Andrés Ingi: Ekki sannfærður um að þetta sé rétta ríkisstjórnin fyrir VG Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. nóvember 2017 19:45 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG. Vísir/Ernir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er ekki sannfærður um að fyrirhugað ríkisstjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk sé rétta ríkisstjórnin fyrir formann flokksins, né flokkinn sjálfan. Andrés Ingi lýsti því yfir á flokksráðsfundi VG að hann gæti ekki stutt fyrirliggjandi stjórnarsáttmála flokkanna þriggja, ásamt Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingkonu VG. Í ræðu sinni fór Andrés Ingi yfir fjórar ástæður þess að hann ætti erfitt með að styðja sáttmálann. „Ég er sannfærður um að Katrín Jakobsdóttir verði stórfínn forsætisráðherra og ég óska henni alls hins besta í þeim verkefnum sem eru framundan, en ég er ekki sannfærður um að þetta sé rétta ríkisstjórnin fyrir hana eða Vinstri græn. Ég sé of mikla annmarka á stjórnarsáttmálanum og mun því ekki styðja hann.“ Nefnir hann dæmi um að mikil líkindi séu með stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar og þeim sem nú liggi fyrir. „Þó að ég viti að þingflokkur Vinstri grænna sé barmafullur af öflugu stjórnmálafólki, þá er ég ekki það bjartsýnn að ég trúi Vinstri grænum til að vera fólkið sem loksins tekst að gera Sjálfstæðisflokkinn að minni Sjálfstæðisflokki,“ skrifar Andrés Ingi en ræðu hans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Ræða Andrésar Inga í heild sinni„Góðir félagar.Frekar en að halda ykkur í óvissu í fjórar mínútur ætla ég að byrja á endinum.Ég er sannfærður um að Katrín Jakobsdóttir verði stórfínn forsætisráðherra og ég óska henni alls hins besta í þeim verkefnum sem eru framundan, en ég er ekki sannfærður um að þetta sé rétta ríkisstjórnin fyrir hana eða Vinstri græn. Ég sé of mikla annmarka á stjórnarsáttmálanum og mun því ekki styðja hann.Í fyrsta lagi þá sé ég of margt líkt með stjórnarsáttmála fráfarandi ríkisstjórnar. Það er að segja, ég sé ekki nógu mörg afgerandi merki þess að hér sé að verða einhver viðsnúningur í stjórn ríkisins – að Vinstri græn hafi haft áhrif, víkkað út rammann og dregið samstarfsflokkana í rétta átt. Nefni hér örfá dæmi:Örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu - með minni greiðsluþátttöku.Vernd miðhálendisins.Öflugri viðbrögð við kynferðisbrotamálum. Skilgreina stafrænt kynferðisofbeldi í lögum.Taka á móti fleiri flóttamönnum.Þessi ágætu atriði eru öll úr stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar frá því í byrjun þessa árs. Af hverju eiga þau að vera trúverðugari í dag en þau voru fyrir tæpu ári?Þó að ég viti að þingflokkur Vinstri grænna sé barmafullur af öflugu stjórnmálafólki, þá er ég ekki það bjartsýnn að ég trúi Vinstri grænum til að vera fólkið sem loksins tekst að gera Sjálfstæðisflokkinn að minni Sjálfstæðisflokki.Í öðru lagi þá byggir of margt í þessum sáttmála á trausti gagnvart samstarfsflokkunum. Sáttmáli á milli pólanna í íslenskum stjórnmálum þarf að vera skýr, sérstaklega í þeim málum þar sem flokkana greinir mest á. Þar þarf að vera naglfast hvernig eigi að vinna úr málunum.Ég hef t.d. áhyggjur af því að ekkert sé minnst á það hvernig vinna eigi með rammaáætlun á kjörtímabilinu. Það er sagt að forgangsverkefni verði að nýta þá orku sem þegar hefur verið virkjuð, en ekkert sagt um framhaldið. Ef það á að byggja á sameiginlegri sýn flokkanna sem ekki hefur verið skjalfest, hvað er þá til að hemja mestu virkjanafíklana í samstarfsflokkunum þegar líður á kjörtímabilið?Eins hef ég áhyggjur af því að ekkert sé sagt um rekstrarform á opinberri þjónustu. Hvaða stöðu hefur heilbrigðisráðherra þá til að hreyfa andmælum þegar næsta Klíník ætlar að hefja rekstur? Hvað gerum við þá næst þegar menntamálaráðherra dettur í hug að gefa einkaaðilum opinberan framhaldsskóla?Stóru deilumálin þarf að útkljá í samstarfssáttmála. Það hefur ekki verið gert hérna.