Segir Andrés Inga og Rósu Björk vel geta starfað áfram þrátt fyrir andstöðu gegn samstarfinu Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2017 20:09 Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson á Grand hótel. Vísir/Stefán Karlsson Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, greindu frá því fyrr í kvöld að þau muni greiða atkvæði gegn þeirri tillögu að Vinstri hreyfingin grænt framboð fari í ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Stjórnmálafræðiprófessorinn Eiríkur Bergmann segir í samtali við Vísi að þetta þýði ekki endilega að stjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins muni missa tvo þingmenn, fari svo að að ríkisstjórn þessara þriggja flokka verði mynduð. Rósa Björk og Andrés Ingi geti starfað sem hluti af stjórnarliðinu þó svo að þau styðji ekki málefnasamninginn í atkvæðagreiðslu og fordæmi séu fyrir því. „Þau geta vel sem fulltrúar í flokksráði greitt atkvæði gegn því að fara í þetta ríkisstjórnarsamstarf en eigi að síður sætt sig við niðurstöðuna og unnið samkvæmt henni. Það er ekki óalgengt í lýðræðislegu starfi að verða undir í atkvæðagreiðslu en sætta sig við niðurstöðuna og vinna samkvæmt henni,“ segir Eiríkur.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórFari svo að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði mynduð mun sú stjórn hafa 35 manna meirihluta samkvæmt fjölda kjörna fulltrúa í flokkunum þremur. Rósa Björk var spurð að því í kvöldfréttum Sjónvarpsins hvað þessi afstaða hennar og Andrésar Inga segi um stöðu þeirra í þingflokknum. Hún svaraði því til að málin yrðu rædd frekar á þingflokksfundi Vinstri grænna á morgun. Spurður hvað gæti breyst á þessum þingflokksfundi sagði Andrés Ingi við RÚV að það þyrfti að koma í ljós. „Þetta er svolítið stórt og flókið ferli og við erum að taka eitt skref í einu í einhverri stöðu sem ég held að ekkert okkar hafi verið í áður.“ Andrés Ingi sagðist halda að það yrði ákveðin áskorun þegar kemur að samskiptum þegar hann var spurður hvort þau gætu starfað áfram í flokknum. „En eitthvað sem ég myndi allavega treysta mér í.“ Rósa Björk sagði að það yrði að koma í ljós í samtölum þeirra við formann og þingflokksformann Vinstri grænna. „Og svo náttúrlega hvað við ákveðum líka að gera sjálf.“ Tengdar fréttir Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, greindu frá því fyrr í kvöld að þau muni greiða atkvæði gegn þeirri tillögu að Vinstri hreyfingin grænt framboð fari í ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Stjórnmálafræðiprófessorinn Eiríkur Bergmann segir í samtali við Vísi að þetta þýði ekki endilega að stjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins muni missa tvo þingmenn, fari svo að að ríkisstjórn þessara þriggja flokka verði mynduð. Rósa Björk og Andrés Ingi geti starfað sem hluti af stjórnarliðinu þó svo að þau styðji ekki málefnasamninginn í atkvæðagreiðslu og fordæmi séu fyrir því. „Þau geta vel sem fulltrúar í flokksráði greitt atkvæði gegn því að fara í þetta ríkisstjórnarsamstarf en eigi að síður sætt sig við niðurstöðuna og unnið samkvæmt henni. Það er ekki óalgengt í lýðræðislegu starfi að verða undir í atkvæðagreiðslu en sætta sig við niðurstöðuna og vinna samkvæmt henni,“ segir Eiríkur.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórFari svo að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði mynduð mun sú stjórn hafa 35 manna meirihluta samkvæmt fjölda kjörna fulltrúa í flokkunum þremur. Rósa Björk var spurð að því í kvöldfréttum Sjónvarpsins hvað þessi afstaða hennar og Andrésar Inga segi um stöðu þeirra í þingflokknum. Hún svaraði því til að málin yrðu rædd frekar á þingflokksfundi Vinstri grænna á morgun. Spurður hvað gæti breyst á þessum þingflokksfundi sagði Andrés Ingi við RÚV að það þyrfti að koma í ljós. „Þetta er svolítið stórt og flókið ferli og við erum að taka eitt skref í einu í einhverri stöðu sem ég held að ekkert okkar hafi verið í áður.“ Andrés Ingi sagðist halda að það yrði ákveðin áskorun þegar kemur að samskiptum þegar hann var spurður hvort þau gætu starfað áfram í flokknum. „En eitthvað sem ég myndi allavega treysta mér í.“ Rósa Björk sagði að það yrði að koma í ljós í samtölum þeirra við formann og þingflokksformann Vinstri grænna. „Og svo náttúrlega hvað við ákveðum líka að gera sjálf.“
Tengdar fréttir Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15