Tónlist

Hebbi gerir það sem hann þekkir best og dregur fram reykvélina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nýtt myndband frá Herberti Guðmundssyni.
Nýtt myndband frá Herberti Guðmundssyni.
Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson mun gefa út plötuna Starbright fyrir jólin og er um að ræða plötun í anda áttunda áratugarins eins og Hebbi þekkir svo vel.

Platan hefur að geyma tíu lög en í dag frumsýnir Herbert nýtt tónlistarmyndband við lagið Starbrigth.

Platan hefur verið í vinnslu í rúmt ár og nú sér fyrir endann á því verkefni.

„Ekkert var sparað til við gerð plötunnar og reynt var að vanda til verka og nálgast eins og vel og hægt var hljóðheim áttunda áratugsins eins og ég var að gera þegar ég var að byrja í bransanum með lagið Can't Walk Away,“ segir Herbert í samtali við Vísi.

Lagið Starbright er í spilun á útvarpsstöðvum þessa daganna og móttökurnar hafa verið góðar. Lagið situr t.d. í 11. sæti vinsældarlista Rásar 2 um þessar mundir.

Myndbandið var unnið af Þór Freyssyni hjá Trabant ehf. en Þór framleiddi til að mynda þættina Kórar Íslands á Stöð 2.

Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.