Duterte segist hafa drepið mann sem táningur Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2017 08:32 Rodrigo Duterte er nú staddur í víetnömsku borginni Danang þar sem fundur APEC, samstarfsstofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, fer fram. Vísir/AFP Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist hafa stungið mann til bana þegar hann var á táningsaldri. Frá þessu greindi Duterte í ræðu í víetnömsku borginni Danang þar sem fundur APEC, samstarfsstofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, fer nú fram. CNN greinir frá málinu. „Þegar ég var sextán ára var ég þegar búinn að drepa mann. Alvöru mann, slagsmál, hnífstunga. Ég var bara sextán ára,“ sagði Duterte. „Þetta var þegar ég var sextán ára og bara þar sem við litum hvor á annan.“ Forsetinn hótaði jafnframt að slá til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem hafa mannréttindamál á sinni könnu, ef þeir yrðu á vegi hans. Sagðist hann ekki hræddur við að fara í fangelsi þar sem hann hafi á sínum yngri árum verið inni í og úti úr fangelsum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forsetinn lætur umdeild ummæli falla. Duterte var kjörinn forseti landsins á síðasta ári, en hann er þekktur fyrir aðgerðir sínar í stríðinu gegn fíkniefnum og er talið að lögregla hafi drepið þúsundir fíkla, smyglara og sölumanna. Þá hafa fjölmargir verið drepnir án dóms og laga af glæpagengjum auk þess sem saklaust fólk hefur látið lífið í átökum lögreglu og glæpagengja. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt þær þúsundir aftaka sem framkvæmdar eru í landinu. Þannig geta lögreglumenn, sem og aðrir óbreyttir borgarar, tekið fólk af lífi fyrir það eitt að vera grunað um að hafa einhvern tímann neytt fíkniefna. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist hafa stungið mann til bana þegar hann var á táningsaldri. Frá þessu greindi Duterte í ræðu í víetnömsku borginni Danang þar sem fundur APEC, samstarfsstofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, fer nú fram. CNN greinir frá málinu. „Þegar ég var sextán ára var ég þegar búinn að drepa mann. Alvöru mann, slagsmál, hnífstunga. Ég var bara sextán ára,“ sagði Duterte. „Þetta var þegar ég var sextán ára og bara þar sem við litum hvor á annan.“ Forsetinn hótaði jafnframt að slá til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem hafa mannréttindamál á sinni könnu, ef þeir yrðu á vegi hans. Sagðist hann ekki hræddur við að fara í fangelsi þar sem hann hafi á sínum yngri árum verið inni í og úti úr fangelsum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forsetinn lætur umdeild ummæli falla. Duterte var kjörinn forseti landsins á síðasta ári, en hann er þekktur fyrir aðgerðir sínar í stríðinu gegn fíkniefnum og er talið að lögregla hafi drepið þúsundir fíkla, smyglara og sölumanna. Þá hafa fjölmargir verið drepnir án dóms og laga af glæpagengjum auk þess sem saklaust fólk hefur látið lífið í átökum lögreglu og glæpagengja. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt þær þúsundir aftaka sem framkvæmdar eru í landinu. Þannig geta lögreglumenn, sem og aðrir óbreyttir borgarar, tekið fólk af lífi fyrir það eitt að vera grunað um að hafa einhvern tímann neytt fíkniefna.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira