Viðskipti innlent

Brynjar Þór til Stapa lífeyrissjóðs

Hörður Ægisson skrifar
Brynjar Þór Hreinsson hefur verið forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá ÍV.
Brynjar Þór Hreinsson hefur verið forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá ÍV.
Brynjar Þór Hreinsson, sem hefur verið forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Íslenskum verðbréfum (ÍV), hefur ráðið sig til Stapa lífeyrissjóðs, samkvæmt upplýsingum Markaðarins.

Brynjar hefur starfað hjá Íslenskum verðbréfum frá árinu 2015 en áður hafði hann meðal annars verið framkvæmdastjóri eignaumsýslu ALMC á Íslandi og forstöðumaður hjá eignastýringu Straums fjárfestingarbanka. Stutt er síðan Jóhann Steinar Jóhannsson, sem hafði einnig starfað hjá Íslenskum verðbréfum sem framkvæmdastjóri ÍV sjóða, tók við sem framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs.

Þá greindi Markaðurinn frá því í síðustu viku að Sigurður Hreiðar Jónsson, sem var forstöðumaður markaðsviðskipta Íslenskra verðbréfa, hefði jafnframt sagt upp störfum hjá fyrirtækinu og myndi brátt taka til starfa hjá verðbréfafyrirtækinu Íslenskum fjárfestum. Aðeins fimm mánuðir eru síðan Sigurður Hreiðar var ráðinn til Íslenskra verðbréfa.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×