Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2017 10:49 Össur Skarphéðinsson var utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013. Vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og utanríkisráðherra, segir að svo virðist sem að prinsipp Vinstri grænna séu komin á brunaútsölu. Össur segir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann ræðir um óformlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hann er harðorður í garð bæði formanns Vinstri grænna og annarra þingmanna flokksins. Þingflokkur Vinstri grænna mun funda klukkan 16 í dag og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. Óvíst er hvort þingflokkur Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna fundi í dag.Gagnrýnir KatrínuÖssur segir í færslunni að mantra Vinstri grænna hafi frá fyrsta degi verið að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. „Hvernig rímar það við að Katrín Jakobsdóttir virðist líta á það sem helga skyldu sína að leiða Bjarna Benediktsson til valda? Öðru vísi er ekki hægt að túlka höfnun hennar á boði Loga [Einarssonar, formanns Samfylkingar], Þorgerðar [Katrínar Gunnarsdóttir, formanns Viðreisnar]og Þórhildar [Sunnu Ævarsdóttur] pírata um frjálslynda félagshyggjustjórn?“ spyr ráðherrann fyrrverandi. Hann segir að hjá VG virðast öll prinsipp komin á brunaútsölu og að leiðangur Katrínar Jakobsdóttur ganga út á tvennt. „Annars vegar að tryggja sjálfri sér forsætisráðherraembætti og hins vegar sem flesta ráðherrastóla fyrir þingmenn flokksins. Málefnin koma í þriðja sæti – enda aldrei á þau minnst nema til skrauts. Þetta skýrir afhverju engin andstaða rís í þingflokki VG þegar Katrín hafnar félagshyggjustjórn og velur hægri sinnuðustu öflin til fylgilags. Hvar eru til dæmis ungu róttæku þingmennirnir, Kolbeinn Óttarson Proppé og Rósa Björk? Þarf að rifja upp ræður þeirra gegn Panamaprinsunum? Er reynslan þeirra sú að hægri öflunum sé útbærara fé til öryrkja, aldraðra, heilbrigðiskerfisins – svo ekki sé minnst á skólana okkar? Eða blindar kanski vonarglýjan um ráðherrastólana líka augu þeirra? Það er þetta sem gerir stjórnmál líðandi dags merkingarlaus og án innihalds. Það er út af þessu sem traustið minnkar á Alþingi. Hrossakaup af þessu tagi eru partur af siðrofi stjórnmálanna,“ segir Össur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingflokkur VG fundar síðdegis en óvíst með þingflokka D og B Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. 12. nóvember 2017 09:58 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og utanríkisráðherra, segir að svo virðist sem að prinsipp Vinstri grænna séu komin á brunaútsölu. Össur segir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann ræðir um óformlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hann er harðorður í garð bæði formanns Vinstri grænna og annarra þingmanna flokksins. Þingflokkur Vinstri grænna mun funda klukkan 16 í dag og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. Óvíst er hvort þingflokkur Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna fundi í dag.Gagnrýnir KatrínuÖssur segir í færslunni að mantra Vinstri grænna hafi frá fyrsta degi verið að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. „Hvernig rímar það við að Katrín Jakobsdóttir virðist líta á það sem helga skyldu sína að leiða Bjarna Benediktsson til valda? Öðru vísi er ekki hægt að túlka höfnun hennar á boði Loga [Einarssonar, formanns Samfylkingar], Þorgerðar [Katrínar Gunnarsdóttir, formanns Viðreisnar]og Þórhildar [Sunnu Ævarsdóttur] pírata um frjálslynda félagshyggjustjórn?“ spyr ráðherrann fyrrverandi. Hann segir að hjá VG virðast öll prinsipp komin á brunaútsölu og að leiðangur Katrínar Jakobsdóttur ganga út á tvennt. „Annars vegar að tryggja sjálfri sér forsætisráðherraembætti og hins vegar sem flesta ráðherrastóla fyrir þingmenn flokksins. Málefnin koma í þriðja sæti – enda aldrei á þau minnst nema til skrauts. Þetta skýrir afhverju engin andstaða rís í þingflokki VG þegar Katrín hafnar félagshyggjustjórn og velur hægri sinnuðustu öflin til fylgilags. Hvar eru til dæmis ungu róttæku þingmennirnir, Kolbeinn Óttarson Proppé og Rósa Björk? Þarf að rifja upp ræður þeirra gegn Panamaprinsunum? Er reynslan þeirra sú að hægri öflunum sé útbærara fé til öryrkja, aldraðra, heilbrigðiskerfisins – svo ekki sé minnst á skólana okkar? Eða blindar kanski vonarglýjan um ráðherrastólana líka augu þeirra? Það er þetta sem gerir stjórnmál líðandi dags merkingarlaus og án innihalds. Það er út af þessu sem traustið minnkar á Alþingi. Hrossakaup af þessu tagi eru partur af siðrofi stjórnmálanna,“ segir Össur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingflokkur VG fundar síðdegis en óvíst með þingflokka D og B Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. 12. nóvember 2017 09:58 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Þingflokkur VG fundar síðdegis en óvíst með þingflokka D og B Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. 12. nóvember 2017 09:58