Norður-Kóresk stjórnvöld fagna því sem þau segja hafa verið fullkomið tilraunaskot á nýrri tegund eldflauga, eldflauga sem geta hæft hvern einasta fermetra í Bandaríkjunum. Sérfræðingar taka þessum yfirlýsingum þó með fyrirvara enda hafi flaugin ekki verið fullhlaðin og því umtalsvert léttari en flaug sem ætlað væri að valda tjóni. Þetta var fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreu í rúma tvo mánuði.
Ríkisjónvarp landsins segir Pjongjang nú loksins hafa uppfyllt markmið sitt um að verða fullgilt kjarnorkuveldi. Eldflauginni var skotið á loft í gærkvöldi og telja sérfræðingar að þar hafi verið á ferðinni öflugasta eldflaug sem Norður-Kórea hefur skotið á loft.
Hún lent í sjónum undan ströndum Japans en hafði áður flogið upp í tæplega 1000 kílómetra hæð. David Wright, sérfræðingur í öryggisfræðum, segir í samtali við Washington Post að hefði þessari tilteknu eldflaug verið skotið eftir ferli sem hefði miðað að því að hámarka drægni hennar hefði hún getað náð til Washington.
Sjá einnig: Trump um eldflaugaskot N-Kóreu: „Við sjáum um þetta“
Norður-Kóreskir ríkismiðlar fjölluðu ítarlega um skotið í gær og segja það hafa flogið ívið hærra en sérfræðingar annarra miðla hafa fullyrt. Þannig hafi flaugin raunverulega náð næstum 4,5 kílómetra hæð og flogið 950 kílómetra á 53 mínútum.
Stjórnvöld í Pjongjang hafa áður haldið því fram að flaugar þeirra geti náð til Bandaríkjanna en þetta er í fyrsta sinn sem þau fullyrða það í tilfelli þessarar nýju gerðar flauga, sem bera heitið Hwasong-15.
Líklegt er þó talið, af öðrum en norður-kóreskum ríkismiðlum, að sambærileg fullhlaðin eldflaug hefði ekki slíka drægni. Þrátt fyrir ítrekaðar eldflaugatilraunir Norður-Kóreubúa á þessu ári eiga vísindamenn ríkisins enn eftir að sannfæra alþjóðasamfélagið um að þeir búi yfir tækninni til að flytja kjarnaodda með eldflaugunum.
Efasemdir þrátt fyrir hátíðlegar yfirlýsingar

Tengdar fréttir

Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði
Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá.

Trump um eldflaugaskot N-Kóreu: „Við sjáum um þetta“
"Við sjáum um þetta,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við blaðamenn í Hvíta Húsinu í dag eftir að Norður-Kórea skaut á loft eldflaug fyrr í dag. Þetta var fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreu