Floti sjálfakandi leigubíla að koma á götur Phoenix Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2017 21:00 Tímamót urðu í vikunni í notkun sjálfakandi bíla þegar tilkynnt var í Bandaríkjunum um fyrstu leigubílastöðina þar sem tölvur með gervigreind hafa alfarið tekið yfir hlutverk bílstjóra. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Því hefur verið spáð að samgöngubylting sé handan við hornið með sjálfkeyrandi rafmagnsbílum. Svo hröð er þróunin að nú hefur verið tilkynnt um opnun fyrstu leigubílastöðvarinnar. Fyrirtækið Waymo, sem er í eigu Google, er komið með flota rafbíla af gerðinni Fiat Chrysler Pacifica, sem íbúum Phoenix-borgar í Arizona býðst að panta í gegnum app og fá ókeypis far með í tilraunaskyni á næstu mánuðum.Floti sjálfakandi leigubíla frá Waymo, sem er á leið á götur Phoenix og nágrennis.Mynd/Úr kynningarmyndbandi Waymo.Enginn verður við stýrið en fyrst um sinn mun starfsmaður frá Waymo einnig sitja í bílnum í öryggisskyni. Arizona-ríki var valið vegna þess að þar búið að laga löggjöf að notkun sjálfakandi bíla og þar eru hverfandi líkur á snjókomu og hálku. Tilraunir Waymo með bílinn í snjó og hálku standa reyndar yfir í Michigan þessa dagana. Og Frakkar ætla ekki að gefa sitt eftir í kapphlaupinu um þessa gervigreindartækni. Franska fyrirtækið Navya kynnti þennan bíl í vikunni, og sagði hann fyrsta sjálfstýrða leigubíllinn sem verði til sölu á almennum markaði.Sjálfkeyrandi leigubíll Navya var kynntur í París í vikunni.Mynd/Reuters.Í bílnum eru hvorki stýri, stjórnborð né fótstig, hann tekur sex farþega og nær allt að sjötíu kílómetra hraða. Hann er búinn yfir tuttugu skynjurum, myndavélum og ratsjám sem eiga að hjálpa honum að rata rétta leið án þess að rekast á aðra bíla. Frumsýning sjálfvirkrar rafskutlu í Las Vegas í vikunni endaði hins vegar með árekstri við stóran trukk á fyrstu klukkustund, án þess þó að nokkur meiddist. Áreksturinn í Las Vegas. Lögreglan segir sjálfakandi bílinn saklausan.Mynd/Reuters.Lögreglan segir óhappið alfarið vörubílstjóranum að kenna, hann hafi bakkað utan í rafskutluna, sem stóð kyrr. Tengdar fréttir Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent allra ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. 17. maí 2017 21:30 Sorglegt ef fjármunum sé eytt í úrelt lestakerfi Borgarlína og fluglest eru úrelt þar sem sjálfakandi leigubílar munu taka yfir almenningssamgöngur, segir Frosti Sigurjónsson. 23. maí 2017 21:45 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira
Tímamót urðu í vikunni í notkun sjálfakandi bíla þegar tilkynnt var í Bandaríkjunum um fyrstu leigubílastöðina þar sem tölvur með gervigreind hafa alfarið tekið yfir hlutverk bílstjóra. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Því hefur verið spáð að samgöngubylting sé handan við hornið með sjálfkeyrandi rafmagnsbílum. Svo hröð er þróunin að nú hefur verið tilkynnt um opnun fyrstu leigubílastöðvarinnar. Fyrirtækið Waymo, sem er í eigu Google, er komið með flota rafbíla af gerðinni Fiat Chrysler Pacifica, sem íbúum Phoenix-borgar í Arizona býðst að panta í gegnum app og fá ókeypis far með í tilraunaskyni á næstu mánuðum.Floti sjálfakandi leigubíla frá Waymo, sem er á leið á götur Phoenix og nágrennis.Mynd/Úr kynningarmyndbandi Waymo.Enginn verður við stýrið en fyrst um sinn mun starfsmaður frá Waymo einnig sitja í bílnum í öryggisskyni. Arizona-ríki var valið vegna þess að þar búið að laga löggjöf að notkun sjálfakandi bíla og þar eru hverfandi líkur á snjókomu og hálku. Tilraunir Waymo með bílinn í snjó og hálku standa reyndar yfir í Michigan þessa dagana. Og Frakkar ætla ekki að gefa sitt eftir í kapphlaupinu um þessa gervigreindartækni. Franska fyrirtækið Navya kynnti þennan bíl í vikunni, og sagði hann fyrsta sjálfstýrða leigubíllinn sem verði til sölu á almennum markaði.Sjálfkeyrandi leigubíll Navya var kynntur í París í vikunni.Mynd/Reuters.Í bílnum eru hvorki stýri, stjórnborð né fótstig, hann tekur sex farþega og nær allt að sjötíu kílómetra hraða. Hann er búinn yfir tuttugu skynjurum, myndavélum og ratsjám sem eiga að hjálpa honum að rata rétta leið án þess að rekast á aðra bíla. Frumsýning sjálfvirkrar rafskutlu í Las Vegas í vikunni endaði hins vegar með árekstri við stóran trukk á fyrstu klukkustund, án þess þó að nokkur meiddist. Áreksturinn í Las Vegas. Lögreglan segir sjálfakandi bílinn saklausan.Mynd/Reuters.Lögreglan segir óhappið alfarið vörubílstjóranum að kenna, hann hafi bakkað utan í rafskutluna, sem stóð kyrr.
Tengdar fréttir Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent allra ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. 17. maí 2017 21:30 Sorglegt ef fjármunum sé eytt í úrelt lestakerfi Borgarlína og fluglest eru úrelt þar sem sjálfakandi leigubílar munu taka yfir almenningssamgöngur, segir Frosti Sigurjónsson. 23. maí 2017 21:45 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira
Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent allra ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. 17. maí 2017 21:30
Sorglegt ef fjármunum sé eytt í úrelt lestakerfi Borgarlína og fluglest eru úrelt þar sem sjálfakandi leigubílar munu taka yfir almenningssamgöngur, segir Frosti Sigurjónsson. 23. maí 2017 21:45