Vara skólastjórnendur í borginni við loftmengun Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2017 12:09 Þegar kalt og þurrt er í veðri er líklegra að svifryk myndi mengunarský yfir borginni frekar en að dreifast. Myndin er úr safni. Vísir/GVA Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar sendi stjórnendum grunn- og leikskóla auk dagforeldra viðvörun í morgun vegna áframhaldandi loftmengunar í borginni. Styrkur mengunaragna var hár í borginni í gær og er sama ástandi spáð í svölu, þurru og stilltu veðri í dag. Fólk með öndunarfærasjúkdóma og börn voru vöruð við því að vera á ferð nærri miklum umferðargötum vegna lélegra loftgæða í gær. Þá var styrkur grófs svifryks (PM10) og köfnunarefnisdíoxíðs sagður hár og líklega yfir heilsuverndarmörkum. Veðuraðstæður eru sagðar hafa stuðlað að því að loftmengunin safnaðist saman yfir borginni í gær. Þegar kalt og stillt veður er ríkjandi eru minni líkur á að loftmengun dreifist. Því geta sjáanleg mengunarský myndast yfir borgum við slíkar aðstæður. Það er vel þekkt frá erlendum borgum eins og Delí á Indlandi þar sem gríðarleg loftmengun hefur mælst í byrjun vetrar. Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar, segir að sömu veðuraðstæður séu ríkjandi í dag. Tilkynning með sambærilegri viðvörun og send var út í gær hafi því verið send á skólana í morgun. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á vef Reykjavíkurborgar. Þar má jafnframt sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru nú staðsettar við leikskólann Grænuborg við Eiríksgötu og við Hringbraut 26. Auk þess rekur Umhverfisstofnun loftgæðamæli við Grensásveg. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar sendi stjórnendum grunn- og leikskóla auk dagforeldra viðvörun í morgun vegna áframhaldandi loftmengunar í borginni. Styrkur mengunaragna var hár í borginni í gær og er sama ástandi spáð í svölu, þurru og stilltu veðri í dag. Fólk með öndunarfærasjúkdóma og börn voru vöruð við því að vera á ferð nærri miklum umferðargötum vegna lélegra loftgæða í gær. Þá var styrkur grófs svifryks (PM10) og köfnunarefnisdíoxíðs sagður hár og líklega yfir heilsuverndarmörkum. Veðuraðstæður eru sagðar hafa stuðlað að því að loftmengunin safnaðist saman yfir borginni í gær. Þegar kalt og stillt veður er ríkjandi eru minni líkur á að loftmengun dreifist. Því geta sjáanleg mengunarský myndast yfir borgum við slíkar aðstæður. Það er vel þekkt frá erlendum borgum eins og Delí á Indlandi þar sem gríðarleg loftmengun hefur mælst í byrjun vetrar. Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar, segir að sömu veðuraðstæður séu ríkjandi í dag. Tilkynning með sambærilegri viðvörun og send var út í gær hafi því verið send á skólana í morgun. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á vef Reykjavíkurborgar. Þar má jafnframt sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru nú staðsettar við leikskólann Grænuborg við Eiríksgötu og við Hringbraut 26. Auk þess rekur Umhverfisstofnun loftgæðamæli við Grensásveg.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira