Síðasti einstaklingurinn Brynhildur Björnsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 12:00 Aftur og aftur er þriðja skáldsaga Halldórs Armand Ásgeirssonar. Sagan hefst 11. september 2001 þegar tveir einstaklingar upplifa atburði sem eiga eftir að breyta lífi þeirra varanlega. Unglingsdrengurinn Arnmundur fær fyrsta símann sinn í hendur og kynnist fyrstu ástinni og Stefán, trommari í sveitaballahljómsveit, reynir að upplifa fantasíu með þeim afleiðingum að ung stúlka lætur lífið. Í baksýn má sjá tvíburaturnana í World Trade Center falla fyrir árás flugvéla og heiminn breytast í kjölfar þess. Fimmtán árum síðar liggja leiðir þessara manna saman þar sem Arnmundur er rótlaus og eirðarlaus menntamaður sem hefur eytt fjölda ára í símanum sínum í útlöndum, eins og hann orðar það sjálfur, hann er orðinn þræll, flýr allar tilfinningar og átök inn í símann og bregður þar upp grímum þeirra sem hann heldur að hann eigi að vilja vera. Stefán er hættur að tromma, er eiturlyfjasmyglari og útrásarvíkingur sem rekur nú sprotafyrirtæki þar sem fara fram rannsóknir sem hann er viss um að geti breytt heiminum. Einstaklingurinn er miðlægur í þessari bók, eða öllu heldur hópurinn og sú staðreynd að með tilkomu samfélagsmiðla og alltumlykjandi alnetsins erum við smám saman að glata einstaklingseinkennum okkar og verða einn samhverfur múgur. Arnmundur er upptekinn af því að einstaklingurinn sé dauðvona á meðan Stefán rannsakar múginn sem hefur heillað hann frá því hann horfði yfir af sviðinu á sveitaböllunum. Lýsingarnar á heimi sem er stjórnað af símum og af upplifun fólks af því hvernig annað fólk virðist vera að upplifa það í gegnum samfélagsmiðla, læk, deilingar og endurtíst eru oft á tíðum mjög fyndnar en líka dapurlegar. Einstaklingurinn lifir í viðbragðsstöðu, passífur á eigin tilveru, aftengdur tilfinningum sínum og þegar hann reynir að komast í tengsl við þær er eins og ný og ný vofa komi til dyra. Á baksviðinu eru síðan hrun og hryðjuverk sem verða vegna einstaklinga og gjörða þeirra, eins og einhvers konar örvæntingarfull tilraun til að gera sig gildandi, skipta einhverju máli, vera til. Arnmundur rannsakar einmitt fagurfræði hryðjuverkasamtaka í meistararitgerð sinni sem vísar ekki neitt og skiptir engu máli, er til að sýnast eins og allt annað í lífi hans. Einhvers staðar innra með honum er síðan tilfinningavera sem reynir í örvinglan að vera til, einstaklingur sem á sér litla lífsvon í múgvæðingu eftirturnaáranna. „Mér líður eins og ég sé að hverfa. Sem karakter, hugmynd, einstaklingur, eitthvað slíkt. Eins og ég sé bara að taka við einhverju, bregðast við einhverju, allan daginn, árum saman. Það er eitthvað að móta mig, breyta mér og þynna mig út, drepa mig,“ segir hann við Stefán á bls. 151. Aftur og aftur er mjög vel skrifuð og pæld bók, margt bitastætt fyrir hugann að velta fyrir sér en líka spennandi framvinda og flétta. Þó er ýmsum spurningum ósvarað og hefði til dæmis verið gaman að fá meiri tilfinningu fyrir Stefáni sem er sagt frá í þriðju persónu og er alltaf að vissu leyti umvafinn leyndarhjúp. Þrátt fyrir áhersluna á yfirborðsmennskuna er þetta svo líka saga um örlög eða heppni, trú, trúleysi og mennsku. Áhugaverð samtímarýni sem skilur lesandann eftir með fjölbreytt veganesti og margt að pæla.Niðurstaða: Áhugaverð og vel skrifuð samtímarýni þar sem múgurinn, einstaklingurinn og kerfið takast á um örlög, mennsku og heppni. Bókmenntir Menning Mest lesið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Hvernig