Trump segir samband þeirra Duterte vera frábært Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2017 08:29 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir samband þeirra Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, vera frábært. Fundi forsetanna í Manila hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu.BBC segir ekki ljóst hvort að Trump hafi rætt umtöluð mannréttindabrot á við Duterte, en barátta forsetans filippseyska gegn fíkniefnum hefur vakið mikla athygli um allan heim. Hafa þar þúsundir smyglara, sölumanna og notendur fíkniefna verið teknir af lífi án dóms og laga frá því að Duterte tók við völdum 2016. Stjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta hafði áður gagnrýnt stríð Duterte gegn fíkniefnum, sem talið er að hafi kostað um fjögur þúsund manns lífið. Heimsókn Trump til Filippseyja er síðasti áfangastaður forsetans í tólf daga ferðlagi hans til Asíu, en áður hefur hann heimsótt Japan, Suður-Kóreu, Kína og Víetnam.Söng fyrir Trump Þeir Trump og Duterte hittust fyrst í tengslum við fund ASEAN-ríkja sem nú er haldinn á Filippseyjum. Þeir áttu svo einkafund, en Trump neitaði að svara spurningum fréttamanna hvort mannréttindamál hafi borið þar á góma. Talsmaður Duterte sagði hins vegar svo ekki hafa verið. Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði síðar að stuttlega hafi minnst á mannréttndamál. Trump aðrir leiðtogar sem sækja ASEAN-fundinn hittust á sunnudagskvöldinu í hátíðarkvöldverði þar sem Duterte fór upp á svið til að flytja vinsælt filippseyskt ástarlag. Að flutningi sagðist hann hafa flutt lagið að skipun forseta Bandaríkjanna.#PresidentDuterte sings #Ikaw with #PilitaCorales, upon request of @realDonaldTrump. #Asean2017 pic.twitter.com/VjGCVeOeqG— Karen Jimeno (@AttyKarenJimeno) November 12, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Segja Putin spila með Trump Fyrrverandi hátt settir embættismenn innan leyniþjónusta Bandaríkjanna gagnrýna Trump harðlega. 12. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir samband þeirra Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, vera frábært. Fundi forsetanna í Manila hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu.BBC segir ekki ljóst hvort að Trump hafi rætt umtöluð mannréttindabrot á við Duterte, en barátta forsetans filippseyska gegn fíkniefnum hefur vakið mikla athygli um allan heim. Hafa þar þúsundir smyglara, sölumanna og notendur fíkniefna verið teknir af lífi án dóms og laga frá því að Duterte tók við völdum 2016. Stjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta hafði áður gagnrýnt stríð Duterte gegn fíkniefnum, sem talið er að hafi kostað um fjögur þúsund manns lífið. Heimsókn Trump til Filippseyja er síðasti áfangastaður forsetans í tólf daga ferðlagi hans til Asíu, en áður hefur hann heimsótt Japan, Suður-Kóreu, Kína og Víetnam.Söng fyrir Trump Þeir Trump og Duterte hittust fyrst í tengslum við fund ASEAN-ríkja sem nú er haldinn á Filippseyjum. Þeir áttu svo einkafund, en Trump neitaði að svara spurningum fréttamanna hvort mannréttindamál hafi borið þar á góma. Talsmaður Duterte sagði hins vegar svo ekki hafa verið. Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði síðar að stuttlega hafi minnst á mannréttndamál. Trump aðrir leiðtogar sem sækja ASEAN-fundinn hittust á sunnudagskvöldinu í hátíðarkvöldverði þar sem Duterte fór upp á svið til að flytja vinsælt filippseyskt ástarlag. Að flutningi sagðist hann hafa flutt lagið að skipun forseta Bandaríkjanna.#PresidentDuterte sings #Ikaw with #PilitaCorales, upon request of @realDonaldTrump. #Asean2017 pic.twitter.com/VjGCVeOeqG— Karen Jimeno (@AttyKarenJimeno) November 12, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Segja Putin spila með Trump Fyrrverandi hátt settir embættismenn innan leyniþjónusta Bandaríkjanna gagnrýna Trump harðlega. 12. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Segja Putin spila með Trump Fyrrverandi hátt settir embættismenn innan leyniþjónusta Bandaríkjanna gagnrýna Trump harðlega. 12. nóvember 2017 23:30