Innlent

Garður og Sandgerði verða sameinuð

Anton Egilsson skrifar
Frá Sandgerðisbæ.
Frá Sandgerðisbæ. Vísir/Stefán
Sveitarfélögin Garður og Sandgerði verða sameinuð og tekur hið sameinaða sveitarfélag til starfa í maí á næsta ári. Íbúar sveitarfélaganna kusu um sameininguna í dag og lágu úrslit fyrir laust upp úr klukkan ellefu í kvöld.

Íbúar beggja sveitarfélaganna samþykktu sameininguna. Í Garði samþykktu 71,5 prósent íbúa sameininguna en 28,5 prósent voru á móti. Í Sandgerði var sameiningin samþykkt með 55,2 prósent atkvæða en 44,8 prósent voru á móti. Kjörsókn var rúm 50 prósent eða 53 prósent í Garði og 55,2 prósent í Sandgerði.

„Þá er það staðfest að nýtt og öflugt sveitarfélag á Suðurnesjum er að verða til. Það eru spennandi tímar framundan,” sagði Ólafur Þór Ólafsson, formaður bæjarstjórnar í Sandgerði, eftir að úrslitin voru kunngerð.

Í tilkynningu kemur fram að níu manna bæjarstjórn verði kosin í maí á næsta ári og í framhaldinu taki hið nýja sveitarfélag til starfa. Íbúar fái þá að kjósa um nafn á nýju sveitarfélagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×