Innlent

Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mætir í þinghúsið núna fyrir skömmu. Hún vildi ekkert tjá sig um efni fundarins við fjölmiðlamenn.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mætir í þinghúsið núna fyrir skömmu. Hún vildi ekkert tjá sig um efni fundarins við fjölmiðlamenn. vísir/eyþór
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er nú að koma saman til fundar í þinghúsinu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst átti fundurinn að hefjast klukkan 8:30 en þingmenn flokksins hafa verið að tínast inn í Alþingishúsið á seinustu mínútum.

 

Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf.

Undanfarna daga eða allt frá því að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á mánudag hafa flokkarnir þrír rætt það óformlega sín á milli hvort grundvöllur sé fyrir ríkisstjórnarsamstarfi þeirra.

Þá hafa fleiri flokkar verið í óformlegum viðræðum sín á milli einnig en líklegast er talið að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn fari í formlegar viðræður.

Spurningin er því hvort að forsetinn boði einhvern flokksleiðtoga til sín á Bessastaði í dag en Katrín og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gera bæði tilkall til þess að leiða viðræðurnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×