Í þriðja lagi þá óttast ég að Vinstri græn geti orðið samdauna samstarfsflokkunum – og þykir textinn sem liggur hér fyrir fundinum þegar bera þess merki.Lítum t.d. á upphafsorð kaflans um skattamál: „Launahækkanir undanfarinna ára ásamt hækkuðu lífeyrisframlagi atvinnurekenda og sterkara gengi gjaldmiðilsins hafa dregið úr samkeppnishæfni atvinnulífsins“.Svona orðalagi hefði ég frekar búist við frá Viðskiptaráði en sem inngang að skattastefnu ríkisstjórnar Vinstri grænna.Skoðum svo kaflann um öryggis- og þróunarmál. Þar á að hafa þjóðaröryggisstefnu að leiðarljósi, sem er að ýmsu leyti hið besta mál. Einn af ellefu liðum stefnunnar er t.d. friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum.En þjóðaröryggisstefnan kveður líka á um að aðild Íslands að Nató sé lykilstoð í vörnum Íslands sem og varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna. Það hefði nú þurft að segja mér það tvisvar að Nató og varnarsamningurinn yrðu leiðarljós í stefnu ríkisstjórnar Vinstri grænna.Í fjórða lagi þarf að lesa þennan málefnasamning í samhengi við ástæður þess að boðað var til síðustu kosninga og hvaða flokkar eru hinum megin við borðið. Höfum við forsendur til að treysta flokknum sem spilaði með þolendur í málum sem tengdust uppreist æru og reyndi að þagga niður í þeim?Eigum við að ganga í samstarf við flokk sem braut lög við skipun dómara í Landsrétt? Er hægt að stóla á samkomulag við flokk sem síðast í september snérist gegn samkomulagi við þinglok og greiddi atkvæði gegn því að skjóta skjólshúsi yfir flóttabörn?Ég segi nei.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er ekki sannfærður um að fyrirhugað ríkisstjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk sé rétta ríkisstjórnin fyrir formann flokksins, né flokkinn sjálfan. Andrés Ingi lýsti því yfir á flokksráðsfundi VG að hann gæti ekki stutt fyrirliggjandi stjórnarsáttmála flokkanna þriggja, ásamt Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingkonu VG. Í ræðu sinni fór Andrés Ingi yfir fjórar ástæður þess að hann ætti erfitt með að styðja sáttmálann. „Ég er sannfærður um að Katrín Jakobsdóttir verði stórfínn forsætisráðherra og ég óska henni alls hins besta í þeim verkefnum sem eru framundan, en ég er ekki sannfærður um að þetta sé rétta ríkisstjórnin fyrir hana eða Vinstri græn. Ég sé of mikla annmarka á stjórnarsáttmálanum og mun því ekki styðja hann.“ Nefnir hann dæmi um að mikil líkindi séu með stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar og þeim sem nú liggi fyrir. „Þó að ég viti að þingflokkur Vinstri grænna sé barmafullur af öflugu stjórnmálafólki, þá er ég ekki það bjartsýnn að ég trúi Vinstri grænum til að vera fólkið sem loksins tekst að gera Sjálfstæðisflokkinn að minni Sjálfstæðisflokki,“ skrifar Andrés Ingi en ræðu hans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Ræða Andrésar Inga í heild sinni„Góðir félagar.Frekar en að halda ykkur í óvissu í fjórar mínútur ætla ég að byrja á endinum.Ég er sannfærður um að Katrín Jakobsdóttir verði stórfínn forsætisráðherra og ég óska henni alls hins besta í þeim verkefnum sem eru framundan, en ég er ekki sannfærður um að þetta sé rétta ríkisstjórnin fyrir hana eða Vinstri græn. Ég sé of mikla annmarka á stjórnarsáttmálanum og mun því ekki styðja hann.