Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2017 10:00 Frá höfuðstaðnum Nuuk. Yfir átta þúsund vélknúin ökutæki eru skráð á Grænlandi. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. Sagt var frá málinu í fréttum Stöðvar 2. Bílamergðin á Grænlandi virðist raunar með ólíkindum í ljósi þess að þetta næsta nágrannaland Íslands er án vegakerfis. Einu vegirnir eru í stærstu bæjunum og ná í mesta lagi fáeina kílómetra út frá þeim og engir tveir bæir eru tengdir saman með vegi. Samt eru yfir átta þúsund vélknúin ökutæki á Grænlandi, þar af um 4.200 einkabílar, um 200 leigubílar og um 80 rútur og strætisvagnar. Vegir og götur Grænlands teljast alls 150 kílómetrar í öllu landinu, þar af eru 60 kílómetrar malbikaðir.Vegurinn milli Sisimiut og Kangerlussuaq yrði 170 kílómetra langur. Ekki er ráðgert að honum verði haldið opnum að vetri.Grafík/Stöð 2.En nú eru horfur á að Grænlendingar fái sinn fyrsta þjóðveg, 170 kílómetra langan malarveg milli bæjarins Sisimiut og flugvallarins í Kangerlussuaq, sem er einnig þekktur sem Syðri Straumfjörður. Þar er aðalflugvöllur Grænlands og sá eini sem býður upp á beint áætlunarflug á þotum til Danmerkur. Eina tenging flugvallarins við aðrar byggðir Grænlands er með innanlandsflugi en nú gæti vegtenging bæst við. Grænlenska stjórnin og bæjaryfirvöld í Sisimiut undirrituðu í síðustu viku samning um að hefja undirbúning vegagerðar með því að setja á laggirnar vinnuhóp sem á að skila skýrslu um verkið fyrir 1. apríl í vor.Flugvélar Air Greenland halda nú uppi samgöngum milli Sisimiut og Kangerlussuaq.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bærinn Sisimiut er sá næsti stærsti á Grænlandi, með um 5.500 íbúa. Vegur milli bæjarins og flugvallarins er ekki aðeins talinn geta lækkað ferðakostnað íbúa heldur jafnframt boðið upp á ný tækifæri í ferðaþjónustu og ekki síst fiskflutningum, þegar opnast betri möguleikar fyrir Grænlendinga að koma ferskum fiski í flug á erlenda markaði. Flugvöllurinn í Kangerlussuaq er eini millilandaflugvöllur Grænlands með áætlunarflugi á þotum til Danmerkur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það er þó ekki gert ráð fyrir að þetta verði heilsársvegur þar sem veglínan liggur norðan heimskautsbaugs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. Sagt var frá málinu í fréttum Stöðvar 2. Bílamergðin á Grænlandi virðist raunar með ólíkindum í ljósi þess að þetta næsta nágrannaland Íslands er án vegakerfis. Einu vegirnir eru í stærstu bæjunum og ná í mesta lagi fáeina kílómetra út frá þeim og engir tveir bæir eru tengdir saman með vegi. Samt eru yfir átta þúsund vélknúin ökutæki á Grænlandi, þar af um 4.200 einkabílar, um 200 leigubílar og um 80 rútur og strætisvagnar. Vegir og götur Grænlands teljast alls 150 kílómetrar í öllu landinu, þar af eru 60 kílómetrar malbikaðir.Vegurinn milli Sisimiut og Kangerlussuaq yrði 170 kílómetra langur. Ekki er ráðgert að honum verði haldið opnum að vetri.Grafík/Stöð 2.En nú eru horfur á að Grænlendingar fái sinn fyrsta þjóðveg, 170 kílómetra langan malarveg milli bæjarins Sisimiut og flugvallarins í Kangerlussuaq, sem er einnig þekktur sem Syðri Straumfjörður. Þar er aðalflugvöllur Grænlands og sá eini sem býður upp á beint áætlunarflug á þotum til Danmerkur. Eina tenging flugvallarins við aðrar byggðir Grænlands er með innanlandsflugi en nú gæti vegtenging bæst við. Grænlenska stjórnin og bæjaryfirvöld í Sisimiut undirrituðu í síðustu viku samning um að hefja undirbúning vegagerðar með því að setja á laggirnar vinnuhóp sem á að skila skýrslu um verkið fyrir 1. apríl í vor.Flugvélar Air Greenland halda nú uppi samgöngum milli Sisimiut og Kangerlussuaq.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bærinn Sisimiut er sá næsti stærsti á Grænlandi, með um 5.500 íbúa. Vegur milli bæjarins og flugvallarins er ekki aðeins talinn geta lækkað ferðakostnað íbúa heldur jafnframt boðið upp á ný tækifæri í ferðaþjónustu og ekki síst fiskflutningum, þegar opnast betri möguleikar fyrir Grænlendinga að koma ferskum fiski í flug á erlenda markaði. Flugvöllurinn í Kangerlussuaq er eini millilandaflugvöllur Grænlands með áætlunarflugi á þotum til Danmerkur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það er þó ekki gert ráð fyrir að þetta verði heilsársvegur þar sem veglínan liggur norðan heimskautsbaugs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15