Útfararstofu kirkjugarðanna, Guðbjörg Ingólfsdóttir, starfsmaður Kirkjuhúss, sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra með starfsstöð í Grensáskirkju, og Rósa Kristjánsdóttir, djákni og deildarstjóri sálgæslu á Landspítala. Í bréfinu segjast þær bera fullt traust til úrskurðarnefndar kirkjunnar og vilja að sinni bíða með að tjá sig efnislega um málið. Vilja konurnar leggja áherslu á að kirkjan eigi að vera öruggur griðastaður þar sem ofbeldi er ekki liðið og að þessu ofbeldi muni linna. Greinargerð lögmanns sr. Ólafs var birt í fjölmiðlum um helgina. Vilja konurnar fimm meina að gert sé afar lítið úr þeim meintu brotum sem sr. Ólafur er sakaður um. „Í yfirlýsingu lögmanns sr. Ólafs, sem birt hefur verið í fjölmiðlum, hefur því verið haldið fram að atferli hans hafi ekki verið kynferðisleg áreitni, heldur koss á kinn. Brotin sem hann er kærður fyrir eru mun alvarlegri,“ segir í bréfi Þyríar Steingrímsdóttur, lögmanns kvennanna. „Umbjóðendur mínir harma að sr. Ólafur hafi farið til fjölmiðla og veitt villandi og um margt ranga mynd af málinu.“ Á forsíðu Fréttablaðsins þann 21. september var sagt frá því að sr. Ólafur hafi verið sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Mál gegn honum hafi verið rakið fyrir úrskurðarnefnd kirkjunnar árið 2010. Ólafur neitaði í þeirri frétt að um kynferðislega áreitni hefði verið að ræða. Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32 Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32
Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54