Íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu :„Ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 22:00 Hæstiréttur hefur dæmt að daufblind kona fái ekki túlkaþjónustu í norrænum sumarbúðum greidda. Áslaug segir fjárlög trompa mannréttindi í dómnum og dómstólar líti á túlkaþjónustu sem lúxus. Hún íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Áslaug Ýr tók lán upp á tæpar tvær milljónir til að komast í norrænar sumarbúðir fyrir daufblinda í Svíþjóð í sumar eftir að héraðsdómur dæmdi að hún fengi ekki túlkaþjónustu greidda. Þess má geta að sænska ríkið bauð upp á að greiða fyrir ferðakostnað og uppihald túlkanna ef íslenska ríkið greiddi þeim laun. Því var hafnað. Áslaug áfrýjaði til hæstaréttar en fékk að vita í gær að hún tapaði málinu. „Þannig að ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum. En það er samt engin uppgjöf hérna og ég held að lögfræðingurinn sé á sama máli. Þetta var áfall en við höldum áfram.“ Í dóminum segir að kostnaður við ferðina sé of stór hluti af heildarfjármagni í túlkasjóði. Samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar skal öllum sem þess þurfa tryggður réttur til aðstoðar vegna meðal annars sjúkleika og örorku. Lögmaður Áslaugar segir á Facebook síðu sinni að með þessum dómi hafi lagagreinin dáið eftir langa baráttu við embættismenn landsins. Áslaug útilokar ekki að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu enda hafi fjárlög trompað bæði stjórnarskrána og mannréttindasáttmálann. Það má ekki takmarka mannréttindi nema það séu til lög sem styðja það. Þessi dómur eru engin lög, bara jafnræðisreglan og fjárlög. „Fyrir mér var þetta skilaboð um að túlkaþjónustan væri bara lúxus og ég hefði engan kröfurétt á þessu. Sérstaklega ekki í útlöndum. Ég ætti bara að vera heima, helst heima hjá mér alla daga. Þessi dómur segir mér líka að dómsstólar á Íslandi taki ekki mannréttindum nógu alvarlega.“ Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt að daufblind kona fái ekki túlkaþjónustu í norrænum sumarbúðum greidda. Áslaug segir fjárlög trompa mannréttindi í dómnum og dómstólar líti á túlkaþjónustu sem lúxus. Hún íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Áslaug Ýr tók lán upp á tæpar tvær milljónir til að komast í norrænar sumarbúðir fyrir daufblinda í Svíþjóð í sumar eftir að héraðsdómur dæmdi að hún fengi ekki túlkaþjónustu greidda. Þess má geta að sænska ríkið bauð upp á að greiða fyrir ferðakostnað og uppihald túlkanna ef íslenska ríkið greiddi þeim laun. Því var hafnað. Áslaug áfrýjaði til hæstaréttar en fékk að vita í gær að hún tapaði málinu. „Þannig að ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum. En það er samt engin uppgjöf hérna og ég held að lögfræðingurinn sé á sama máli. Þetta var áfall en við höldum áfram.“ Í dóminum segir að kostnaður við ferðina sé of stór hluti af heildarfjármagni í túlkasjóði. Samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar skal öllum sem þess þurfa tryggður réttur til aðstoðar vegna meðal annars sjúkleika og örorku. Lögmaður Áslaugar segir á Facebook síðu sinni að með þessum dómi hafi lagagreinin dáið eftir langa baráttu við embættismenn landsins. Áslaug útilokar ekki að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu enda hafi fjárlög trompað bæði stjórnarskrána og mannréttindasáttmálann. Það má ekki takmarka mannréttindi nema það séu til lög sem styðja það. Þessi dómur eru engin lög, bara jafnræðisreglan og fjárlög. „Fyrir mér var þetta skilaboð um að túlkaþjónustan væri bara lúxus og ég hefði engan kröfurétt á þessu. Sérstaklega ekki í útlöndum. Ég ætti bara að vera heima, helst heima hjá mér alla daga. Þessi dómur segir mér líka að dómsstólar á Íslandi taki ekki mannréttindum nógu alvarlega.“
Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira