Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2017 11:30 Benedikt og Jón Steinar sem ekki getur lengur kvartað undan þöggun þegar skrif hans um Hæstarétt eru annars vegar. Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað mál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni og fyrrum hæstaréttardómara og krefst þess að fimm ummæli í nýrri bók hans, „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ verði dæmd dauð og ómerk. Miskabótakrafa sem fram er sett hljóðar upp á tvær milljónir auk vaxta en að sögn lögmanns Benedikts, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, þá mun það fé renna til góðgerðarmála, það er vinni Benedikt málið. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt síðar framlögðu málskostnaðaryfirliti. Vísir greindi frá þessari stefnu í gærkvöldi en hún verður lögð fram á miðvikudaginn 15. þessa mánaðar í Héraðsdómi Reykjaness.Ummælin sem Benedikt vill dauð og ómerkUm er að ræða eftirfarandi ummæli sem Benedikt vill að verð dæmd dauð og ómerk: 1. Dómsmorð (bls. 61) 2. Dómsmorð (bls. 63). 3. Ég hika ekki við að segja að á Baldri hafi við meðferð Hæstaréttar verið framið það sem kallað hefur verið dómsmorð (bls. 63). 4. Þessi skilgreining á vel við málið gegn Baldri. Felldur var dómur, sem dómararnir vissu, eða að minnsta kosti hlutu að vita, að ekki stóðst hlutlausa lagaframkvæmd (bls. 63). 5. Þar voru færð rök að því að meirihluti réttarins hefði fellt dóm yfir ákærða sem að mínum dómi félli undir hugtakið dómsmorð eins og það hefur verið skýrt (bls. 114).Loksins viðbrögðTitill bókar Jóns Steinars, Með lognið í fangið, er táknrænn og vísar til þess að höfundi blöskrar sú þögn sem ríkt hefur um harða gagnrýni þá er hann hefur sett fram á dómara við Hæstarétt. Vísir ræddi við Jón Steinar um bókina og birti viðtal þar um. Þar segir meðal annars: „Þetta eru alvarlegar ásakanir sem þú setur fram á hendur nafngreindum dómurum. Þú kemur inná málarekstur þinn á hendur Þorvaldi Gylfasyni prófessor, sem þú stefndir fyrir meiðyrði. Þú sagðist ekki eiga annars kost því þar væri verið að saka þig um refsiverða háttsemi. Þú sakar dómara um að ganga í berhögg við lög, má gera ráð fyrir því að þagnarmúrinn bresti með hugsanlegri stefnu þeirra á hendur þér? „Það held ég varla enda varla nokkur grundvöllur fyrir slíku. Vilji einhver reyna er hann velkominn,“ segir Jón Steinar og það fer ekkert á milli mála að hann myndi fagna slíkum viðbrögðum.“ Nú liggur sem sagt fyrir að Jón Steinar þarf ekki lengur að láta skort á viðbrögðum fara í taugarnar á sér. Tengdar fréttir Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað mál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni og fyrrum hæstaréttardómara og krefst þess að fimm ummæli í nýrri bók hans, „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ verði dæmd dauð og ómerk. Miskabótakrafa sem fram er sett hljóðar upp á tvær milljónir auk vaxta en að sögn lögmanns Benedikts, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, þá mun það fé renna til góðgerðarmála, það er vinni Benedikt málið. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt síðar framlögðu málskostnaðaryfirliti. Vísir greindi frá þessari stefnu í gærkvöldi en hún verður lögð fram á miðvikudaginn 15. þessa mánaðar í Héraðsdómi Reykjaness.Ummælin sem Benedikt vill dauð og ómerkUm er að ræða eftirfarandi ummæli sem Benedikt vill að verð dæmd dauð og ómerk: 1. Dómsmorð (bls. 61) 2. Dómsmorð (bls. 63). 3. Ég hika ekki við að segja að á Baldri hafi við meðferð Hæstaréttar verið framið það sem kallað hefur verið dómsmorð (bls. 63). 4. Þessi skilgreining á vel við málið gegn Baldri. Felldur var dómur, sem dómararnir vissu, eða að minnsta kosti hlutu að vita, að ekki stóðst hlutlausa lagaframkvæmd (bls. 63). 5. Þar voru færð rök að því að meirihluti réttarins hefði fellt dóm yfir ákærða sem að mínum dómi félli undir hugtakið dómsmorð eins og það hefur verið skýrt (bls. 114).Loksins viðbrögðTitill bókar Jóns Steinars, Með lognið í fangið, er táknrænn og vísar til þess að höfundi blöskrar sú þögn sem ríkt hefur um harða gagnrýni þá er hann hefur sett fram á dómara við Hæstarétt. Vísir ræddi við Jón Steinar um bókina og birti viðtal þar um. Þar segir meðal annars: „Þetta eru alvarlegar ásakanir sem þú setur fram á hendur nafngreindum dómurum. Þú kemur inná málarekstur þinn á hendur Þorvaldi Gylfasyni prófessor, sem þú stefndir fyrir meiðyrði. Þú sagðist ekki eiga annars kost því þar væri verið að saka þig um refsiverða háttsemi. Þú sakar dómara um að ganga í berhögg við lög, má gera ráð fyrir því að þagnarmúrinn bresti með hugsanlegri stefnu þeirra á hendur þér? „Það held ég varla enda varla nokkur grundvöllur fyrir slíku. Vilji einhver reyna er hann velkominn,“ segir Jón Steinar og það fer ekkert á milli mála að hann myndi fagna slíkum viðbrögðum.“ Nú liggur sem sagt fyrir að Jón Steinar þarf ekki lengur að láta skort á viðbrögðum fara í taugarnar á sér.
Tengdar fréttir Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37
Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08