hætti ég að feika það? Lífið Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Sagan hefst 11. september 2001 þegar tveir einstaklingar upplifa atburði sem eiga eftir að breyta lífi þeirra varanlega. Unglingsdrengurinn Arnmundur fær fyrsta símann sinn í hendur og kynnist fyrstu ástinni og Stefán, trommari í sveitaballahljómsveit, reynir að upplifa fantasíu með þeim afleiðingum að ung stúlka lætur lífið. Í baksýn má sjá tvíburaturnana í World Trade Center falla fyrir árás flugvéla og heiminn breytast í kjölfar þess. Fimmtán árum síðar liggja leiðir þessara manna saman þar sem Arnmundur er rótlaus og eirðarlaus menntamaður sem hefur eytt fjölda ára í símanum sínum í útlöndum, eins og hann orðar það sjálfur, hann er orðinn þræll, flýr allar tilfinningar og átök inn í símann og bregður þar upp grímum þeirra sem hann heldur að hann eigi að vilja vera. Stefán er hættur að tromma, er eiturlyfjasmyglari og útrásarvíkingur sem rekur nú sprotafyrirtæki þar sem fara fram rannsóknir sem hann er viss um að geti breytt heiminum. Einstaklingurinn er miðlægur í þessari bók, eða öllu heldur hópurinn og sú staðreynd að með tilkomu samfélagsmiðla og alltumlykjandi alnetsins erum við smám saman að glata einstaklingseinkennum okkar og verða einn samhverfur múgur. Arnmundur er upptekinn af því að einstaklingurinn sé dauðvona á meðan Stefán rannsakar múginn sem hefur heillað hann frá því hann horfði yfir af sviðinu á sveitaböllunum. Lýsingarnar á heimi sem er stjórnað af símum og af upplifun fólks af því hvernig annað fólk virðist vera að upplifa það í gegnum samfélagsmiðla, læk, deilingar og endurtíst eru oft á tíðum mjög fyndnar en líka dapurlegar. Einstaklingurinn lifir í viðbragðsstöðu, passífur á eigin tilveru, aftengdur tilfinningum sínum og þegar hann reynir að komast í tengsl við þær er eins og ný og ný vofa komi til dyra. Á baksviðinu eru síðan hrun og hryðjuverk sem verða vegna einstaklinga og gjörða þeirra, eins og einhvers konar örvæntingarfull tilraun til að gera sig gildandi, skipta einhverju máli, vera til. Arnmundur rannsakar einmitt fagurfræði hryðjuverkasamtaka í meistararitgerð sinni sem vísar ekki neitt og skiptir engu máli, er til að sýnast eins og allt annað í lífi hans. Einhvers staðar innra með honum er síðan tilfinningavera sem reynir í örvinglan að vera til, einstaklingur sem á sér litla lífsvon í múgvæðingu eftirturnaáranna. „Mér líður eins og ég sé að hverfa. Sem karakter, hugmynd, einstaklingur, eitthvað slíkt. Eins og ég sé bara að taka við einhverju, bregðast við einhverju, allan daginn, árum saman. Það er eitthvað að móta mig, breyta mér og þynna mig út, drepa mig,“ segir hann við Stefán á bls. 151. Aftur og aftur er mjög vel skrifuð og pæld bók, margt bitastætt fyrir hugann að velta fyrir sér en líka spennandi framvinda og flétta. Þó er ýmsum spurningum ósvarað og hefði til dæmis verið gaman að fá meiri tilfinningu fyrir Stefáni sem er sagt frá í þriðju persónu og er alltaf að vissu leyti umvafinn leyndarhjúp. Þrátt fyrir áhersluna á yfirborðsmennskuna er þetta svo líka saga um örlög eða heppni, trú, trúleysi og mennsku. Áhugaverð samtímarýni sem skilur lesandann eftir með fjölbreytt veganesti og margt að pæla.Niðurstaða: Áhugaverð og vel skrifuð samtímarýni þar sem múgurinn, einstaklingurinn og kerfið takast á um örlög, mennsku og heppni.
Bókmenntir Menning Mest lesið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Hvernig hætti ég að feika það? Lífið Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira