Sjálfstæðismenn jákvæðir um stjórnarsáttmála Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2017 16:15 Bryndís tekur nýjum stjórnarsáttmála opnum örmum. Vísir/Vilhelm Almenn jákvæð stemming var á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins á fundi þeirra þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar var kynntur í dag, að sögn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns flokksins. Hún segist bjartsýn en sáttmálinn endurspegli að nauðsynlegt sé að gera málamiðlanir. Enn ríkir trúnaður um efni stjórnarsáttmálans en Bryndís segir að hann verði líklega kynntur á blaðmannafundi ef flokkarnir samþykkja samstarfið. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins fundar um það nú kl. 16:30. Flokksráð Vinstri grænna fundar kl. 17 og framsóknarmenn funda í sínum ranni kl. 20. „Ég held að það sé almennt jákvæð stemming. Við áttum okkur á því að það þarf auðvitað alltaf málamiðlanir við svona vinnu. Stjórnarsáttmálinn endurspeglar ákveðna málamiðlun á milla flokkanna en heilt yfir held ég að við séum bara sátt við þessa vinnu,“ segir Bryndís sem vonar að flokksráðið samþykki sáttmálann. Fyrirhugað samstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur ekki verið óumdeilt. Þannig greiddu tveir þingmenn Vinstri grænna atkvæði gegn því að ráðast í viðræðurnar. „Ég er bjartsýn á það en auðvitað þarf málamiðlanir. Pólitík snýst líka um málamiðlanir, það er bara þannig. Úrslit þessara kosninga eru auðvitað með þeim hætti að það var ljóst að það væru engin einföld skilaboð. Þetta virðist ætla að verða niðurstaðan og mér hugnast hún bara vel,“ segir Bryndís spurð að því hvort að erfitt verði fyrir þessa flokka að vinna saman. Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Sjá meira
Almenn jákvæð stemming var á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins á fundi þeirra þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar var kynntur í dag, að sögn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns flokksins. Hún segist bjartsýn en sáttmálinn endurspegli að nauðsynlegt sé að gera málamiðlanir. Enn ríkir trúnaður um efni stjórnarsáttmálans en Bryndís segir að hann verði líklega kynntur á blaðmannafundi ef flokkarnir samþykkja samstarfið. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins fundar um það nú kl. 16:30. Flokksráð Vinstri grænna fundar kl. 17 og framsóknarmenn funda í sínum ranni kl. 20. „Ég held að það sé almennt jákvæð stemming. Við áttum okkur á því að það þarf auðvitað alltaf málamiðlanir við svona vinnu. Stjórnarsáttmálinn endurspeglar ákveðna málamiðlun á milla flokkanna en heilt yfir held ég að við séum bara sátt við þessa vinnu,“ segir Bryndís sem vonar að flokksráðið samþykki sáttmálann. Fyrirhugað samstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur ekki verið óumdeilt. Þannig greiddu tveir þingmenn Vinstri grænna atkvæði gegn því að ráðast í viðræðurnar. „Ég er bjartsýn á það en auðvitað þarf málamiðlanir. Pólitík snýst líka um málamiðlanir, það er bara þannig. Úrslit þessara kosninga eru auðvitað með þeim hætti að það var ljóst að það væru engin einföld skilaboð. Þetta virðist ætla að verða niðurstaðan og mér hugnast hún bara vel,“ segir Bryndís spurð að því hvort að erfitt verði fyrir þessa flokka að vinna saman.
Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Sjá meira