Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2017 10:00 Frá höfuðstaðnum Nuuk. Yfir átta þúsund vélknúin ökutæki eru skráð á Grænlandi. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. Sagt var frá málinu í fréttum Stöðvar 2. Bílamergðin á Grænlandi virðist raunar með ólíkindum í ljósi þess að þetta næsta nágrannaland Íslands er án vegakerfis. Einu vegirnir eru í stærstu bæjunum og ná í mesta lagi fáeina kílómetra út frá þeim og engir tveir bæir eru tengdir saman með vegi. Samt eru yfir átta þúsund vélknúin ökutæki á Grænlandi, þar af um 4.200 einkabílar, um 200 leigubílar og um 80 rútur og strætisvagnar. Vegir og götur Grænlands teljast alls 150 kílómetrar í öllu landinu, þar af eru 60 kílómetrar malbikaðir.Vegurinn milli Sisimiut og Kangerlussuaq yrði 170 kílómetra langur. Ekki er ráðgert að honum verði haldið opnum að vetri.Grafík/Stöð 2.En nú eru horfur á að Grænlendingar fái sinn fyrsta þjóðveg, 170 kílómetra langan malarveg milli bæjarins Sisimiut og flugvallarins í Kangerlussuaq, sem er einnig þekktur sem Syðri Straumfjörður. Þar er aðalflugvöllur Grænlands og sá eini sem býður upp á beint áætlunarflug á þotum til Danmerkur. Eina tenging flugvallarins við aðrar byggðir Grænlands er með innanlandsflugi en nú gæti vegtenging bæst við. Grænlenska stjórnin og bæjaryfirvöld í Sisimiut undirrituðu í síðustu viku samning um að hefja undirbúning vegagerðar með því að setja á laggirnar vinnuhóp sem á að skila skýrslu um verkið fyrir 1. apríl í vor.Flugvélar Air Greenland halda nú uppi samgöngum milli Sisimiut og Kangerlussuaq.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bærinn Sisimiut er sá næsti stærsti á Grænlandi, með um 5.500 íbúa. Vegur milli bæjarins og flugvallarins er ekki aðeins talinn geta lækkað ferðakostnað íbúa heldur jafnframt boðið upp á ný tækifæri í ferðaþjónustu og ekki síst fiskflutningum, þegar opnast betri möguleikar fyrir Grænlendinga að koma ferskum fiski í flug á erlenda markaði. Flugvöllurinn í Kangerlussuaq er eini millilandaflugvöllur Grænlands með áætlunarflugi á þotum til Danmerkur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það er þó ekki gert ráð fyrir að þetta verði heilsársvegur þar sem veglínan liggur norðan heimskautsbaugs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. Sagt var frá málinu í fréttum Stöðvar 2. Bílamergðin á Grænlandi virðist raunar með ólíkindum í ljósi þess að þetta næsta nágrannaland Íslands er án vegakerfis. Einu vegirnir eru í stærstu bæjunum og ná í mesta lagi fáeina kílómetra út frá þeim og engir tveir bæir eru tengdir saman með vegi. Samt eru yfir átta þúsund vélknúin ökutæki á Grænlandi, þar af um 4.200 einkabílar, um 200 leigubílar og um 80 rútur og strætisvagnar. Vegir og götur Grænlands teljast alls 150 kílómetrar í öllu landinu, þar af eru 60 kílómetrar malbikaðir.Vegurinn milli Sisimiut og Kangerlussuaq yrði 170 kílómetra langur. Ekki er ráðgert að honum verði haldið opnum að vetri.Grafík/Stöð 2.En nú eru horfur á að Grænlendingar fái sinn fyrsta þjóðveg, 170 kílómetra langan malarveg milli bæjarins Sisimiut og flugvallarins í Kangerlussuaq, sem er einnig þekktur sem Syðri Straumfjörður. Þar er aðalflugvöllur Grænlands og sá eini sem býður upp á beint áætlunarflug á þotum til Danmerkur. Eina tenging flugvallarins við aðrar byggðir Grænlands er með innanlandsflugi en nú gæti vegtenging bæst við. Grænlenska stjórnin og bæjaryfirvöld í Sisimiut undirrituðu í síðustu viku samning um að hefja undirbúning vegagerðar með því að setja á laggirnar vinnuhóp sem á að skila skýrslu um verkið fyrir 1. apríl í vor.Flugvélar Air Greenland halda nú uppi samgöngum milli Sisimiut og Kangerlussuaq.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bærinn Sisimiut er sá næsti stærsti á Grænlandi, með um 5.500 íbúa. Vegur milli bæjarins og flugvallarins er ekki aðeins talinn geta lækkað ferðakostnað íbúa heldur jafnframt boðið upp á ný tækifæri í ferðaþjónustu og ekki síst fiskflutningum, þegar opnast betri möguleikar fyrir Grænlendinga að koma ferskum fiski í flug á erlenda markaði. Flugvöllurinn í Kangerlussuaq er eini millilandaflugvöllur Grænlands með áætlunarflugi á þotum til Danmerkur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það er þó ekki gert ráð fyrir að þetta verði heilsársvegur þar sem veglínan liggur norðan heimskautsbaugs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15