„Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ Ingvar Þór Björnsson og Samúel Karl Ólason skrifa 12. nóvember 2017 22:31 Miklar umræður sköpuðust á þungum fundi Vinstri grænna í kvöld. Vísir/Stefán Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. Eins og Vísir greindi frá var fundi flokksins um hvort hefja ætti formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn frestað til morguns. Þingflokkurinn mun funda aftur klukkan eitt á morgun og taka ákvörðun um framhaldið þá. Aðspurð hvort fundurinn hafi verið þungur segir Katrín Jakobsdóttir svo vera. „Já hann var það. Það eru óneitanlega mörg álitamál uppi og það er mjög eðlilegt að það taki tíma að fara yfir þau,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Þá segir hún að mikil umræða hafi skapast. „Þetta var langur fundur eins og títt er hjá okkur í VG. Við fórum yfir stöðuna í þessum óformlegu viðræðum. Það var mikið talað og á endanum ákváðum við að geyma endanlega ákvörðun um málið til morguns,“ segir hún. Katrín segir að hún horfi á þetta út frá málefnum og eðlilegt sé að láta reyna á hvort hægt sé að ná góðum málefnasamning út úr viðræðunum. „Persónulega horfi ég á þetta út frá málefnum og ég tel að við séum ekki komin með neitt í hendurnar enda eru þetta óformlegar þreifingar. Það er mín sannfæring að það sé eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning út úr þessu. Það er í takt við það sem við sögðum fyrir kosningar. Að við séum reiðubúin að vinna með hverjum sem er út frá málefnagrunni.“Sér ekki tilefni til annars en að halda áfram viðræðumKolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segist ekki geta talað fyrir aðra flokksmenn en segir að niðurstaðan muni liggja fyrir á morgun. „Mér finnst, eins og við sögðum fyrir kosningar, að við ættum ekki að útiloka neinn flokk. Ég hef ekki séð neitt ennþá sem gefur tilefni til annars en að halda áfram og kanna um hvaða málefni gæti náðst saman,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Segir hann jafnframt að þetta snúi fyrst og fremst um málefnin. „Það þarf að skoða ákveðna hluti betur og við klárum það á morgun.“Steingrímur mun fylgja formanni og þingflokksformanni þétt að málumSteingrímur J. Sigfússon segir að mikil umræða hafi skapast á fundinum og hann hafi tekið langan tíma. Hann og annar meðlimur þingflokksins hafi sótt fundinn í gegnum síma og það hafi verið óþægilegt og jafnvel spilað inn í töfina. Því var hann á leið suður til Reykjavíkur þegar Vísir náði af honum tali. Varðandi sína stöðu sagðist Steingrímur fylgja „mínum formann og þingflokksformanni þétt að málum. Það er ósköp einfalt. Ég styð það sem þær leggja til.“ Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. Eins og Vísir greindi frá var fundi flokksins um hvort hefja ætti formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn frestað til morguns. Þingflokkurinn mun funda aftur klukkan eitt á morgun og taka ákvörðun um framhaldið þá. Aðspurð hvort fundurinn hafi verið þungur segir Katrín Jakobsdóttir svo vera. „Já hann var það. Það eru óneitanlega mörg álitamál uppi og það er mjög eðlilegt að það taki tíma að fara yfir þau,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Þá segir hún að mikil umræða hafi skapast. „Þetta var langur fundur eins og títt er hjá okkur í VG. Við fórum yfir stöðuna í þessum óformlegu viðræðum. Það var mikið talað og á endanum ákváðum við að geyma endanlega ákvörðun um málið til morguns,“ segir hún. Katrín segir að hún horfi á þetta út frá málefnum og eðlilegt sé að láta reyna á hvort hægt sé að ná góðum málefnasamning út úr viðræðunum. „Persónulega horfi ég á þetta út frá málefnum og ég tel að við séum ekki komin með neitt í hendurnar enda eru þetta óformlegar þreifingar. Það er mín sannfæring að það sé eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning út úr þessu. Það er í takt við það sem við sögðum fyrir kosningar. Að við séum reiðubúin að vinna með hverjum sem er út frá málefnagrunni.“Sér ekki tilefni til annars en að halda áfram viðræðumKolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segist ekki geta talað fyrir aðra flokksmenn en segir að niðurstaðan muni liggja fyrir á morgun. „Mér finnst, eins og við sögðum fyrir kosningar, að við ættum ekki að útiloka neinn flokk. Ég hef ekki séð neitt ennþá sem gefur tilefni til annars en að halda áfram og kanna um hvaða málefni gæti náðst saman,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Segir hann jafnframt að þetta snúi fyrst og fremst um málefnin. „Það þarf að skoða ákveðna hluti betur og við klárum það á morgun.“Steingrímur mun fylgja formanni og þingflokksformanni þétt að málumSteingrímur J. Sigfússon segir að mikil umræða hafi skapast á fundinum og hann hafi tekið langan tíma. Hann og annar meðlimur þingflokksins hafi sótt fundinn í gegnum síma og það hafi verið óþægilegt og jafnvel spilað inn í töfina. Því var hann á leið suður til Reykjavíkur þegar Vísir náði af honum tali. Varðandi sína stöðu sagðist Steingrímur fylgja „mínum formann og þingflokksformanni þétt að málum. Það er ósköp einfalt. Ég styð það sem þær leggja til.“
Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira