Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Hörður Ægisson skrifar 29. nóvember 2017 06:30 Fjármagnstekjuskattur leggst meðal annars á söluhagnað einstaklinga af verðbréfum. vísir/daníel Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hyggst hækka fjármagnstekjuskatt á einstaklinga úr 20 prósentum í 22 prósent, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnar sem verður kynntur þegar stjórnin tekur við á ríkisráðsfundi á morgun, fimmtudag. Samtímis því að fjármagnstekjuskatturinn er hækkaður verða hins vegar einnig gerðar þær breytingar frá því sem nú er að heimilað verður í meiri mæli að draga fjármagnskostnað frá skattstofni fjármagnstekna, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á þessu ári er áætlað að tekjur ríkissjóðs vegna fjármagnstekjuskatts nemi 30,5 milljörðum en samkvæmt fjárlögum næsta árs á skatturinn að skila um 28,5 milljörðum til ríkisins. Hækkun fjármagnstekjuskattsins – úr 20 prósentum í 22 prósent – mun því í besta falli auka tekjur ríkissjóðs um 2 til 3 milljarða króna en þessi skattstofn getur verið afar breytilegur á milli ára. Fulltrúar Vinstri grænna lögðu á það mikla áherslu í stjórnarmyndunarviðræðunum við Sjálfstæðisflokk og Framsókn að skatturinn yrði hækkaður. Fyrstu hugmyndir Katrínar Jakobsdóttur, formanns flokksins, lutu að því að skattur á fjármagnstekjur yrði hækkaður upp í 30 prósent, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þær tillögur fengu afar lítinn hljómgrunn hjá leiðtogum hinna flokkanna, ekki hvað síst Sjálfstæðisflokksins, og jafnframt forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins. Þá voru einnig uppi hugmyndir í viðræðum flokkanna um að koma á þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti. Fjármagnstekjuskattur leggst á allar fjármagnstekjur einstaklinga sem teljast til vaxtatekna, arðs, söluhagnaðar fasteigna og verðbréfa og leigutekna utan rekstrar. Ekki er hins vegar greiddur fjármagnstekjuskattur af heildarvaxtatekjum einstaklinga að fjárhæð 125 þúsund, þótt dregin hafi verið staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts af vaxtatekjunum. Þá er að sama skapi ekki greiddur fjármagnstekjuskattur af 50 prósentum af tekjum af útleigu íbúðarhúnæðis.Hækkaður eftir bankahrun Af verðandi stjórnarflokkunum þremur voru Vinstri græn eini flokkurinn sem talaði fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts í aðdraganda kosninga til Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn vildi hins vegar lækka skattinn og jafnframt skattleggja raunávöxtun fjármagnstekna í stað nafnávöxtunar. Framsóknarflokkurinn talaði hvorki fyrir hækkun né lækkun fjármagnstekjuskatts fyrir kosningarnar. Fjármagnstekjuskattur var lengst af, eða allt frá árinu 1996, aðeins tíu prósent en í kjölfar fjármála- og efnahagshrunsins 2008 var skattstofninn hækkaður í tvígang af ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Þannig var skatturinn fyrst hækkaður í 18 prósent árið 2010, samhliða því að auðlegðarskattur var einnig lagður á, og aftur ári síðar þegar fjármagnstekjuskatturinn fór upp í 20 prósent.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hyggst hækka fjármagnstekjuskatt á einstaklinga úr 20 prósentum í 22 prósent, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnar sem verður kynntur þegar stjórnin tekur við á ríkisráðsfundi á morgun, fimmtudag. Samtímis því að fjármagnstekjuskatturinn er hækkaður verða hins vegar einnig gerðar þær breytingar frá því sem nú er að heimilað verður í meiri mæli að draga fjármagnskostnað frá skattstofni fjármagnstekna, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á þessu ári er áætlað að tekjur ríkissjóðs vegna fjármagnstekjuskatts nemi 30,5 milljörðum en samkvæmt fjárlögum næsta árs á skatturinn að skila um 28,5 milljörðum til ríkisins. Hækkun fjármagnstekjuskattsins – úr 20 prósentum í 22 prósent – mun því í besta falli auka tekjur ríkissjóðs um 2 til 3 milljarða króna en þessi skattstofn getur verið afar breytilegur á milli ára. Fulltrúar Vinstri grænna lögðu á það mikla áherslu í stjórnarmyndunarviðræðunum við Sjálfstæðisflokk og Framsókn að skatturinn yrði hækkaður. Fyrstu hugmyndir Katrínar Jakobsdóttur, formanns flokksins, lutu að því að skattur á fjármagnstekjur yrði hækkaður upp í 30 prósent, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þær tillögur fengu afar lítinn hljómgrunn hjá leiðtogum hinna flokkanna, ekki hvað síst Sjálfstæðisflokksins, og jafnframt forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins. Þá voru einnig uppi hugmyndir í viðræðum flokkanna um að koma á þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti. Fjármagnstekjuskattur leggst á allar fjármagnstekjur einstaklinga sem teljast til vaxtatekna, arðs, söluhagnaðar fasteigna og verðbréfa og leigutekna utan rekstrar. Ekki er hins vegar greiddur fjármagnstekjuskattur af heildarvaxtatekjum einstaklinga að fjárhæð 125 þúsund, þótt dregin hafi verið staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts af vaxtatekjunum. Þá er að sama skapi ekki greiddur fjármagnstekjuskattur af 50 prósentum af tekjum af útleigu íbúðarhúnæðis.Hækkaður eftir bankahrun Af verðandi stjórnarflokkunum þremur voru Vinstri græn eini flokkurinn sem talaði fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts í aðdraganda kosninga til Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn vildi hins vegar lækka skattinn og jafnframt skattleggja raunávöxtun fjármagnstekna í stað nafnávöxtunar. Framsóknarflokkurinn talaði hvorki fyrir hækkun né lækkun fjármagnstekjuskatts fyrir kosningarnar. Fjármagnstekjuskattur var lengst af, eða allt frá árinu 1996, aðeins tíu prósent en í kjölfar fjármála- og efnahagshrunsins 2008 var skattstofninn hækkaður í tvígang af ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Þannig var skatturinn fyrst hækkaður í 18 prósent árið 2010, samhliða því að auðlegðarskattur var einnig lagður á, og aftur ári síðar þegar fjármagnstekjuskatturinn fór upp í 20 prósent.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira