Vernd fyrir illsku er fegursta gjöfin Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 11. desember 2017 09:00 Helgi Björnsson á lítið sameiginlegt með karakternum sem hann syngur um í jólalaginu Ef ég nenni. MYND/EYÞÓR Helgi Björns nennir. Hann verður seint talinn með mönnum sem nenna ekki hlutunum. Mætti hann ráða vildi hann frekar syngja „ef hún vill mig“ þar sem segir „ef ég nenni“, en að lagið um þennan skondna karakter sem litlu nennir sé óneitanlega skemmtilegt. „Ég get engan veginn samsamað mig þessum karakter í laginu, sem er tilbúinn að gefa ástinni allt sem hún óskar sér, bara ef hann nennir. Þar verð ég virkilega að ganga gegn minni betri vitund og setja mig í karakter. Ég er bara ekki týpan sem nennir ekki hlutunum,“ segir Helgi, sem í orðabókum hefur fundið mýmargar merkingar á orðinu „nenni“ og þar á meðal væntumþykju. „En ég reikna með að vinsældir lagsins felist að hluta til í þessum skondna karakter sem er tilbúinn í allt, ef hann bara nennir. Það er auðvitað fyndið.“ Jólalagið Ef ég nenni kom út á plötunni Jólagestir Björgvins árið 1995 en fékk þá enga spilun. Lagið er eftir ítalska rokksöngvarann Zucchero og heitir upp á ítölsku Così Celeste. „Svo var það fyrir jólin 1996 að ég bjó með fjölskyldunni í Flórens á Ítalíu, þar sem upprunalegt lag Zuccheros var enn mjög vinsælt á ítölskum útvarpsstöðvum. Þá fæ ég símtal að heiman um að nýja jólalagið mitt hafi slegið í gegn heima. Ég kom alveg af fjöllum og sagði þetta hljóta að vera misskilning þar sem ég væri ekki með neitt nýtt jólalag þau jólin. Lagið reyndist þá vera svokallaður „sleeper“ eins og það er kallað í bransanum,“ segir Helgi og á við lag sem slær ekki í gegn strax heldur oft löngu síðar. „Þegar ný plata kemur út er oftast ýtt á eftir ákveðnum lögum í spilun en þá hitta menn jafnvel ekki á rétta lagið sem síðar verður alger hittari. Lagið hefur síðan lifað vel og ýmist verið kosið besta eða versta jólalagið í hinum ýmsu könnunum,“ segir Helgi og hlær. „Mér finnst lagið frábært, vel samið og með mikinn stíganda og ris. Mér finnst líka gaman að syngja það og alltaf jafn skemmtilegt að hitta það aftur eftir ársfrí, en ég syng það í fjórar vikur fyrir jól á hinum ýmsu jólatónleikum og skemmtunum.“ Þegar kemur að jólagjöfum handa ástinni sinni segist Helgi alltaf hugsa um gimsteina og perlur, eða að kaupa kóngsríki og fegurstu rósir. „En ég mundi frekar nota „ef hún vill mig“ í stað „ef ég nenni“ í söngtextanum. Fegursta gjöfin sem sungið er um í laginu finnst mér vera verndin, þar sem segir: Aldrei framar neitt illt í heimi óttast þarf, engillinn minn,því ég er hér og vaki… „Þegar maður er búinn að lifa aðeins lengur en skemur áttar maður sig á því,“ segir Helgi, sem í seinni tíð hefur ekki þurft að slá neinn um lán fyrir jólagjöf handa ástinni. „Ég hef nú getað bjargað mér sjálfur en ég hef eflaust slegið einhvern um lán þegar ég var fátækur námsmaður og notaði danska tíaura til að borga í strætó og lifði á sardínudósum og Ora-fiskibollum.“ Helgi hlakkar mikið til jólanna í ár. Þá fær hann dýrmæta jólagjöf. „Besta jólagjöfin verður að fá yndisleg barnabörnin heim í jólafrí en þau búa í Singapúr. Þau eru eins og fjögurra ára og búa svona langt í burtu. Því verður dásamlegt að njóta samvista við þau hér heima.“Þetta viðtal birtist fyrst í Jólablaði Fréttablaðsins 28. nóvember 2017. Jólalög Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Helgi Björns nennir. Hann verður seint talinn með mönnum sem nenna ekki hlutunum. Mætti hann ráða vildi hann frekar syngja „ef hún vill mig“ þar sem segir „ef ég nenni“, en að lagið um þennan skondna karakter sem litlu nennir sé óneitanlega skemmtilegt. „Ég get engan veginn samsamað mig þessum karakter í laginu, sem er tilbúinn að gefa ástinni allt sem hún óskar sér, bara ef hann nennir. Þar verð ég virkilega að ganga gegn minni betri vitund og setja mig í karakter. Ég er bara ekki týpan sem nennir ekki hlutunum,“ segir Helgi, sem í orðabókum hefur fundið mýmargar merkingar á orðinu „nenni“ og þar á meðal væntumþykju. „En ég reikna með að vinsældir lagsins felist að hluta til í þessum skondna karakter sem er tilbúinn í allt, ef hann bara nennir. Það er auðvitað fyndið.“ Jólalagið Ef ég nenni kom út á plötunni Jólagestir Björgvins árið 1995 en fékk þá enga spilun. Lagið er eftir ítalska rokksöngvarann Zucchero og heitir upp á ítölsku Così Celeste. „Svo var það fyrir jólin 1996 að ég bjó með fjölskyldunni í Flórens á Ítalíu, þar sem upprunalegt lag Zuccheros var enn mjög vinsælt á ítölskum útvarpsstöðvum. Þá fæ ég símtal að heiman um að nýja jólalagið mitt hafi slegið í gegn heima. Ég kom alveg af fjöllum og sagði þetta hljóta að vera misskilning þar sem ég væri ekki með neitt nýtt jólalag þau jólin. Lagið reyndist þá vera svokallaður „sleeper“ eins og það er kallað í bransanum,“ segir Helgi og á við lag sem slær ekki í gegn strax heldur oft löngu síðar. „Þegar ný plata kemur út er oftast ýtt á eftir ákveðnum lögum í spilun en þá hitta menn jafnvel ekki á rétta lagið sem síðar verður alger hittari. Lagið hefur síðan lifað vel og ýmist verið kosið besta eða versta jólalagið í hinum ýmsu könnunum,“ segir Helgi og hlær. „Mér finnst lagið frábært, vel samið og með mikinn stíganda og ris. Mér finnst líka gaman að syngja það og alltaf jafn skemmtilegt að hitta það aftur eftir ársfrí, en ég syng það í fjórar vikur fyrir jól á hinum ýmsu jólatónleikum og skemmtunum.“ Þegar kemur að jólagjöfum handa ástinni sinni segist Helgi alltaf hugsa um gimsteina og perlur, eða að kaupa kóngsríki og fegurstu rósir. „En ég mundi frekar nota „ef hún vill mig“ í stað „ef ég nenni“ í söngtextanum. Fegursta gjöfin sem sungið er um í laginu finnst mér vera verndin, þar sem segir: Aldrei framar neitt illt í heimi óttast þarf, engillinn minn,því ég er hér og vaki… „Þegar maður er búinn að lifa aðeins lengur en skemur áttar maður sig á því,“ segir Helgi, sem í seinni tíð hefur ekki þurft að slá neinn um lán fyrir jólagjöf handa ástinni. „Ég hef nú getað bjargað mér sjálfur en ég hef eflaust slegið einhvern um lán þegar ég var fátækur námsmaður og notaði danska tíaura til að borga í strætó og lifði á sardínudósum og Ora-fiskibollum.“ Helgi hlakkar mikið til jólanna í ár. Þá fær hann dýrmæta jólagjöf. „Besta jólagjöfin verður að fá yndisleg barnabörnin heim í jólafrí en þau búa í Singapúr. Þau eru eins og fjögurra ára og búa svona langt í burtu. Því verður dásamlegt að njóta samvista við þau hér heima.“Þetta viðtal birtist fyrst í Jólablaði Fréttablaðsins 28. nóvember 2017.
Jólalög Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira