Fundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafinn Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2017 14:06 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kristján Þór Júlíusson mæta til fundarins. Vísir/Vilhelm Fundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins hófst í Valhöll klukkan 13:30. Gera má ráð fyrir að þar verði stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks til umræðu. Fundur flokksráðs Sjálfstæðisflokksins mun svo funda klukkan 16:30. Samkvæmt heimildum Vísis hefur ekki verið boðað til sérstaks þingflokksfundar meðal Framsóknarmanna, en fundur miðstjórnar flokksins hefst klukkan 20. Þá mun flokksráð Vinstri grænna funda á Grand hótel klukkan 17. Samþykki stofnanir flokkanna sáttmálann má gera ráð fyrir að tillögur formanna flokkanna um ráðherra verði kynnt þingflokkunum á morgun og í kjölfarið verði boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum þar sem ný ríkisstjórn mun taka við völdum. Fram hefur komið að í stjórnarsáttmálanum komi fram að til standi að hækka fjármagnstekjuskatt á einstaklinga úr 20 prósentum í 22 prósent. Í frétt Kjarnans segir að í sáttmálanum komi jafnframt fram að hvítbók verði skrifuð um endurskipulagningu fjármálakerfisins, fæðingarorlof verði lengt og greiðslur hækkaðar, komu- og brottfarargjöld lögð af, gistináttagjöld renni óskert til sveitarfélaga, auk þess að stofnaður verði sérstakur stöðugleikasjóður. Þá verði skipaðar nefndir úm endurskoðun stjórnarskrár og hvort þörf sé á endurskoðun útlendingalaga.Að neðan má sjá myndir Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara fréttastofu 365, af því þegar þingmenn Sjálfstæðisflokks mættu til fundar fyrr í dag.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmSigríður Andersen og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gyðlfadóttir.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson.Vísir/Vilhelm Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira
Fundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins hófst í Valhöll klukkan 13:30. Gera má ráð fyrir að þar verði stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks til umræðu. Fundur flokksráðs Sjálfstæðisflokksins mun svo funda klukkan 16:30. Samkvæmt heimildum Vísis hefur ekki verið boðað til sérstaks þingflokksfundar meðal Framsóknarmanna, en fundur miðstjórnar flokksins hefst klukkan 20. Þá mun flokksráð Vinstri grænna funda á Grand hótel klukkan 17. Samþykki stofnanir flokkanna sáttmálann má gera ráð fyrir að tillögur formanna flokkanna um ráðherra verði kynnt þingflokkunum á morgun og í kjölfarið verði boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum þar sem ný ríkisstjórn mun taka við völdum. Fram hefur komið að í stjórnarsáttmálanum komi fram að til standi að hækka fjármagnstekjuskatt á einstaklinga úr 20 prósentum í 22 prósent. Í frétt Kjarnans segir að í sáttmálanum komi jafnframt fram að hvítbók verði skrifuð um endurskipulagningu fjármálakerfisins, fæðingarorlof verði lengt og greiðslur hækkaðar, komu- og brottfarargjöld lögð af, gistináttagjöld renni óskert til sveitarfélaga, auk þess að stofnaður verði sérstakur stöðugleikasjóður. Þá verði skipaðar nefndir úm endurskoðun stjórnarskrár og hvort þörf sé á endurskoðun útlendingalaga.Að neðan má sjá myndir Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara fréttastofu 365, af því þegar þingmenn Sjálfstæðisflokks mættu til fundar fyrr í dag.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmSigríður Andersen og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gyðlfadóttir.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson.Vísir/Vilhelm
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira
Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30