Í fyrsta lagi þá sé ég of margt líkt með stjórnarsáttmála fráfarandi ríkisstjórnar. Það er að segja, ég sé ekki nógu mörg afgerandi merki þess að hér sé að verða einhver viðsnúningur í stjórn ríkisins – að Vinstri græn hafi haft áhrif, víkkað út rammann og dregið samstarfsflokkana í rétta átt. Nefni hér örfá dæmi:Örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu - með minni greiðsluþátttöku.Vernd miðhálendisins.Öflugri viðbrögð við kynferðisbrotamálum. Skilgreina stafrænt kynferðisofbeldi í lögum.Taka á móti fleiri flóttamönnum.Þessi ágætu atriði eru öll úr stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar frá því í byrjun þessa árs. Af hverju eiga þau að vera trúverðugari í dag en þau voru fyrir tæpu ári?Þó að ég viti að þingflokkur Vinstri grænna sé barmafullur af öflugu stjórnmálafólki, þá er ég ekki það bjartsýnn að ég trúi Vinstri grænum til að vera fólkið sem loksins tekst að gera Sjálfstæðisflokkinn að minni Sjálfstæðisflokki.Í öðru lagi þá byggir of margt í þessum sáttmála á trausti gagnvart samstarfsflokkunum. Sáttmáli á milli pólanna í íslenskum stjórnmálum þarf að vera skýr, sérstaklega í þeim málum þar sem flokkana greinir mest á. Þar þarf að vera naglfast hvernig eigi að vinna úr málunum.Ég hef t.d. áhyggjur af því að ekkert sé minnst á það hvernig vinna eigi með rammaáætlun á kjörtímabilinu. Það er sagt að forgangsverkefni verði að nýta þá orku sem þegar hefur verið virkjuð, en ekkert sagt um framhaldið. Ef það á að byggja á sameiginlegri sýn flokkanna sem ekki hefur verið skjalfest, hvað er þá til að hemja mestu virkjanafíklana í samstarfsflokkunum þegar líður á kjörtímabilið?Eins hef ég áhyggjur af því að ekkert sé sagt um rekstrarform á opinberri þjónustu. Hvaða stöðu hefur heilbrigðisráðherra þá til að hreyfa andmælum þegar næsta Klíník ætlar að hefja rekstur? Hvað gerum við þá næst þegar menntamálaráðherra dettur í hug að gefa einkaaðilum opinberan framhaldsskóla?Stóru deilumálin þarf að útkljá í samstarfssáttmála. Það hefur ekki verið gert hérna.Í þriðja lagi þá óttast ég að Vinstri græn geti orðið samdauna samstarfsflokkunum – og þykir textinn sem liggur hér fyrir fundinum þegar bera þess merki.Lítum t.d. á upphafsorð kaflans um skattamál: „Launahækkanir undanfarinna ára ásamt hækkuðu lífeyrisframlagi atvinnurekenda og sterkara gengi gjaldmiðilsins hafa dregið úr samkeppnishæfni atvinnulífsins“.Svona orðalagi hefði ég frekar búist við frá Viðskiptaráði en sem inngang að skattastefnu ríkisstjórnar Vinstri grænna.Skoðum svo kaflann um öryggis- og þróunarmál. Þar á að hafa þjóðaröryggisstefnu að leiðarljósi, sem er að ýmsu leyti hið besta mál. Einn af ellefu liðum stefnunnar er t.d. friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum.En þjóðaröryggisstefnan kveður líka á um að aðild Íslands að Nató sé lykilstoð í vörnum Íslands sem og varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna. Það hefði nú þurft að segja mér það tvisvar að Nató og varnarsamningurinn yrðu leiðarljós í stefnu ríkisstjórnar Vinstri grænna.Í fjórða lagi þarf að lesa þennan málefnasamning í samhengi við ástæður þess að boðað var til síðustu kosninga og hvaða flokkar eru hinum megin við borðið. Höfum við forsendur til að treysta flokknum sem spilaði með þolendur í málum sem tengdust uppreist æru og reyndi að þagga niður í þeim?Eigum við að ganga í samstarf við flokk sem braut lög við skipun dómara í Landsrétt? Er hægt að stóla á samkomulag við flokk sem síðast í september snérist gegn samkomulagi við þinglok og greiddi atkvæði gegn því að skjóta skjólshúsi yfir flóttabörn?Ég segi nei.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira