PCC fær starfsleyfi Umhverfisstofnunar Sveinn Arnarsson skrifar 14. nóvember 2017 06:00 Gert er ráð fyrir að ofninn verði ræstur í byrjun janúar. mynd/gaukur hjartarson Umhverfisstofnun gaf í gær út starfsleyfi fyrir PCC BakkiSilicon hf. til reksturs á kísilveri á Bakka við Húsavík. Fyrirtækið hefur framleiðslu á hrákísli til áframframleiðslu erlendis. Veitt er heimild til framleiðslu á allt að 66 þúsund tonnum af kísli á ári.Hafsteinn Viktorsson„Að fá starfsleyfið er merkur áfangi fyrir fyrirtækið og nú er ekkert í vegi fyrir að gangsetja kísilverið og hefja rekstur um leið og framkvæmdum og prófunum er lokið,“ segir Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC á íslandi. „Bæði Þeistareykir og háspennulínur eru í lokaprufunum og verða til á tíma.“ Aðeins ein umsögn barst um tillöguna um starfsleyfi og kom hún frá Landvernd. Fyrirtækið svaraði flestum af þeim vangaveltum sem birtust í umsögn Landverndar. Í einu tilviki gerði Umhverfisstofnun lagfæringar á tillögu til starfsáætlunar vegna umsagnar Landverndar. Hafsteinn segir ekki langt þar til hægt verði að keyra verksmiðjuna á fullum afköstum. Hins vegar leggur hann áherslu á að verksmiðjan fari ekki í fullan rekstur fyrr en tryggt sé að búnaðurinn virki fullkomlega. „Áætlað er að uppkeyrsluferlið hefjist upp úr miðjum desember en þar sem við erum þetta nálægt jólum og áramótum má reikna með að ofn eitt verði ekki gangsettur fyrr en í byrjun janúar og ofn tvö 4-6 vikum seinna,“ bætir Hafsteinn við. „Við erum ekki að keppast við einhverja dagsetningu, öll áhersla er lögð á að allar prófanir sýni að öll kerfi og öll tæki séu í lagi og tilbúin fyrir rekstur áður en við setjum í gang.“ Kísilverið á Bakka er að 86 prósentum í eigu svissneska móðurfélagsins. Hin tæp fjórtán prósentin eru í eigu fyrirtækisins Bakkastakks. Bakkastakkur er í eigu fimmtán lífeyrissjóða hér á landi auk Íslandsbanka. Starfsleyfið tekur þegar gildi og gildir til 8. nóvember 2033. Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Klippt var á borða í tíðu síðustu ríkisstjórnar.vísir/auðunn Tengdar fréttir Segir Húsvíkinga ekki þurfa að hafa áhyggjur Umhverfisstofnun tilkynnti í dag að hún hefði veitt PCC starfsleyfi fyrir rekstri kísilvers á Bakka við Húsavík. Forstjóri PCC segist finna fyrir miklum stuðningi heimamanna. 13. nóvember 2017 21:15 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Umhverfisstofnun gaf í gær út starfsleyfi fyrir PCC BakkiSilicon hf. til reksturs á kísilveri á Bakka við Húsavík. Fyrirtækið hefur framleiðslu á hrákísli til áframframleiðslu erlendis. Veitt er heimild til framleiðslu á allt að 66 þúsund tonnum af kísli á ári.Hafsteinn Viktorsson„Að fá starfsleyfið er merkur áfangi fyrir fyrirtækið og nú er ekkert í vegi fyrir að gangsetja kísilverið og hefja rekstur um leið og framkvæmdum og prófunum er lokið,“ segir Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC á íslandi. „Bæði Þeistareykir og háspennulínur eru í lokaprufunum og verða til á tíma.“ Aðeins ein umsögn barst um tillöguna um starfsleyfi og kom hún frá Landvernd. Fyrirtækið svaraði flestum af þeim vangaveltum sem birtust í umsögn Landverndar. Í einu tilviki gerði Umhverfisstofnun lagfæringar á tillögu til starfsáætlunar vegna umsagnar Landverndar. Hafsteinn segir ekki langt þar til hægt verði að keyra verksmiðjuna á fullum afköstum. Hins vegar leggur hann áherslu á að verksmiðjan fari ekki í fullan rekstur fyrr en tryggt sé að búnaðurinn virki fullkomlega. „Áætlað er að uppkeyrsluferlið hefjist upp úr miðjum desember en þar sem við erum þetta nálægt jólum og áramótum má reikna með að ofn eitt verði ekki gangsettur fyrr en í byrjun janúar og ofn tvö 4-6 vikum seinna,“ bætir Hafsteinn við. „Við erum ekki að keppast við einhverja dagsetningu, öll áhersla er lögð á að allar prófanir sýni að öll kerfi og öll tæki séu í lagi og tilbúin fyrir rekstur áður en við setjum í gang.“ Kísilverið á Bakka er að 86 prósentum í eigu svissneska móðurfélagsins. Hin tæp fjórtán prósentin eru í eigu fyrirtækisins Bakkastakks. Bakkastakkur er í eigu fimmtán lífeyrissjóða hér á landi auk Íslandsbanka. Starfsleyfið tekur þegar gildi og gildir til 8. nóvember 2033. Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Klippt var á borða í tíðu síðustu ríkisstjórnar.vísir/auðunn
Tengdar fréttir Segir Húsvíkinga ekki þurfa að hafa áhyggjur Umhverfisstofnun tilkynnti í dag að hún hefði veitt PCC starfsleyfi fyrir rekstri kísilvers á Bakka við Húsavík. Forstjóri PCC segist finna fyrir miklum stuðningi heimamanna. 13. nóvember 2017 21:15 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Segir Húsvíkinga ekki þurfa að hafa áhyggjur Umhverfisstofnun tilkynnti í dag að hún hefði veitt PCC starfsleyfi fyrir rekstri kísilvers á Bakka við Húsavík. Forstjóri PCC segist finna fyrir miklum stuðningi heimamanna. 13. nóvember 2017 21:15