Ættleiðingargögn Kristjönu mögulega fölsuð: „Þetta var rosalega skrítið og margar tilfinningar og spurningar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. nóvember 2017 20:00 Kristjana M Finnbogadóttir, sem ættleidd var frá Sri lanka árið 1985, segir fréttir af umfangsmikilli ólöglegri ættleiðingarstarfsemi þar í landi á sama tíma og hún var ættleidd til Íslands vera mikið áfall. Eftir að hafa leitað sér ráðgjafar telur hún að ættleiðingargögn sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma séu líklega fölsuð. Í fréttum okkar á dögunum var sagt frá því að áttatíu og fjögur börn hafi verið ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Hollenskur sjónvarpsþáttur sagði frá því í september að þar hefði um margra ára skeið verið starfrækt svokölluð barnabýli, eða baby farms. Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópu á níunda áratugnum þar sem þriðji aðili hagnaðist á að selja þau. Í sjónvarpsþáttunum Leitinni að upprunanum, sem sýndir eru á Stöð 2, var sögð saga Ásu Magnúsdóttur, sem ættleidd var frá Srí Lanka árið 1985. Þegar hennar mál var skoðað kom í ljós að líklega væru ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð. Kristjana var einnig ættleidd frá Srí Lanka á þessum tíma. Hún segir fréttir af málinu hafa verið mikið áfall. „Þetta var rosalega skrítið og margar tilfinningar og spurningar. Margt ósvarað sem kemur upp í kollinn á manni sem maður veit ekki einu sinni hvort maður fái svör við,“ segir Kristjana. Eftir að hafa heyrt fréttir af málinu leitaði Kristjana til íslenskrar ættleiðingar eftir ráðgjöf sem samtökin bjóða nú vegna þessa. Þá hafði Kristjana einnig samband við Ásu. „Því það er svo rosalega margt líkt í gögnunum okkar. Bæirnir til dæmis og nöfnin, fæðingarstaður. Það virðist allt bara vera það sama. Þannig að við ætlum að hittast á bera saman gögn,“ segir Kristjana en þær voru, eins og fram hefur komið, báðar ættleiddar frá Srí lanka árið 1985. Kristjana segir fjölmargt í ættleiðingar pappírum þeirra ansi líkt. Vegna þessa telur því að mögulega séu ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð. „Ég hef heilmiklar áhyggjur af því en það mun breyta miklu fyrir mig,“ segir Kristjana sem er staðráðin í því að leita uppruna síns. „Við fjölskyldan höfum oft rætt þetta og okkur hefur langað að fara þarna út saman og við stefnum alveg ennþá að því,“ segir Kristjana. Srí Lanka Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Kristjana M Finnbogadóttir, sem ættleidd var frá Sri lanka árið 1985, segir fréttir af umfangsmikilli ólöglegri ættleiðingarstarfsemi þar í landi á sama tíma og hún var ættleidd til Íslands vera mikið áfall. Eftir að hafa leitað sér ráðgjafar telur hún að ættleiðingargögn sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma séu líklega fölsuð. Í fréttum okkar á dögunum var sagt frá því að áttatíu og fjögur börn hafi verið ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Hollenskur sjónvarpsþáttur sagði frá því í september að þar hefði um margra ára skeið verið starfrækt svokölluð barnabýli, eða baby farms. Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópu á níunda áratugnum þar sem þriðji aðili hagnaðist á að selja þau. Í sjónvarpsþáttunum Leitinni að upprunanum, sem sýndir eru á Stöð 2, var sögð saga Ásu Magnúsdóttur, sem ættleidd var frá Srí Lanka árið 1985. Þegar hennar mál var skoðað kom í ljós að líklega væru ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð. Kristjana var einnig ættleidd frá Srí Lanka á þessum tíma. Hún segir fréttir af málinu hafa verið mikið áfall. „Þetta var rosalega skrítið og margar tilfinningar og spurningar. Margt ósvarað sem kemur upp í kollinn á manni sem maður veit ekki einu sinni hvort maður fái svör við,“ segir Kristjana. Eftir að hafa heyrt fréttir af málinu leitaði Kristjana til íslenskrar ættleiðingar eftir ráðgjöf sem samtökin bjóða nú vegna þessa. Þá hafði Kristjana einnig samband við Ásu. „Því það er svo rosalega margt líkt í gögnunum okkar. Bæirnir til dæmis og nöfnin, fæðingarstaður. Það virðist allt bara vera það sama. Þannig að við ætlum að hittast á bera saman gögn,“ segir Kristjana en þær voru, eins og fram hefur komið, báðar ættleiddar frá Srí lanka árið 1985. Kristjana segir fjölmargt í ættleiðingar pappírum þeirra ansi líkt. Vegna þessa telur því að mögulega séu ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð. „Ég hef heilmiklar áhyggjur af því en það mun breyta miklu fyrir mig,“ segir Kristjana sem er staðráðin í því að leita uppruna síns. „Við fjölskyldan höfum oft rætt þetta og okkur hefur langað að fara þarna út saman og við stefnum alveg ennþá að því,“ segir Kristjana.
Srí Lanka Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira